Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 43

Sagnir - 01.06.2001, Blaðsíða 43
voru byggðar á hugmyndum Magnúsar, þ.e. að það væri brýnt að kynna fyrir íslenskum almúga hinar ýmsu leiðir sem þeim voru færar við að draga björg í bú úr íslenskri náttúru. Hér var m.a. vísað til fugla-, sela-, laxa- og silungaveiða, söfnunar og nýtingar á sölvum ásamt öðru ætilegu þangi sem og fjalla- grösum og kræklingum.8 Til þess að kynna hugmyndirnar fyrir íslendingum var Magnús Stephensen fenginn til þess að setja saman rit „om flere af disse Födemidlers Indsamling, Tilberedning og Nytte...“’ og ritinu var fengið hið þjála nafn: Hugvekia til gódra innbúa á íslandi ad bón konúngl. tilskipadrar commissiónar til yfirvegunar íslands nauðþurftar og skyldi dreift meðal íslendinga þeim að kostnaðarlausu.10 Af ofangreindu má öllum vera ljóst að íslenskir fyrirmenn ásamt stjórninni í Danmörku voru allir af vilja gerðir að aðstoða íslendinga að tryggja sér lífsviðurværi. Ráðleggingar þeirra gengu fyrst og fremst út á auknar land- og sjávarnytjar að ógleymdum hvatningarorðum í þá veru að íslendingar skyldu gæta hófs og sparnaðar á styrjaldarárunum, eða líkt og Friðrik 6. komst að orðum þá var það hans „hjartans ósk að sparnaður verdi allstadar heidradur medal vorra þegna.““ Þorkell Jóhannesson benti réttilega á að þetta mátti „kallast grátbrosleg ráðstöfun til bjargræðis hungruðum lýð.“12 En íslenskir embætt- ismenn kunnu engin betri ráð. Sem dæmi má nefna að jafnóðum og fregnirnar af íhlutun Dana í styrjöldinni í Evrópu bárust til íslands varaði Stefán Stephensen, amtmaðurinn í Vesturamtinu, íbúa á Vesturlandi við því að þeir yrðu að spara innkaupin á erlendum varningi.13 Ekki er hægt að gera ráð fyrir öðru en að aðrir íslenskir embættismenn hafi slegið á svipaða strengi og áminnt íbúa landsins um sparnað. Friðrik 6. krafðist þess meira að segja, af konunglegum náðargáfum, að þegnar hans á íslandi af hvörju tveggja kyni...ástundi ...sparsemi yfirhöfuð. Og einkanlega í klædaburði, sem nú yfirstandandi styrjaldar tíd gjörir nauðsynlega, og hagnýti svo innlendskar handydna- og konst- vörur... 14 Hafi boðskapur fyrirmanna og stjórnvalda um sparnað verið grátbrosleg ráðstöfun til þess að bjarga hungurmorða íslend- ingum, þá var þessi fyrirskipun konungs grátleg. Magnús Stephensen virðist meira að segja hafa séð ástæðu til þess að útskýra aðeins betur konunglegu tilskipunina í auglýsingu sem hann lét fylgja með ofangreindri kröfu konungs. Magnús útfærði konunglegu tilskipunina þannig að hún ætti ekki aðeins við um fatnað heldur um allan erlendan missanlegan varning og óþarfa glingur.15 Þrátt fyrir viðvarandi skort og langvarandi hallæri fór fólks- fjöldinn á íslandi vaxandi á tímabilinu frá árinu 1806 til 1810.16 Það vakti reyndar furðu Jóns Espólíns hvað mönnum tókst að þrauka á þessum árum sem einkenndust af skorti, þar sem saman fór fisk- og matvöruleysi ásamt lélegri grastekju. Eða líkt og Jón Espólín skrifaði sjálfur þá var það undri líkast „hve menn héldust vid vídast, ok at heldr fjölgadi fólk en fækkadi; olli því miklu betri hagsýni manna en fyrr hafdi verit...11.1 Af orðum Espólíns mætti ætla að íslendingar hafi fljótlega farið að tileinka sér fyrirskipanir stjórnarinnar um sparnað og hagnýt- ingu náttúrugæðanna; íslendingar voru orðnir hagsýnir. „Nú uróum við aö reyna aö treina rúginn og grjónin..." En hvernig var ástandið á íslandi eftir að kaupskipin höfðu ver- ið tekin af Bretum? Englendingurinn Henry Holland sem var hér á ferð sumarið 1810 varð þess áskynja að kjör fyrirmanna og fá- tæklinga voru ekki hin sömu. Heimboðin hjá Ólafi Stephensen í Viðey voru almennt eftirminnilega myndarleg18 og í matarboði á heimili Bjarna Sívertsens kaupmanns, sem hafði bersýnilega haft vistir með sér frá Englandi,19 var aðbúnaðurinn til fyrirmyndar. The dinner, which was served up with the utmost neatness, consisted of a large dish of hashed mutton, accompanied by London porter - and pancakes; the latter manu- factured with all due dexterity, and having the very valuable addition of currants to their substance. We slept in beds of Eider down - washed ourselves with Windsor Soap, and in short enjoyed luxuries, which we had no previous conception could be possessed by travellers in Iceland.20 En ekki er hægt að gera ráð fyrir því að Holland hefði drukkið Lundúnabjór eða þvegið sér úr Windsor sápu ef hann hefði dvalið á landinu sumarið 1808 þegar aðeins eitt kaupskip kom til landsins. Þá var neyðin ennþá stærri „og bætti þad ekki lítid á matvöruskort íslendinga, þar ed ekkert fékkst í kaup- stödum, jafnvel ekki ádur en kaupförin fóru burtu haustid adur, eda 1807.“21 Heimili Bjarna Sívertsen, næst á myndinni, þar sem hið myndarlega heimboð fór fram. Gyða Thorlacius neitaði sér um „danskan" mat þegar hún frétti af ógöngum íslenska kaupskipaflot- ans og óljóst var um skipakomur í náinni framtíð.22 Hún hafði greinilega reitt sig á allskyns innfluttan varning í búskap sínum. Birgðirnar voru engu að síður afar rýrar á heimili Thorlaciushjónanna á vor- dögunum árið 1808: „Við áttum ekkert te, lítið eitt af kaffi, fáein pund af sykri og agnar-ögn af lyfjum.“23 Þess vegna ætti engum að koma á óvart að íslendingar kviðu framtíðinni. „Nú urðum við að reyna að treina rúginn og grjónin, sem við áttum raunar af skornum skammti,“ útskýrði Gyða í endur- minningum sínum, „svo að það gæti enzt, þangað til skip kæmi frá Danmörku með nýjar birgðir, en það gat nú átt langt í Iand, eins og á stóð.“ 24 Skipasiglingar til landsins voru ekki úr sögunni þrátt fyrir hafnbannið og að „[hjerjans Dísir [hrelldu] vor Norðurlönd“, líkt og Magnús Stephen- sen komst að orðum í hugvekju sinni til íslendinga.25 En líkt og sjá má á mynd 1 varð verulegur samdráttur á siglingum kaupskipa til íslands á næstu árum. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.