Ný dagsbrún - 01.01.1977, Side 3

Ný dagsbrún - 01.01.1977, Side 3
JANÚAR 1977 Ní DAGSBRtJN 3 Samþykktir 18. þings Siálfsbjargar I nóvemberblaði Nd. var sagt frá 18. þingi Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra, sem haldið var í október í haust. Jafnframt var því heitið að getið skyldi helstu samþykkta þingsins, en af því hefur ekki orðið fyrr en nú. Segja má að sá dráttur hafi ekki komið að sök, því vitanlega eru mál þau, sem samþykktirnar fjalla um óleyst enn. Eftirtaldir menn eru í stjórn Sjálfsbjargar: Formaður Theodór A Jónsson, Reykjavík. Varaformaður Sigursveinn D. Kristinsson, Reykjavík. Gjaldkeri Eiríkur Einarsson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Friðrik Ársæll Magnússon, Suðurnesjum, Sigurður Guðmundsson, Rvík. Þóra Þórisdóttir, Neskaupst. Lárus Kr. Jónsson, Stykkish. Sigurður Jónsson, Akranesi. Sigurður Sigurðsson, Húsavík. Margrét Halldórsdóttir, tsaf. Jóhann Kristjánsson, Bolung- arvík. Hildur Jónsdóttir, Vestm.eyj. Þórður Jóhannsson, Ámess. Heiðrún Steingrímsdóttir, Akureyri. Lára Angantýsdóttri, Sauðárk. Hulda Steinsdóttir, Sigluf. Fimm efstu menn mynda framkvæmdastjórn. Framkvæmdastjóri er Trausti Sigurlaugsson. TRYGGINGAMÁL 1. örorkulífeyrir einstaklinga að viðbættri tekjutryggingu verði ekki lægri en sem svar- 80 prósent af almennu dag- vinnukaupi. 2. örorkulífeyrir einstaklinga án tekjutryggingar verði ekki lægri en sem svarar 40 prósent af almennu dagvinnukaupi. 3. Með skírskotun til 78. greinar laga um almannatrygg- ingar krefst þingið þess, að breytingar á upphæðum bóta verði gerðar samtímis breyt- ingum á kaupi í almennri verkamannavinnu. 4. Úr frumvarpi til laga, um breytingu á Iögum nr. 67-1971 um almannatryggingar sbr. lög nr. 112/1972 og nr. 62/1974. 1. gr. 50. síðasta málsgrein orðist svo: „Ef elli- örorku- eða ekkju- lífeyrisþegi dvelst lengur en einn mánuð á stofnun, þar sem sjúkratryggingar greiða fyrir hann, fellur lífeyrir hans niður, ef vistin hefur verið lengri en 4 mánuðir undan- farandi 24 mán Heimilt er þó tryggingaráði að víkja frá þessum takmörkum er sér- staklega stendur á. Sé dvölin ekki greidd að fullu, er heim- ilt að greiða lífeyri, allt að því, sem vantar. Ef hlutað- eigandi er algerlega tekjulaus. skal Tryggingastofnunin greiða honum sjálfum 25 prósent lág- marksbóta. Heimilt skal Trygg- ingastofnuninni að hækka bæt- ur þessar í allt að 50 prósent lífeyris, enda telji viðkomandi stofnun það nauðsynlegt mið- að við þarfir umsækjanda á stofnuninni. Hafi bótaþegi tekjur, sem þó eru undir 50 prósent lífeyris, skal Trygg- ingastofnuninni og heimilt að greiða mismun þeirra tekna annarsvegar og 50 prósent lífeyris, hinsvegar, að fenginni tillögu hlutaðeigandi stofnun- ar. 5. Þingið skorar á Heilbrigð- is- og Tryggingamálaráðuneyt- ið að hlutast til um að sjúkra- tryggingar greiði að fullu læknishjálp lífeyrisþega, sem dveljá' i' heimahúsum. 6. Þingið telur fyllilega tíma- bært, að tryggingakerfið verði gert sveigjanlegra en verið hefur, til dærnis með því, að opnaðir verði möguleikar fyr- ir lífeyrisþega til að fá lán hjá Tryggingastofnun ríkisins til lagfæringa eða kaupa á eigin húsnæði. 7. Endurskoðuð verði 12 gr. almannatryggingarlaga varð- andi örorkumat, þannig að breytt verði tekjuviðmiðun greinarinnar. 8. Þingið telur nauðsynlegt, að allir þjóðfélagsþegnar verði slysatryggðir hvort heldur þeir eru í starfi eða ekki og án tillits til aldurs. 9. Þingið skorar á Alþingi að hraða setningu löggjafar um sérstakan tryggingadóm- stól samkv. 6. grein almanna- tryggingarlaganna. 10. Þingið skorar á Heil- brigðis- og Tryggingamálaráðu- neytið að hraða könnun fram- færslukostnaðar, sem fram átti að fara á þess vegum, samkv. lögum nr. 13 frá 23. maí 1975. 11. Þingið skorar á Fjár- málaráðuneytið, að fella niður tolla og skatta af öllum hjálp- artækjum fatlaðra. 12. Þingið bendir á þá herfi- legu afturför að lífeyrisþegar þurfi að greiða sjúkratrygg- ingagjöld og telur að bráða- birgðalög nr. 95/1976 séu mis- tök, sem beri að leiðrétta 13. Þingið lítur svo á, að hjón eigi að fá greiddan líf- eyri, sem samsvarar lífeyri tveggja einstaklinga. 14. Þingið telur að eitt að- alverkefni félagsdeildanna sé að afla sér upplýsinga um bótarétt félaga og gæta þess að einstaklingar noti allan rétt sem þeim ber. 15. Þingið beinir því til Tryggingastofnunar ríkisins að rýmkuð verði nú þegar á- kvæði um niðurgreiðslu á skóm fyrir fatlaða. 16. Að barnalífeyrir verði greiddur með börnum örorku- lífeyrisþega þótt börnin eigi ekki lögheimili hér á landi. ATVINNUMÁL 1. Þar sem fólki, sem býr við skerta starfsorku, hefir reynst erfitt að fá atvinnu við sitt hæfi, hefir reynslan orðið sú, að það hefr neyðst til að eyða ævi sinni atvinnulaust, heima eða á stofnunum, sem óneit- anlega verður þjóðinni dýrara heldur en ef þessum hópi væri gert kleift, að komast út í at- vinnulífið og leggja sitt að mörkum í uppbyggingu þjóð- félagsins og þjóðarbúsins. Þingið álítur því að leysa þurfi atvinnumál þessa hóps hið bráðasta og leggur þessar til- lögur til grundvallar. 2. Þingið beinir þeirri áskor- un til ríkis og sveitarfélaga, að þau taki upp samþvkkt borgarráðs Reykjavíkur frá 18/3 1976, um skipulagða, sér- hæfða vinnumiðlun fyrir ör- yrkja, þar sem mikið skort- ir á, að fólk með skerta vinnugetu eigi kost á störf- um við sitt hæfi. Viljum við leggja sérstaka áherslu á, að þeir sem annast mannaráðn- ingar hjá fyrrgreindum aðil- um sjái jafnan um, að til- tekinn fjöldi öryrkja (fatl- aðra), sé í vinnu á vegum þeirra og sjái til þess, að þeir fullnægi á sómasamlegan hátt því ákvæði í lögum um endurhæfingu, að þeir sem notið hafa endurhæfingar, eigi forgangsrétt til atvinnu hjá ríki og bæjarfélögum. 3. Að marggefnu tilfeni ber að ítreka til Arkitektafélags íslands, að við hönnun ný- bygginga, svo sem atvinnu- og þjónustubygginga, sé gert ráð fyrir að fatlað fólk eigi greið- an aðgang um. Sérstaklega ber að athuga snyrtiherbergi og dyrabreidd. 4. Þingið beinir þeirri áskor- un til Endurhæfingarráðs, að það hefji tafarlaust aukna kynningu á atvinnumálum ör- yrkja, (fatlaðra) f samvinnu við Sjálfsbjörg í fjölmiðlum. Einnig komi mjög til greina, að gefin væri út bæklingur um endurhæfingarlögin í svipuðu formi og kynningarbæklingar Tryggingastofnunar ríkisins. 5. Þeim hópi fatlaðs fólks, sem ekki getur fengið at- vinnu á almennum vinnumark- aði þarf að skapa skilyrði til vinnu á vernduðum vinnustöð- um. Á vegum öryrkjafélaganna í landinu eru reknar nokkrar vinnustofur, sem veita litlum hluta þessa fólks atvinnu. Gera þarf stórt átak til þess að fjölga vemduðum vinnu- stöðum. Leggur þingið áherslu á að vinnustofu landssam- bandsins verði veitt nauðsyn- leg fjármagnsfyrirgreiðsla til þess að hún geti hafið störf sem fyrst. FÉLAGSMÁL llrdráttur 1. Landssambandið haldi á- fram að styrkja fólks til náms í sjúkraþjálfun og öðru því námi, er snertir endurhæfingu, enda njóti það starfskrafta þess að námi loknu, eftir sam- komulagi. Styrkurinn verði að öðrum kosti endurgreiddur með venjulegum útlánsvöxt- um. 2. Þingið hvetur tmgt fólk til aukinna félagsstarfa. 3. Þingið skorar á fram- kvæmdastjórn að útvega jarð- næði undir sumarbústaði og kanna jafnframt kaup á til- búnum húsum . 4. Framkvæmdastjórn og stjómir allra félaganna sjái um, að alþjóðadagur fatlaðra verði hátíðlegur haldinn ár hvert, til þess að minna á sam- tökin. Framkvæmdastjórn gangist fyrir gerð útvarpsþátt- ar á hverjum alþjóðadegi fatlaðra. 5. Framkvæmdastjóm leiti í samráði við félagsdeildir, til sveitarfélaga, eftir ferðaþjón- ustu fyrir fatlaða lífeyrisþega, sem ekki geta notað almenn- ingsfarartæki. Félagsdeildir skipi nefnd, sem fylgist með skipulagi bygginga og svæða utanhúss, með tilliti til fatlaðra. Jafn- framt em allir Sjálfsbjargar- félagar hvattir til að vera á verði og koma með ábending- ar til nefndanna á hverjum stað. Nefndirnar hafi sam- vinnu við ferlinefnd. (Ferlinefnd er skipuð þremur mönnum, fulltrúum Öryrkja- bandalagsins, Sjálfsbjargar og Endurhæfingarráðs, en hún hefur það hlutverk að merkja aðgengilegar byggingar al- þjóðamerki fatlaðra, og leita eftir lagfæringum, þar sem þess er kostur). 7. Þingið minnir stjórnvöld á tillögur Norðurlandaráðs um hönnun bygginga og úti- vistarsvæða, samanber bækl- ing Norðurlandaráðs, NKB nr. 19 um það efni. 8. Komið verði á dans- kennslu fyrir fatlaða. Sam- komuhús þau, sem merkt em alþjóðamerki fatlaðra, verði notuð til skemmtanahalds samtakanna að öðra jöfnu. 9. Þingið hvetur fatlaða til þess að sækja almenn félags- málanámskeið og telur æski- legt að félagsdeildir veiti félög- um sínum styrk til þátttöku. Þingið beinir þeirri ósk til ferlinefndar, að hún hlutist til um, að hjólastólar og burðar- setur séu á öllum flugvöllum, söfnum, sundstöðum, stór- verslunum og hliðstæðum stöð- um. 11. Athugaðir verði mögu- leikar á húshjálp fyrir fatlaða, þeim að kostnaðarlitlu. 12. Framfylgt verði heimild í lögum um niðurfellingu af- notagjalda af síma til tekju- lausra elli- og örorkulífeyris- þega. Þingið skorar jafnframt á ráðherra, að hann hlutist til um, að símaþjónustan um land allt verði bætt. Víðast hvar um landið em símstöðvar að- eins opnar hluta úr degi og á mörgum stöðum engar neyð- arstöðvar. 13. Efnt verði til sumarmóts landssambandsins sumarið 1977. 14. Þingið mælir með því, að kr. 400 þúsund verði varið til kynningar- og áróðursstarf- semi árlega, meðal annars með því að skipuleggja kjmningar- heimsóknir f skóla. Einnig var gerð samþykkt um farartækjamái, sem birt verður i næsta biaði. LEIÐRÉTTING Á fjórðu síðu síðasta tölu- Laumuspil og blaðs — 1. tölublaðs 1977 — Kjarabarátta í millifyrirsögn stendur: á að vera: Launabil o.s.frv. VERKAMENN. Lesið Nýja dagsbrún. Gerist áskrifendur að Nýrri dagsbrún. NÝ DAGSBRÚN Pósthólf 314.

x

Ný dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.