Sagnir - 01.06.1993, Síða 53

Sagnir - 01.06.1993, Síða 53
og haldið og sér eignað eftir því, sem eg má fremst með lögum.2'1 Þessi dómur var harður og margt við hann athyglisvert. I fyrsta lagi var hann kveðinn upp vegna brota sem framin höfðu verið 19 ámm áður og hafði ekki þótt ástæða til að dæma fýrir þá. Einnig má benda á að hann var ekki kveðinn upp samkvæmt réttarvenjum. Yfirleitt kvaddi dómarinn 6, 12 eða jafnvel 24 menn til dóms með sér; en hér var Einar einn í dómarasæti. Þetta bendir til að hann hafi gert þetta í umboði konungs. Guðmundur virðist hafa brotið af sér gagnvart kónginum sjálfum.2'1 Hvert var þá brot Guðmundar? Hvað olli því að ríkasti maður landsins var dæmdur útlægur óbótamaður? Ein skýr- ing er sú að hér hafi verið framfýlgt nýrri stefnu í réttarfarsmálum, stefnu sem mótuð var í réttarbótum Kristófers konungs og birtist fjórum árum síðar i Lönguréttarbót, árið 1450. í annarri grein hennar segir : Hér með afleggjum vér með þessu voru opnu bréfi alla ósiðu og upp- hlaup, missætti, óspekt, gripdeild, rán og reyfaraskap og viðurlíkt ofurveldi sem hér til um hrið hjá yður hefur verið haft og iðkað og sérdeilis niður leggjum vér og forbjóðum ómögulega yfirreið og ómak sem nú hefúr plagast á Islandi, hver að ómögulega hefur þvingað, útannað og fordjarfað vora þegna og almúga alls landsins.25 Hér er verið að visa til norðurreiðar Guð- mundar ríka. Svoleiðis hegðun hafði við- gengist á tímum veiks konungsvalds en Knstófer konungur hafði einsett sér að stöðva þess háttar framferði. Kannski hefúr hinn máttugi Guðmundur Arason átt að vera öðrum víti til vamaðar. En brot Guðmundar gegn kónginum kann að hafá verið annais eðlis og alvar- legra en að kúga bændur. Hér er að sjálf- sögðu vísað til hugmynda Amórs Sigur- jónssonar um viðskipti Guðmundar við Englendinga. Ef til vill fólst landráðasök hans í þeim viðskipmm. Alþjóðapólitíkin blandaðist víða inn í Islandssöguna á fimmtándu öld þegar Danakonungur barðist gegn umsvifum Englendinga við landið. Með viðskiptum sínum við Englendinga veðjaði Guðmundur Arason a rangan hest í þeirri baráttu og hann fékk að gjalda þess þegar konungur styrkti stöðu sína á ný. Auðvelt er að geta sér til um hvað það var sem hvatti þá Einar og Bjöm til að leggja til atlögu við mág sinn, svipta hann eigum sínum og gera hann land- rækan. Hér vom mikil völd og fjármun- ir í húfi, sem þeir bræður hafa ágimst, eins harðdrægir fjáraflamenn og þeir vom. Að mati Bjöms Þorsteinssonar gerðist Einar Þorleifsson stuðningsmaður konungsins gagngert til að geta hnekkt veldi Guðmundar.26 Guðmundur Arason hélt nú til Danmerkur á fund Kristófers konungs og tókst að ná samningum við kónginn. Honum var gert að greiða ríflega sekt í enskum peningum, 400 nobila, og fengi hann þá að halda eigum sínum. Síðan hélt hann úr kóngsins ranni en jafnframt hvarf hann af sjónarsviði sögunnar því að ekkert spurðist til hans eftir það. Mun hann hafa ætlað að leita til vina sinna á Englandi um fjárhagsaðstoð en ekki er ljóst hvers vegna hann sneri aldrei aftur. Hvarf Guðmundar ríka er ráðgáta sem seint verður leyst. Stjómvöld biðu þó enn um sinn endurkomu hans; sennilega hefur konungurinn vænst þess að Guðmundur myndi innan tíðar snúa afúir frá Englandi. Hafi svo verið brást sú von. Á meðan var Einari Þorleifssyni fengin umsjón eignanna. Hann lést i árslok 1452 og vom þær síðan í umsjón Bjöms bróður hans. Hirtu þeir bræður allar tekjur af þessum eigum en ekki er vitað til þess að þeir hafi greitt gjöld af þeim.27 Nýir aðilar höfðu tekið völdin á Islandi. Völd Þorleifssona vom ekki byggð á viðskiptum við Englendinga; þeir studdust við kónginn og fýlgdu honum í einu og öllu. „Rúði hann og ruplaði” Eftir að Guðmundur ríki hvarf af sjónar- sviðinu stóð Bjöm Þorleifsson með pálmann í höndunum. Eins og áður er rakið var hann kominn af mikilli valda- og eignaætt og ekki er hægt að segja annað en að hann hafi hlotið gott vega- nesti fýrir lífsbaráttuna. Þegar hann var ungur maður gaf amma hans, Solveig Þorsteinsdóttir, honum Vatnsfjörð.28 Um svipað leyti var honum einnig gefin jörð- in Vatnsdalur í Rauðasandshreppi.29 Ljóst er að mikils hefúr verið vænst af þessum unga manni. Hér kemur fram eitt af því sem átti eftir að einkenna Bjöm, sem sé miklir hæfileikar hans til að afla sér fjár með einum eða öðmm hætti. Eignasöfnun Bjöms hélt áfram en þar skipti mestu máh að hann náði forræði yfir eignum Guðmundar Arasonar. Aðrir urðu til að gera tilkall til þessara eigna en þeirri baráttu lauk með fullum sigri Bjöms. Sumarið 1462 greiddi hann kónginum þá 400 nobila sem Guðmundur hafði átt að greiða 1446 og fekk eftir það óskoraðan ráðstöfunarrétt yfir öllum eignum Guðmundar.” Bjöm hefur ekki verið minni yfir- gangsmaður en Guðmundur. Árið 1448 var honum falin umsjón með Skálholts- stað sem hann hafði næstu árin. Þetta vald sitt misnotaði hann gersamlega og hegðaði sér eins og versti ribbaldi. Er sagt að hann hafi gjört „sér dælt við Skálholts stað, tók undir sig stólinn og hans eigur, ... enn rúði hann og ruplaði eftir gimd sinni”.11 Enn fremur er sagt að Bjöm og Þorleifur, sonur hans, hafi farið offari bæði í Skálholti og að klaustrinu á Helga- felli, eytt og spennt peningum staðanna.12 Gaf Heinrekur erkibiskup í Niðarósi Gottskálk biskupi „fulla makt til að reka Bjöm burt af Skálholti, og krefja af honum reikningskap allrar rentu og inn- tektar Skálholts kirkju frá því Goðsvin biskup dó, en sé Björn mótþróanlegur þessu í nokkm, þá skuli Gottskálk biskup bannfæra (hann).”11 Þrátt fýrir ávítur erkibiskupsins í Niðarósi virðist Bjöm ekki hafa glatað konungshylli og hann komst fljótt aftur í náðina hjá Gott- skálki Hólabiskupi. Hann hefur senni- lega verið einn af forvígismönnum Lönguréttarbótar ásamt Torfa hirðstjóra Arasyni og á allan hátt reyndi hann að gera veg kóngsins sem mestan hér á landi. Nýtti Björn hylli konungs til að sanka að sér völdum. Hann varð hirðstjóri á öllu landinu eftir lát Torfa Arasonar 1459 og hafði áður haft hirðstjóm i hluta landsins. Sama ár vann danska konungs- valdið lokasigur á sjálfstæðisbrölti innlendra ráðamanna þegar Teitur Gunnlaugsson, seinastur íslenskra höfð- ingja, lofaði Bimi með handabandi að við- urkenna Kristján I „fýrir sinn réttan Noregs kóng.”14 Veldi Bjöms náði hámarki eftir að hann náði endanlega undir sig eigum Guðmundar ríka 1462. Jarðasöfnun hans færðist i aukana og hann varð alls ráðandi SAGNIR 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.