Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 45

Sagnir - 01.04.1987, Blaðsíða 45
Þróunarfræðilegar hugmyndir Við rannsóknir á samfélögum þriðja heimsins undanfarna áratugi hafa komið fram ýmsar athyglis- verðar kenningar. Að framan var minnst á áhættu- hræðslu. Þetta fyrirbæri er þekkt úr þriðja heiminum, þar sem ýmsar tilraunir til framfara hafa mis- heppnast vegna þessa fyrirbæris. Ljóst er að áhættuhræðsla var einnig fyrir hendi á íslandi, t.d. á 18. öld.6 Áhættuhræðsla einkennist af því að tilvera manna er svo ótraust, svo lítið þarf að bera útaf til að menn deyi, að engin áhætta er tekin í framleiðslunni. Menn halda sig við viðurkenndar og traustar fram- leiðsluaðferðir sem dugað hafa í aldanna rás. í ljósi þessa verður tor- tryggni bændasamfélagsins ís- lenska gagnvart fiskveiðum skilj- anlegri. Michael P. Todaro hefur fjallað um þetta fyrirbæri. Hann hefur einnig lagt fram kenningu um þrjú stig landbúnaðarframleiðslu, byggða á rannsóknum á því. Hið fyrsta og frumstæðasta er hinn hreini sjálfsþurftar- búskapur, með lága framleiðni. Annað stigið má kalla „að- greindan” eða „blandaðan” bú- skap, þar sem hluti framleiðsl- unnar fer til eigin neyslu bónd- ans en hluti til sölu í markaðs- kerfinu. Að lokum er þriðja stigið, sem er „nútíma”-bú þar sem aðeins er stundaður sér- hæfður markaðsbúskapur við mikla framleiðni. Samkvæmt þessari kenningu var íslenskur landbúnaður um aldamót- in á öðru stiginu, og raunar einnig sá landbúnaður sem Chayanov fjallar um. Bændurnir seldu hluta af sauð- fjár-„framleiðslu” sinni á markað, en voru sjálfum sér nógir um mat. Þeir voru því komnir af stigi á- hættuhræðslunnar og móttækilegir fyrir ýmsum nýjungum. Spurningin er hvenær þeir komust af þessu stigi, og hvers vegna. Gerðist það með sauðasölunni? Eða enn fyrr, með verðkröfufélögunum í Fnjóska- dal um 1844? í þessu sambandi ber einnig að athuga þróun landbúnaðar með tilliti til aukinnar sjálfsábúðar og minnkandi veldis landeigenda, þ.e. lækkandi landsskuldar. Ýmis- legt er vitað um aukna sjálfsábúð við Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslum, en minna er vitað um þróun land- skuldar og leigna. Þar er eyða á þekkingu okkar á þessum málum. Annar kenningabálkur sem þró- ast hefur í umræðunni um málefni þriðja heimsins er umræðan um kjarna og jaðar, eða metropolis og periphery. Niðurstaða bókar8 sem ræðir þessi mál varðandi Evrópu er sú að hér sé þessi skipting einnig fyrir hendi. Evrópa sem heild er kjarnasvæði gagnvart þriðja heim- inum, en innan Evrópu eru einnig jaðarsvæði og kjamasvæði. Kjama- svæði Evrópu er egglaga svæði sem nær frá suðurhluta Frakklands til suðurstrandar Finnlands, og frá Englandi til Norður-Ítalíu. Utan þess eru jaðarsvæðin, þ. á m. Miðjarðarhafslöndin, írland og Norður-Skandinavía. Jaðarsvæðin einkennast af dúalisma (tvenns konar efnahagskerfi, annars vegar ríku markaðssamfélagi og hins vegar fátæku bændasamfélagi), slökum lífskjörum og skorti á traustum iðnaðargrunni. Út- flutningur þessara svæða er aðal- lega hráefni og matvæli og innflutn- ingur iðnaðarvörur. Nú er augljóst að á einu jaðar- svæðinu, Norður-Skandinavíu og þar á meðal íslandi eru góð lífskjör og félagslegt öryggi mikið, og bændasamfélög ekki fátæk. Að öðru leyti er þetta jaðarsvæði líkt hinum að því leyti að það hefur lítinn iðnað, flytur út matvæli og hráefni og inn iðnaðarvörur. Höf- undar bókarinnar Underdeveloped Europe vilja skýra þetta með því að norðursvæðin eru öll innan landa- mæra ríkja sem eru hluti af kjarn- anum, Noregs, Svíþjóðar og Finn- Fjarhus og fjarhopur ó vetrardegi. Meðalfjárbú var oft 50 til 100 fjár. Bændur áttu auðveldara með að fjölga fé en kúm því féð gat gengið úti nær allan veturinn og ekki þurfti því að kosta til meiri ræktunar og heyöflunar. Sauðasölu- og saltkjötstímabilið i íslenskum landbunaði, 1880-1920 var því ekki timabii mikilla framfara í þeim málum miðað við það sem síðar varð. SAGNIR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.