Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 79

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 79
leitar á handritasöfnum. Þessi atriði má telja líkleg sem hindr- anir fyrir notkun á persónulegum heimildum. Með fjölgun í íslenskri sagnfræðingastétt og nýjum áherslum innan fræðanna hefur viðfangsefnunum hins vegar fjölgað á síð- ustu árum. Sagnfræðingar leiða nú oft hugann að viðfangs- efnum sem krefjast stuðnings við persónulegar heimildir. Þessi þróun hefur ekki einskorðast við sagnfræðina, heldur einnig innan félagsvísinda, þar sem eigindleg (e. qualitative) aðferðar- fræði hefur rutt sér til rúms sem viðurkennd rannsóknaraðferð á síðustu 20 árum eða svo. Þar er einkum unnið með sjónarhorn einstaklinga sem notuð eru til að gefa viðfangsefninu ákveðna dýpt og draga fram atriði sem eru illfáanleg með megindlegum (e. quantitative) (tölfræðilegum) aðferðum. Hverja telur þú helstu kosti og galla persónulegra heimilda? Kostirnir felast fyrst og fremst í því að persónulegar heimildir veita aðgang að viðhorfi og daglegu lífi fólks frá fyrstu hendi. Slíkar heimildir hljóta að vera kærkomin viðbót við aðra heim- ildaflokka sagnfræðinga, enda eru þær samtímaheimildir sem bjóða oft upp á nálægð við atburði eða tíðaranda sem erfitt er að afla öðruvísi. Heimildirnar veita jafnframt ákveðna dýpt við sagnfræðirannsóknir. Taka má sem dæmi rannsóknir Erlu Huldu Halldórsdóttur. Hún nýtti bréf kvenna frá 19. öld til að kanna frelsishugmyndir þeirra og viðhorf en sú rannsókn veitir dýpri sýn á þróun kvenréttinda hér á landi frekar en ef einungis er litið á formlega þróun þeirra, til dæmis lagasetningar og um- ræður á Alþingi. Heimildaval Erlu þarf ekki að koma á óvart, því að viðhorf kvenna á 19. öld komu sjaldan fram á opinberum vettvangi en það er einmitt kostur persónulegra heimilda. Innan þeirra má finna viðhorf einstaklinga sem ekki hafa skilið eftir sig spor í prentuðu máli. Viðhorf óþekkts alþýðufólks kemur þannig oft fram í bréfum og dagbókum, viðhorf sem hafa ekki varðveist á öðrum vettvangi. Helsti galli persónulegra heimilda er sá, hve vandmeðfarnar þær eru, enda lúta þær engum formlegum reglum ólíkt mörgum öðrum heimildaflokkum. Sagnfræðingur sem vinnur með persónulegar heimildir þarf sífellt að spyrja sig hvað hann sé með í höndunum. Þannig getur oft verið erfitt að merkja ákveðnar lífsskoðanir í persónulegum heimildum. Dagbókar- höfundur getur verið afar íhaldssamur á einu sviði en haldið á lofti mjög framsæknum hugmyndum á öðrum og jafnframt skipt um skoðun á ákveðnum málefnum síðar á ævinni. Bréf- ritari getur einnig gefið fegraða mynd af sér í bréfum sínum, enda eru bréf ólík dagbókum að því leyti að bréf eru í raun sam- skipti tveggja einstaklinga. Annar galli persónulegra heimilda felst í alhæfingargildi þeirra. Oft er erfitt að alhæfa um ákveðið viðhorf meðal heild- arinnar út frá því sem kemur fram í dagbókarfærslu eða í sendi- bréfi einstaklings. Vissulega er það galli ef ætlunin er að nota persónulegar heimildir á þann hátt. En það er jafnframt ein- kennilegt ef sópa á slíkum viðhorfum - slíkum staðreyndum - til hliðar, því þannig er verið að draga úr fjölbreytileika sam- félagsins og draga upp ofureinfalda mynd af fortíðinni, nokkurs konar meðaltalsmynd. f staðinn ætti að vera hægt að tengja persónulegar heimildir við stærri heildir og vinna með þau við- horf sem þar spila á milli. Telur þú nauðsynlegt að vekja athygli almennings á frumheim- ildum eða persónulegum heimildum með útgáfu bókaflokksins? Ég tel að útgáfa á persónulegum heimildum veiti nýtt og jafn- framt persónulegt sjónarhorn á söguna og auki þannig áhuga almennings á sögulegum efnum. Persónulegar heimildir gefa les- endum tækifæri til að setja sig í spor einstaklings frá liðnum tíma og upplifa atburði og tíðaranda út frá sjónarhóli hans. Þannig er til dæmis áhugavert að lesa dagbókar- færslur um lífið í Reykjavík á síðari hluta nítjándu aldar eða bréf sem segja frá ferðum fólks til Vestur- heims - hvort tveggja hefur verið gefið út. Það er hins vegar nauðsynlegt að líta ekki á persónulegar heim- ildir sem einungis áhugaverðan skemmtilestur, heldur einnig sem mikilvægar heimildir í sagnfræðirann- sóknum, einkum við viðhorfsrannsóknir. Til þess að auka notkun á persónulegum heim- ildum þarf að koma þeim á prent og vekja þannig áhuga á því mikla magni sem varðveitt er í skjala- söfnum hér á landi. Útgáfa á persónulegum heim- ildum hér á landi hefur hins vegar verið afar lítil. Það er einna helst Finnur Sigmundsson landsbókavörður sem hefur staðið fyrir slíkri útgáfu en hann gaf út bókaflokk á árunum 1957-1966 er hefur að geyma sendibréf frá 19. öld. í gegnum árin hefur ótal sinnum verið vísað í bréf sem þessar bækur hafa að geyma og í raun orðið tímabært að koma fleiri bréfum fram á sjónarsviðið og endurnýja þennan heimildaflokk. Því má bæta við að útgáfa á persónulegum heim- ildum vekur almenning ef til vill jafnframt til hugs- unar um mikilvægi persónulegra heimilda og varð- veislu þeirra. Gömul og gulnuð bréf er liggja undir skemmdum uppi á háalofti verða þannig vonandi betur varðveitt og það sama má segja um nýtil- komnar persónulegar heimildir - allt eru þetta mikil- vægir vitnisburðir um samtímann. 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.