Stormur - 01.02.1945, Blaðsíða 3

Stormur - 01.02.1945, Blaðsíða 3
STORMUR 3 Pi ng vísu r Á vetrarþinginu 1938 var kveðin ríma um alla þingmenn, fiem þá áttu sæti á þingi. Eru það einskonar palladómar í bundnu máli. Ekki er þeim, sem þetta ritar, kunnugt um hver eða hverjir kveðið hafa. Mjög eru vísurnar misjafnar að gæðum og yfirleitt ekki jafnvel kveðnar og ýmsar aðrar þingvísur. Hér fara á eftir nokkrar sem allar mega heita sæmilega kveðnar: Ásgeir Ásgeirsson þm. Vestur-fsfirðinga: Vottorð mitt eg glaður gef — guðs í nafni ver’i hann: Á hann nakinn horft ég hef — hvergi loðinn er hann. Eysteinn Jónsson 1. þ.m. Sunnmýlinga: Þetta mjög svo mashneigða, miður klóka tryppi. Þetta granna glaseygða gráa flókatryppi. Gísli Guðmundsson þm. Norður-Þingeyinga: Stóra, tóma tóbaks-truntu Tíma-Gísli minnir á. (En ekki neina íhaldstruntu, er í tunnu salta má). Hér er svo skip, sem eg höfuðþing met til hákarlaveiða á Genezaret. Átta þúsund hauskúpur af alheiðnum lýð og eitthvað milljón spjótsodda til að hafa í stríð. Gamlan ost úr Njálu, af Óðni sjálfum tá, og árbókina gylta eg legg þar ofan á. Sjö milljón númer eg safni ykkar gef, og sálu minni aumri þá víst borgið hef. Pétur svarar: „Elskan góða, satt eg segi þér, svona heiðnir munir geymast illa hér.“ „Viltu hvorki árbók né heiðinn Óðins hrafn? Hefur þá guð ekkert forngripasafn ?“ Og fjandinn kinkar brosandi og koll beygir sinn: „Komdu nú sæll og blessaður gullsmiður minn.“ Gullsmið þótti dauft að drekka í þeirri sveit, hann drambssamlega vð þeim stálbikaða leit. Þegar kvæðið var búið var flaskan tæmd. Eg las kvæðið upp fyrir Sigurði daginn eftir. En þegar kom að þessu: „Hefur þá guð ekkert forngripasafn," spratt hann upp og sagði: „Þetta hefði eg beint sagt.“ En endirinn féll honum ekki vel í geð, svo að eg gerði síðar þessa brag- arbót: : III. Óðinn sendi Hermóð til Sigurðar í neyð, á Sleipni og Toppi góða varð þeim förin greið. Þá bar brátt við himin skjaldþök Óðins skír í skitnings sal þeir gengu og Óðinn mælti hýr: „Hjá Snorra og Agli skaltu skipa sess. Vér skiljum það bezt goðin að verður ertu þess. Af Snorra máttu læra að kveða mærðarorð. við Agli láttu skolla, hann drekkur undir borð. Gullkamb skaltu smíða gildastan í heim, við gleðja skulum Freyju með kambinum þeim.“ Þá gullsmiðurinn settist, gyðju brosti fjöld, en gömlu Einherjarnir börðu hjör á skjöld. Gullsmiðurinn mælti: „Glæst er Óðins höll, á guð þann skyldi ávallt trúa veröld öll.“ Pálmi Hannesson 1. þm. Skagfirðinga: Styrkur var eitt sinn stofninn sá — steinaldin blóðrjóð mátti sjá. En pálmanum vex nú ekkert á. — „Af ávöxtunum þér þekkið þá“. Sveinbjörn Högnason 1. þm. Rangæinga: Vín-kærleikur á hér inni, einnig nokkur gróðavon. En eru ekki til í þinni tösku, Sveinbjörn Högnason. Þorsteinn Briem þm. Dalamanna: Hvíta Briems eg hugsjón skil, hitt þó óvíst megi telja, að hann hreppi Hrafnagil hinu megin — til að selja. Árni Jónsson 2. landskjörinn þ.m.: Hann er þarna á þingi í gríni — þollaus við að púla, sælastur á sundi í víni söngrisinn frá Múla. Brynjólfur Bjarnason 1. landskjörinn: Hatar þessi hetja valin, hvern þann blauðan rauðan, sem ei fylgir félaga Stalin fram í rauðan dauðann. Ingvar Pálmason 2. þm. Sunn-Mýlinga: Ei mig furðar á því, hve einkar nýtur hann er sagður: Yfirskegg hans ætla ég sé ævagamall hagalagður. Páll Zóphoníasson 1. þm. Norð-Mýlinga: Og gamalær jannaði í síðasta sinn á sveimi í beljunnar hvofti. En Palli okkar þeyttist í þingsalinn inn, eins og þjófur úr heiðskíru lofti. Húseigendur og húsráðendur í Reykjavík eru alvarlega áminntir um, að tilkynna nú þegar Manntalsskrifstofunni, Austurstræti 10, ef einhver í húsum þeirra hefir fallið út af manntali síðastl. haust, svo og ef einhverjir hafa síðan flutt í hús þeirra. Sömuleiðis ber öllum að tilkynna brottflutn- ing úr húsum þeirra, og hvenær hann varð og hvert var flutt. Vanræksla viö þessu varðar sektum. W i n d o w-s p r a y 1 liters dúnkum fyrirliggjandi. H. Benediksson & Co. Sfrni 1228 — REYKJAVÍK

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.