Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 50

Sagnir - 01.06.1996, Blaðsíða 50
. .Qa<3.f.i.n.nub. .S.vmbj.ö.r n.§.?.q.n . Lúövík Bonaparte tókst að notfæra sér kænlega goösögnina um Napóleon og komst til valda, fyrst sem forseti 1848 og síöar sem keisari 1852. einnig í Kommúnistaávarpinu. Niðurstaða hans í hinum sagnfræðilegu textum er sú að byltingarósigrarnir hafi einungis verið endalok þeirra aukaatriða sem gengu á undan byltingunni og voru „... mótuð af þjóðfélagsaðstæðum, þar sem ekki höfðu enn þróazt skarpar stéttaandstæður ...“5^ Marx telur framfarir byltingarinnar fólgnar í „... sköpun sameinaðrar, vold- ugrar gagnbyltingarfylkingar, í sköpun slíks andstæðings, að fyrst í ljósi bar- áttunnar við hann þroskaðist uppreisn- arflokkurinn í raunverulegan byltingar- flokk."53 Júníósigurinn var því fyrst og fremst þáttur í sigurgöngu byltingar- innar, „... skapaði öll skilyrði fyrir því að Frakkland tæki forustuna í evrópskri byltingu."54 Þessi orð Marx eru með endemum, ekki sist fyrir þá sök að vafa er undir- orpið hvort hann hafi yfirleitt náð til verkamanna. Marx höfðaði mun fremur til menntamanna og þar af leiðandi má efast um hversu djúpum rótum marxísk söguskoðun stendur í veruleika 19. ald- ar. Fræðimenn telja að stéttahugtakið hafi ekki verið almenningi hugleikið.55 Geta stéttir verið til staðar án þess að nokkur viti af því? Marx svarar því neitandi. Auk þess má benda á að hinn svokallaði „industrial proletariat" var einungis einn tíundi hluti vinnandi manna í Bretlandi á tímum Marx og jafnvel enn minna hlutfall í Þýskalandi 1848.56 Það er freistandi að draga þá ályktun að „stétt" sé nokkuð sem Marx, á vissan hátt, ímyndaði sér, rökfræðileg afleiðsla, en ekki niðurstaða reynslu- athugunar. I þessum efnum er rétt að stíga varlega til jarðar, því ef svo er, þá er fótum kippt undan þeirri sannfæringu Marx að söguleg efnishyggja og stétta- kenning séu ein heild. Þrátt fyrir að þeir frumtextar sem hér er fengist við kallist á varðandi stéttahugtakið þá er reyndin sú að Marx fjallaði ekki mikið um stéttahugtakið og var engan veginn sam- kvæmur sjálfum sér í þeirri umfjöllun. Hugtakið virðist gegna töfrahlutverki í kennilegri greiningu og það er, á stundum, nær lagi að líta á kenningu hans um borgarastéttina sem greiningu á mannlegu eðli fremur en félagslegum veru- lcika. Annar varnagli er e.t.v. mikilvægari. Sú áhersla sem Marx leggur á fjandskap stéttanna er varhuga- verð. Samskipti stétta einkennast ekki ávallt af baráttu. Arðrán getur átt sér stað á fleiri en einn veg og gefur það til kynna að þjóðfélag er grundvallað á fjölbreyti- legum eignaformum og margþættri stéttauppbyggingu þar sem það er ekki einungis ein stétt sem arðrænir aðra. I slíkum tilfellum er engin grund- vallardeila milli ólíkra arðrændra stétta. Þær stéttir eru mögulegir bandamenn Það er freistandi að draga þá ályktun að „stétt“ sé nokkuð sem Marx, á vissan hátt, ímyndaði sér, rökfræðileg afleiðsla, en ekki niðurstaða reynsluathugunar. í þessum efnum er rétt að stíga varlega til jarðar, því ef svo er, þá er fótum kippt undan þeirri sannfæringu Marx að söguleg efnishyggja og stéttakenning séu ein heild. Sagnir 1996 - 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.