Stormur


Stormur - 01.05.1938, Qupperneq 1

Stormur - 01.05.1938, Qupperneq 1
STORMUR Ritstjóri Magnús Magnússon. XIV. árg. Sunnudaginn 1. maí 1938. 12.—13. tölublað. IN MEMORIAM. Þú dóst frá hugsjónum þínum, eða öllu heldur þú fórst frá þeim, því þú lifir eiliflega, þótt þú hafir skift um bústað. Við, sem horfum á eftir þér, vonum að í hinum nýja bú- stað þínum sé hátt til lofts og vítt til vegg’ja, svo að þú unir þér þar vel og þráir engin vistaskifti. Við vonum líka, að þú fyrirgefir, eins og æðarkollan, og skiljir, að maðurinn vissi ekki hvað hann gerði, þegar hann sveik þig. Við höfum beðið séra Briem að minnast þín og til virð- ingar við þig hefir séra Sveinbjörn lofað okkur að segja ekk- ert vísvitandi ósatt í heilan dag. Pétur Jakobsson og Una í Vestmannaeyjum hafa ort um þig minningarljóð, sem verða sungin, þar sem þú varst í þennan heim borinn fyrir fimtíu og þremur árum, og þar mun einnig Arnór Sigurjónsson, sem þú gafst nokkurn hluta launa þinna, tala nokur orð. Þegar hið nýja skip Pálma Loftssonar er tilbúið, mun það flytja líkan þitt norður og verður það sett upp á blettin- um sem þú ræktaðir í Hriflu, en Kaupfélag Suður-Þingey- inga tekur nokkurn hluta af varasjóði sínum til þess að kaupa fótstall undir það. Valhöll á Þingvöllum verður gerð að hæli fyrir þreytta og uppgefna alþingismenn svo að uppfylt verði þín síðasta hugsjón. Svo kveðjum við þig Jónas, og óskum þess og biðjum, að hin „milda hönd“ eilífðarinnar strjúki þér jafnblíðlega um vanga og þú straukst öðrum í þínu sæla hérvistarlífi. Friður - sé með þér. Nokkrir sem þú mettaðir.

x

Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.