Stormur


Stormur - 01.05.1936, Blaðsíða 4

Stormur - 01.05.1936, Blaðsíða 4
4 STORMUR andvari vorsins og úðinn út úr þér er oss eins og döggin skrælnaðri jörð. Slapandi ásjónu þinnar er oss tákn og ímynd langlundargeðsins og þolinmæðinnar, en yfirbragð þitt minnir oss á þinn guðlega uppruna. Dvel með oss. Þú ert brjóstið, sem vér sjúgum. Ef þín misti við liðu konur vorar, vér sjálfir, og börn 'vor skort! Sof rótt allar nætur, svo að kraftur þinn megi streyma um oss, er dagur rennur, og vér byrjum á ný starf vort fyrir föðurland vort og guð. Svo kveðjum vér þig holdgun hreinleik- ans, mannkærleikans og sannleikans. NÚ er kaffið fram borið. — Afmælisbarnið stendur upp og flytur eftirfarandi ræðu: Ræða Jónasar Jónssonar. Kæru vinir og félagar! Eg ætla að nota tækifærið, af því að við erum hérna stödd til þess að tala dálítið um íhaldsflokkinn og fylgi- hnött hans, sem kallar sig bændaflokk. Eins og þið öll vitið, er nú kreppa, og þess vegna höfum við fi'amsóknarmenn sparað við okkur, lækkað laun okk- ar og reynt að draga úr útgjöldum þjóðarbúsins, en Ólaf- ur Thors og þeir Kveldúlfssynir lifa í óhófi og sukki, og taka tuttugu þúsund krónur í laun frá Kveldúlfi, sem skuldar bönkunum á fimtu miljón króna. Þeir hafa marg- ar vinnukonur og borða ket sex. sinnum í viku, og hafa deserta. Rödd, úr loftinu: Hefirðu hlustað í Iandsímahúsinu eftir matarpöntunum þeirra? (Konurnar hvítna upp, en Hóla-Þorbergur glápir upp í loftið og segir: Hvaða rödd er þetta? Jónas æsist og held- ur áfram) : Það er einhver dauður íhaldsmaður, sem er að garga hér fram í, en eg gegni honum ekki. — Eg hefi sannfrétt, að þeir Kveldúl.fssynir eiga marga fatnaði og frúrnar þeirra fá sér kjóla oft á ári. Rodd Úr loftinu: Hafa einhverjar vinnukonur sagt þér þetta ? (Jónas æsist enn meira. Ein veikbygð kona er borin í burtu). Þó að allir íhaldsdjöflar afturgengnir æpi, skal eg þó halda áfram að tala. Pétur Magnússon fékk 30 þúsund krónur úr ríkissjóði fyrir eitt mál, og hann og Jón í Dal hafa misbrúkað Kreppulánasjóð og ausið honum út í flokksmenn sína, en okkar menn hafa ekki fengið neitt. Rödd úr loftinu: Er Jörundur ekki ykkar maður, og borg- aði hann nema 2% af skuldum sínum? (Jónas grípur brennivíns-kaffibollann frá Bernharði og grýtir honum út í loftið, þaðan, sem honum heyrðist hljóð- ið koma). Dr.ektu þetta, þið hafið lengi þyrstir verið íhaldsmenn- irnir. — Rödd Úr loftinu: Þyrstari var ólánsmaðurinn Jónas Þor- bergsson, þegar hann lét vinnukonuna sélja flöskurnar. (Pétur Jak.: Mér fanst eg kannast við þessa rödd. —- Jónas heldur áfram) : Eg ætla ekki að fara að tala við Jón Þorláksson núna- Það geri eg á kosningafundunum, þegar þar að kemur. En svo spilt, sem íhaldið er, þá er þó bændaflokkurinn hálfu spiltari og svívirðilegri. Þorsteinn Briem seldi Hrafna- gil með þrjátíu þúsund króna hagnaði, og Sveinn á Egils- stöðum býr til listigarð með steinsteyptum garði, sem kost- ar þrjár þúsundir króna. Sveinn á Egilsstöðum er „ættarskömm og verfeðrunguf“- Hann heíir svívirt Sigurð skáld á Arnarvatni, sem er sí- vinnandi eljumaður og hefir komið upp ellefu börnum, en Sveinn á Égilsstöðum gerir aldrei handtak, og ekki konan hans heldur. Hann lét verkamenn byggja steingarð- inn, en Sigurður á Arnarvatni hefir bygt alla sína garða sjálfur, ,,Músarholueðli“ Sveins á Egilsstöðum reynir að rægja Jörund í Skálholti. En það gagnar honum ekki. Ár- nesingar vita, að Jörundur er ,,hraustmenni“, og hefir átt fjölda barna, en Sv.einn á Egilsstöðum hefir engin börn átt, og konan hans ekki heldur, en kona Jörundar hefir . átt margt af börnum. Sveinn á Egilsstöðum liggur í vesalli flatsæng með klefk- inum á Akranesi, „sem Iæsti rollur sínar inni í alfriðaða skógargirðingu ríkisins á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd“. Sveinn á Egilsstöðum, Þorsteinn Briem, Jón í Dal og Hvammstanga Hannes eru ,,varalið“ íhaldsins, skós/einar Kveldúlfs og auðvirðilegustu stjórnmálaloddararnir, senr skriðið hafa á jörðinni. Rödd Úr loftinu: Nú fer eg í þig; nú er skjálftinn hlaup' inn í mig. (Bernharð lýtur sessunaut sínum og segir: Nú fer KetiU þrymur úr Njarðvíkum í hann, þá mun nú best að hypJa sig burtu. — Jópas náfölnar og skjálfti hleypur í hörund hans). Rödd úr loftinu: Þú ert œrulaus lygari og rógberi. (Skeggjaði bóndinn: Ætli þetta hafi verið Sigurður sýslumaður Þórðarson? Nei, nú fer eg. — Flestir veislu' gestanna standa upp og þyrpast í ofboði til dyranna. Borð' in hrynja um og öllu ægir saman: Póllandsfiski, rjóma' tertu, svartadauða og Péturskaffi. Séra Sveinbjörn stekf' ur upp, grípur Jónas, signir hann og gerir krossmark fyrU framan hann og leiðir hann út. — Konsúllinn er fyrir löngn flúinn. — Öll Ijós slokkna í salnum, en niður mark1 a radda úr loftinu heyrist, og húsið leikur á reiðiskjálfi) • ÍSÁFOpbARPRBNTSMIÐJA H.F.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.