Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 7

Sagnir - 01.06.1995, Blaðsíða 7
Germania, anno zero (Þýskaland, árið núll) nefnist kvikmynd sem ítalski leikstjórinn Roberto Rossellini gerði árið Í947 ogfjallar um lífið í Berlín að lokinni síðari heimsstyrjöld. Rossellini var í fylkingarbrjósti þeirra leikstjóra sem stóðu að endurreisn ítalskrar kvikmyndagerðar en hún fólst einkum í því sem kallað var „nýja raunsæið“. Italskar kvikmyndir voru fyriferðarmiklar á bíómarkaði heimsins eftir stríðið. Þjóðverjar voru vart farnir úr Rómaborg árið 1944 þegar leiftursókn ítala á kvikmyndasviðinu hófst. Rossellini reið á vaðið árið Í945 með Roma, cittá aperta (Róm, opin borg). Hver myndin rak síðan aðra. Nýja raunsæiskvikmyndin horfðist á miskunnarlausan hátt í augu við þann veruleika sem við blasti í Evrópu að styijöld lokinni og leikstjóramir lögðu sig fram um að takast á við vanda samtíð- arinnar. Vonbrigði, öryggisleysi og svartsýni hinna stríðshijáðu Evrópuþjóða voru túlkuð á nærgöngulan hátt og fjall- að var af hreinskilni og samúð um óbreytt fólk, vandamál þess og örlög. Nakinn og grímulaus veruleikinn var tekinn til tafarlausrar krufningar og fáum virtist jafn vel gefið að tjá auðnina og tómið eftir hildarleik heimsstyijaldarinn- ar og Itölum. Italska endurreisnin í kvikmyndagerð fékk hljómgrunn meðal þjóðanna, í það minnsta fóru kvikmyndimar sigurför um flest ríki Evrópu og sumar slógu jafn- framt í gegn í Bandaríkjunum.1 Fleiri listgreinar túlkuðu þann vanda sem þjóð- ir Evrópu áttu við að etja að lokinni heimsstyrjöld og slógu á svipaða strengi og gert var i kvikmyndunum en bíó- myndirnar náðu þó til flestra. „Kvik- myndir Roberto Rossellinis og félaga hans eru myndirnar um vora tima,“ var ritað í íslenskt tímarit árið 1949.2 Nýraunsæið og íslendingar Roberto Rossellini valdi árið „núll“ svo sannarlega ekki af handahófi þegar hann gerði Berlínarmyndina árið 1947. Að síðari heimsstyijöldinni lokinni stóðu stríðshraktar þjóðir Evrópu á tímamót- um. Raunar urðu straumhvörf í allri £f- unni árið 1945. Fá ríki vora þó jafn gjör- samlega í rúst í lok stríðsins og Þýska- land. Þar áttu margir fullt í fangi með að hafa í sig og á. Ofá ríki önnur áttu við erfiðleika að glíma. Fyrir mörgum þjóð- um Evrópu táknaði árið 1945 að vissu leyti árið „núll“.3 Heimurinn var breyttur. Nasisminn hafði verið brotinn á bak aftur en her- kostnaðurinn var gifurlegur. Milljónum mannslífa hafði verið fórnað, fjölmargar borgir jafnaðar við jörðu. Sársaukinn var víða ómælanlegur. Þjóðir heims stóðu andspænis nýafstöðnum hildarleik en ekki dugði að leggja árar í bát. Evrópa varð að rísa úr öskustónni. Hefjast þurfti handa um endurreisn álfunnar þrátt fýrir örvæntingu og erfiðleika, en hún var ekki með öllu þrautalaus. Evrópubúar stóðu þó ekki einir að uppbyggingu álf- unnar. Risinn í vestri - Bandaríkjamenn — studdi þá dyggilega og í austrí bjó ann- ar jötunn — Sovétríkin. Ekki leið á löngu uns risaveldin tvö höfðu meiri eða minni áhrif á líf og starf Evrópumanna, það í austri með afgerandi hætti. Sovétmenn sögðu flest riki Austur-Evrópu tilheyra áhrifasvæði sínu og töldu sig geta ráðið þar gangi mála að mestu eftir eigin höfði. Jámtjaldið féll. A rústum álfunnar varð til ný heimsmynd. En skuggi fortíðarinnar hvíldi á Evrópu eins og mara eftir heims- styijöldina. Kvikmyndagerðarmennirnir skynjuðu þjáningar þess fólks sem hafði orðið að þola raun stríðsins og búa við það hugarvíl sem því fylgdi. Ibúar hinna stríðshgáðu samfélaga hópuðust í bíó- húsin til að beija kvikmyndimar augum. „Nýja raunsæismyndin" var skuggsjá tímans. Reykjavik var gluggi Islendinga að umheiminum um miðja 20. öld. Þar námu erlendir menningantraumar yfir- leitt fyrst land. Kvikmyndahúsin vora með öflugustu boðberam útlendra áhrifa í höfuðstað Islands. Þangað flykktust bæjarbúar tugþúsundum saman á ári hveiju og teyguðu í sig kvikmyndimar. Hins vegar virtust Reykvíkingar lítt hrifnir af nýju ítölsku raunsæismyndun- um. I það minnsta bar ekki mikið á áhuga þeirra í þau fáu skipti sem þær vora sýndar í reykvískum bíóhúsum. Þegar Róm, opin borg hafði farið sigurför um heiminn barst hún til Islands en þar var henni fálega tekið og sýnd við fremur dræmar undirtektir.4 Vitaskuld fóru Islendingar ekki var- hluta af síðari heimsstyijöldinni en hafi „nýtt tímatal" tekið gildi í hugurn margra Evrópumanna þegar stríðinu lauk urðu fremur skeiðskipti á Islandi fimm áram fyrr eða við hernám landsins vorið 1940. Hernám Breta og síðan hervernd Bandaríkjamanna 1941 gjörbreytti stöðu landsins út á við og innanlands fór samfé- lagið á fleygiferð. Örlög Islendinga urðu önnur en flestra annarra Evrópuþjóða og vart sambærileg við þau því Islendingar högnuðust vel á stríðsárunum, meiri auður safnaðist í landinu en nokkra sinni fýrr. Þannig hafði stríðið umtalsverð áhrif á Islandi engu síður en í öðrum Evrópulöndum þótt skilyrði væra þar talsvert önnur. Færi gafst á að hefja gagngera uppbygg- ingu á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins þótt vissulega væri við margvíslegan vanda að etja. „Nýja Island" þurfti að byggja en gleði og bjartsýni sátu fremur i fýrirrúmi í hugskoti Islendinga en auðnin og erfiðleikarnir sem ítölsku nýraunsæis- mennimir gerðu að yrkisefni í sínum myndum. Líklega hefur það verið ein ástæða þess að ítalskar myndir gerðu stuttan stans í bíóhúsum á Islandi fýrst eftir seinna stríð. Aðrar myndir en þær sem komu frá Bandaríkjunum eða Bretlandi áttu einnig örðugt uppdráttar eftir stríð, t.d. rússn- eskar og danskar kvikmyndir.5 Þeir sem ekki vildu missa af slíkum myndum urðu að vera fótfráir og geysast í bíó, helst á frumsýningu, ef þeir vildu vera öraggir um að sjá þær. Annars var viðbúið að þeir gripu í tómt. Þeir sem höfðu lítinn áhuga á þess konar myndum höfðu úr nógu að moða en líkt og löngum fýrr og SAGNIR 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.