Stormur - 01.05.1947, Blaðsíða 2

Stormur - 01.05.1947, Blaðsíða 2
2 S T O R M U R lífsreynslu og þekkingu á atvinnu háttum belgi sig upp og ungi út einhverjum óskapnaði sem enginn skilur. Og nú hefur þetta þing setið á sjöunda mánuð og mun enn setja í einn eða tvo mánuði (ef því lýkur þá nokkum tíma) og enn bólar ekki á því að nokkur þingmannanna ætli að verða sá drengur að fylgja sannfæringu sinni, né vinna það verk, sem þjóðinni allri er nauðsynlegast að unnið sé, en það er niðurfærsla dýrtíðarinnar, uppbóta laust eða uppbótalítið. Og þó er nú svo komið að útgjöld fjárlaganna eru áætluð yfir 200 miljónir, verzlunarhallinn 70—80 miljónir og afurðir vorar allar illseljanlegar með því verði sem þarf til þess að standa undir framleiðjlu kostnaðinum. En í stað þess að fara þessa einu sjálfsögðu, einföldu og heilbrigðu leið er reynt að halda vísitölunni óbreyttri með ýmsum brögðum, fölsunum og krókaleiðum, sem er öllum til smánar og mannorðsspillis, sem þar eiga hlut að máli. Þingmenn, sem svona fara að ráði sínu, eru háskasamlegir velferð og sjálfstæði þjóðarinnar, og hjá því getur ekki farið, að ef þessu heldur áfram enn um stund, þá er ekki aðeins sæmd og vegur Alþingis rokið út í veður og vind, heldur hlýtur þjóðin og að verða innan skamms ánauðug og fjötruð erlendum stórþjóðum og lánardrottnum. Með þessu framferði erum vér að halda uppboð á sjálfum oss og föðurlandi voru, og það er hending ein hvort það verða Rússar, Bretar eða Bandaríkjamenn, sem hreppa hið nýstofnaða lýðveldi og alla nýsköpun þess. Svo kveð ég þig, og bið þú fyrir alþingismönnum vorum. Þinn einlægmr Jeremías. Bezt að þurfa ekki að fara búð úr búð! Fara bara beina leui í EDINBORG rfffjtaíah (Eftirfarandi kvæði er tekið úr Ijóðabókinni „Kurl“ eftir Kolbein Högnason úr Kollafirði, sem kom út fyrir nokkru. Ivolbeinn kemur víða við í þessum Ijóðum sínum og segir margt vel og spaklega). Ykkur, sem þykir þakkarvert þetta, að mega vera utan við það, sem er nú gert Evrópu um næstum þvera, sjálfsagt mun finnast heimskt og hart hlutlaus að vera um rautt og svart, greinarmun lítinn gera. Þessi er játning þó mín trú — þetta finnst mér hið rétta. Heimskuleg er mér hlutsemd sú, hlutverk annars að bletta. Áþekkt er þetta alheimsstríð öðrum þess háttar fyrr og síð: Peningar pína út þetta. Frjáls er afstaðan fyrir mér. Fast ég ei stend með neinum. Hrifning enga í brjósti ber. Bið ekki fyrir neinum. Hirði ekki um að nefna nöfn. Nærsýni beggja er söm og jöfn. Ágengd orsök að meinum. RAFVÉLAVERKSTÆÐI Halldórs Ólafssonar Njálsgötu 112 . Sími 4775 Framkvœmir: Allar viðgerðir á rafmagnsvéliun og tækjum. Rafmagnslagnir í verksmiðjur og hús. VIKUR PLÖTUR (einangrunarplötur) TIL SÖLU. H.F. AKUR Silfurtúni 9 við Hafnarfjarðarveg. Sírnar: 1133 & 9477. Drottna mun hún, þótt drepi þeir, drepinu meðan hlífa. Stefnurnar blindu meir og meir, mannfélag sundur rífa. Öðlast við munum falskan frið. Forlngjar þjóða hætta ei við heimsku múgsins að hrífa. Leyni hjartans er lítið breytt. Liggur ormur á sjóði. Heilindin fá ei viðnám veitt, véla mun stundar gróði. Ágirndin signir sáttafull. Sogar til sín hins smurða gull. ílthellir áfram blóði. Eldskím þetta ég enga held. Enn þarf að sverfa að betur. Réttvísin enn mun samning seld. Svíkur hver bezt sem getur. Svart verður rautt og rautt mun svart. Rangsleitnin býst í hefðarskart. Bíðum, sjáum hvað eetur.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.