Ný dagsbrún - 01.01.1977, Blaðsíða 4

Ný dagsbrún - 01.01.1977, Blaðsíða 4
135.000 2.268.000.000.- HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS _____________Tvö þúsund milljónk í . Vinningaskrá okkar hefur aldrei 9 á 2.000.000.— 18.000:000.— verið glæsilegri. Heildarfjárhæð 99 á 1.000,000.— 99.000.000.— vinningaerkr. 108 á 500.000.— 54.000.000.— 2.268.000,000.00, en meðal 108 á 200.000.— 21.600.000.— vinningsflokka eru m.a. 3.060 á 100.000.— 306.000.00Ó.— rúmlega þrjúþúsund spánýir 11.115 á 50.000,— 555.750.000.— 100-þúsund króna vinningar. 120.285 á 10.000.— 1.202.850.000.— Allir vinningar eru greiddir í 134.784 2.257.20Ö.000.— peningum. 216aukav. á 50.000.— 10.800.000.— NÝ DAGSBRÚN JANÚAR 1977 „La Passionaria" var frægt nafn á dögum spönsku borg- arastyrjaldarinnar fyrir um það bil 40 árum. Allir vissu að bak við það nafn var spænska byltingarhetjan Dol- ores Ibarruri, ímynd frelsis- baráttu spænskrar alþýðu þá og allar götur síðan. La Passi- onaria lifir enn í hárri elli, varð áttræð í desember. Dolores Ibarruri fæddist 9. desember 1895, áttunda í röð ellefu systkina. Faðir hennar var fátækur námumaður í baskahéraðinu. Þar voru járn- námur miklar sem drógu að sér erlent og innlent auðvald. Þar myndaðist því snemma stéttvís öreigalýður, sem hefur ætíð átt og á enn sterkan þátt í stéttabaráttu verkalýðs Spán- ar og þjóðemisbaráttu Baska. Dolores dreymdi í æsku að verða kennslukona til þess að komast hjá ömurlegum æfi- kjörum móður sinnar og annarra kvenna námumanna. Sá draumur gat ekki rætst sökum fátæktar. Tvítug að aldri giftist hún námumanni. Hann var virkur í stéttabar- áttunni og komst því snemma í kynni við fangelsi afturhalds- stjómarinnar. Dolores varð því oft að sjá sér og börnum sínum farborða ein síns liðs. Bömin urðu alls sex, en að- eins tveir synir náðu þroska- aldri. Hin dóu í fmmbernsku af afleiðingum skorts og van- næringar. Á þessum fyrstu erfiðleika- ámm varð Dolores íbarruri kommúnisti. Hún varð fulltrúi í þriðja landsfundi Kommún- istaflokks Spánar sem hald- inn var í Frakklandi 1928. Hún fór á laun, ásamt öðmm félaga, yfir PyreneafjöII, illa búin til slíkrar ferðar. Árið 1931 unnu lýðræðis- og vinstri öflin mikinn kosninga- sigur. Konungdæmið féll. Fjórða landsfundinn var því hægt að halda á Spáni á lög- legan hátt. En nýja stjómin var hálfvolg í baráttunni og sveik loforð sín. Afturhaldinu var gefið færi á að safna kröftum að nýju. Barátta flokksins gegn afturhaldinu var háð af hörku og Dolores hlífði sér hvergi. Hún ferðað- ist um allan Spán, hélt fundi og talaði baráttukjark í al- þýðuna. Öðm hvom var henni varpað í fangelsi. Hugsunin um börnin hennar tvö sem heima vom, kvaldi hana stöð- ugt Henni fannst hún hafa svikið þau. Hún tók því með fögnuði tilboði um að senda þau til Sovétríkjanna. Þangað fóm þau 1935 og ólust þar upp. Sonurinn Rubens varð flugmaður og féll í omstunni um Stalingrad. Árið 1936 hófst uppreisn aft- urhaldsins og hersins. Styrj- öldin stóð 32 mánuði og kost- aði eina miljón mannslífa. Auðvald og afturhald heims- ins studdi uppreisn afturhalds- ins, Frakkland og England með glæpsamlegri „hlutleysis"-pól- itík sinni, sem ma. olli því að» lýðræðisherinn skorti vopn og flest annað sem þurfti til bar- áttunnar, en fasistaríkið ítalía og nasistaríkið Þýskaland með beinni hernaðaríhlutun. Dolor- es var alltaf í fremstu víg- línu í baráttunni, hvort sem var heima eða erlendis og! talaði máli lýðræðisins og al- þýðunnar. Bréf nokkurt sem hún rit-' að syni sínum í október 1936 lýsir henni betur en langar j lýsingar, þessari miklu bar-1 áttukonu. Það hljóðar svo: „Kæri Rubin. Fyrirgefðu mér að ég hef ekki skrifað svo svo lengi, en auðvitað veistu að ég gleymi ykkur aldrei. Eg hef bara svo af- j skaplega mikið að gera. Sonur minn, þú getur ekki ímyndað þér hve grimmileg sú barátta er sem nú er háð á Spáni. Ég hef nú verið marga daga á vígstöðvunum meðal hermann- anna og sjálfboðaliða. Þeir: berjast með sömu hugprýði og eldmóði. Ég vona að við sigrum þrátt fyrir alla erfið- leika, verstur þeirra er vopna- eklan. Verið getur að við för- umst öll í þessu stríði, en þú sonur minn, verður að vera staðfastur. Minnstu hugsjóna okkar. Vertu reiðubúinn að berjast fyrir þeim án hiks. Vertu reiðubúinn að láta líf- ið fyrir málstað okkar. Þú verður að læra að vinna og að skilja pólitísk vandamál. Þú verður einnig að vera lík- amlega hraustur. Kynntu þér fræðikenninguna. Það gerir þig færan um að skilja við- burðina frá marxisku sjónar- miði. Vertu félögum þínum góður. Gleymdu aldrei að kommúnisminn er einasta hugsjónin sem er þess verð að helga líf sitt. Segðu Amayo að mér líði vel. Ég veit ekkert um föður ykkar, sambandið við Astuvíu-víg- stöðvarnar er rofið. Biddu Amayo að skrifa mér til Madrid. Ég skal líka skrifa. Ást mín og von er hjá vkkur báðum Vertu sæll sonur minn! Móðir ykkar elskar ykkur meira en eigið Iíf og kveður ykkur með kossi. Dolores. Sósialistar athugið Erum með bækur, tímarit, nótur og hljóm- plötur frá Sovétríkjunum. Póllandi, Tékkó- slóvakíu Ungverjalandi og Mongólíu. Heildarverk Lenins 45 bindi. heildarverk Marx/En^0^ fyrstu 6 bindin komin út, ný- endurskoðuð þýðing. Reynið viðskiptin ERLEND TÍMARIT, Hverfisgötu 50 v/Vatnsstíg, 2. hæð. simi 28035

x

Ný dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný dagsbrún
https://timarit.is/publication/1026

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.