Stormur


Stormur - 01.05.1936, Blaðsíða 2

Stormur - 01.05.1936, Blaðsíða 2
2 STORMUR Afmælisbarnið situr á upphækkuðu sæti eða palli, sem Gefjunardúkur er breiddur á. Til hægri handar honum, en skör lægra, situr séra Sveinbjörn Högnason í fullum prestskrúða. Til vinstri í sömu hæð og séra Sveinbjörn situr Þormóður Eyjólfsson konsúll á Siglufirði, í fullum konsúlsgalla. , Beint framundan afmælisbarninu við lítið borð, situr hirðskáldið Pétur Jakobsson frá Skollatungu með ljóða- bók sína opna fyrir framan sig, og horfir ýmist i hana eða á afmælisbarnið. / Meðfram tveimur borðröðum sitja svo fjöldi gesta, kon- ur og karlar, þar á meðal þrjár vinnúkonur, miðaldra, sem gegnt hafa hlustunarstarfi fyrir afmælisbarnið, og hafa nú verið kosnar til þess að færa honum kvæði það, sem birt er hér að framan á fyrstu síðú. Þegar allir eru komnir í sæti sín kveður afmælisbarnið sér hljóðs og býður alla gesti sína velkomna með örfáum vel viðeigandi orðum. Þá standa allir gestirnir upp og syngja undir stjórn Þormóðs Eyjólfssonar eftirfarandi er- indi úr afmælisljóði Péturs skálds Jakobssonar: Heill þér með hálfa öld, heill þér með glæstan skjöld, frægð þín er fjöllum hærri. Lifðu enn langa stund, Ijómi þér gull í und. Sittu í sólarlund sannleikans hástól nærri. Fylgir þér fræðadís, framsækinn, ertú og vís, mátkur í orði og anda. Brosi þér sumarsól, sestu á veldisstól, eigðu þar eilíf jól, erfingi ódáins landa. Foringinn frækinn sé frám sem að ár.la sté, happ var það höldum í landi. Fávísa fræðir þú, fátækum hjáípar þú, einingu eflir þú, örmagna forðar þú grandi. Hátt stefnir hugur þinn, hækkandi enn um sinn. 1 Hliðskjálf sé eg þig sitja. Vaxi þér viska og náð, viturleg áttu ráð. Sjáðu um lög og láð landinu hvað er til nytja. Frækinn lífs fram á kvöld fægðu enn landsins skjöld, s^rga vor síst má þér gleyma. Eflist þitt andans bál, yngist þín göfug sál, hljómi þér Hávamál hildingur landsins hér heima. SlÐAN er sest að borðum og byrjað á æðai’kollusúp- unni. Geðjast hún vel og Pétur Jakobsson borðar þrjá diska og ropar ánægjulega, þegar hann hefir lokið við þann síðasta. — Þá er klingt glösum í mjólkurtoddýi Egils frá Sigtúnum, og taka þeir Bernharð og Jónas Þorbergsson slurk stóran,; gamall bóndi hellir drjúgum Dog-Brandi út í glas sitt, og slettir skegginu í munn sér, þegar hann hefir kneyft úr glasinu. — Frú Aðalbjörg ein drekkur sóda, en afmælisbarnið límonaði. Þá stígur þreklegasta vinnukonan fram, búlduleit stúlka og blóðmikil, í peysufötum og mælir fram VinnukonuóS, sem prentaður er á fyrstu síðu blaðsins. Hún lýtur afmæl- isbarninu, þegar hún hefir lokið kvæðinu, en hann grípur hendi hennar og kyssir hana, og hvíslar einhverju að henni, sem bregður gleðibjarma yfir ásjónu hennar. Þá er sest að Póllandsfiskinum; ein kona grípur hendi fyrir nefið, en Pétur Jakobsson sogar og segir: ,,Hvaða blessaður ilmur er þetta?“ Nú stendur upp Þorbergur Þorleifsson álþingismaður frá Hólum og fl.ytur ræðu þá,,sem hér fer á eftir: Ræða Þorbergs Þorleifssonar alþm. Félagar og afmælisbarn! Eins og þið sjálfsagt öll vitið, er eg sonur Þorleifs Jóns- sonar á Hólum, sem lengi var alþingismaður! Þegar pápi minn hætti þingmensku, gerði hann mig að þingmanni, því áð honum þótti eg greindastur af börnunum, og svo var eg líka hæstur og myndarlegastur. Þegar eg fór á þing, fylgdi pápi minn mér til skips, kysti mig á kinnina og sagði: „Mundu altaf eftir því, að gera eins og Jónas Jónsson vill, barnið mitt, þá mun þér vel farnast, og þú munt hafa upp úr þingsetu þinni“. Eg lofaði pápa mínum þessu, því að eg hefi altaf verið hlíðinn við páp^ minn, og eg hefi ekki svikist um þetta, því að eins og þú veist, Jónas, hefi eg altaf gert það, sem þú hefir sagt mér að gera. Einu sinni ætlaði eg ekki að gera það, af því að mér fanst, að samviskan í mér segðú að eg ætti ekki að gera það, ,en þá varst þú vondur og skipaðir mér að gera það, og þá gerði eg það auðvitað. Og eg sé ekki eftir því, þótt eg hafi verið hlýðinn vi? þig, því nú ætlar þú að láta stóru skemtiferðaskipin Esju % og Queen Mary koma við á Hornafirði og vera þar heilan dag, svo að eg geti fylgt ferðamönnunum upp að Vatna- jökli og selt þeim mjólk og ýmislegt smávegis úr búi rrnnu. Get eg hugsað mér, að eg hafi allríflegar tekjur upp ul þessu, því að Jónas hefir sagt mér, að þessir ferðamenn séu eyðslusamir, ef þeim líkar við mennina, sem þeir skiftn við, og hann hefir sagt mér, að það sé engin hætta á öðru, því að eg sé svo gentlemanlike í allri framkomu. Svo hefir hann lofað mér því, að láta grafa upp Horna fjarðarós og gera hann skipgengan fyrir stærstu skrp

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.