Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 47

Nýtt Helgafell - 01.06.1956, Blaðsíða 47
TONLIST Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands Það voru mjög ánægjulegir tónleikar, sem Sinfóníuhljómsveit Islands hélt í Þjóðleik- húsinu þ. 8. maí undir stjórn doktors Páls Is- ólfssonar. Þar kom margt til greina: Mjög að- laðandi efnisskrá, í heild prýðilegur leikur sveitarinnar, fyrsta flokks einleikari og síð- ast en ekki sízt kunnátta og músikgleði okk- ar ,,maestro'' Páls. Hljómleikarnir hófust á hinum undurfagra forleik Mendelssohns „Fingals hellir", sem er eitt fegursta verk sinnar tegundar. Að undantekinni hjáróma rödd frá trompet á ein- um stað, var verkið vel leikið, og stjómaði dr. Páll því af skilningi og tilfinningu. Næst kom svo músik úr Rosamunde Schuberts, ■— þess- ar yndislegu melódíur, sem smjúga inn í hlustandann og lyfta sálinni í æðra veldi. Aðeins í síðasta dansinum fannst mér tempóið ívið of hratt. Þriðja verkið var svo Klarinett-konsert Mozarts í A-dúr, K. 622. Einleikarinn Egill Jónsson sýndi að mörgu leyti afburðaleik. Tónn, sem er bæði mikill og fagur, ásamt óbrigðulli smekkvísi, eru aðaleinkenni Egils, en tæknin er honum algjört aukaatriði. Á stöku stað fannst mér hljómsveitin leika full sterkt undir, og í síðasta kaflanum hefði ein- leikarinn mátt skerpa spilið meira, en í heild var samleikurinn prýðilegur og túlkunin oft frábær. Síðast á efnisskránni var 1. sinfónían eftir Beethoven — túlkuð af fjöri og skýrleika, sem verkið útheimtir. Mistök urðu í fyrsta kaflanum, þegar tréblásarar halda áfram með kaflann, í staðinn íyrir að endurtaka eins og hinir. Eins fannst mér úrvinnsl- an í sama kafla ekki nógu rytmisk hjá fa- gotti, óbói og flautu, er þau spila hvert á eftir öðru byrjunarmótívið með hröðu undir- spili strengjanna (einn fegursti staður verks- ins). Að öðru leyti var frammistaða stjórn- anda og sveitarinnar prýðileg, með gífurlegu tempói í síðasta kaflanum a la Toscanini. Dr. Páll vann hugi og hjörtu áheyrenda með sinni óskeikulu tilfinningu fyrir músikinni — skaphita og sannri músíkgleði, sem hjálpaði honum yfir allar torfærurnar, sem hljóta að vera á vegi, er óvanur maður stjómar heilli sinfóníuhljómsveit. Hlustendur tóku tón- leikunum með geysilegum fagnaðarlátum. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON lauslega á gagnrýnendur dagblaðanna og það hvernig þeir hafa skilað hlutverkum sín- um á leikárinu. En kannske er bezt að leiða það hjá sér. Þó verð ég að segja, að leik- dómari, sem getur móðgað leikara með því að nota um frammistöðu hans á leiksviði setningu eins og „fór einkar smekklega með hlutverk sitt að vanda", virðist ekki taka starf sitt mjög alvarlega. . Ég vil svo að endingu minnast litla álfsins sem í lok Jónsmessunæturdraumsins nennti ekki þessum hlaupum lengur, en teygði sig bara og hélt áfram að sofa, en það er sú in- dælasta minning, sem ég á úr leikhúsunum í vetur. Ég vona samt, að leikarar okkar og aðrir frammámenn leikmála taki hann sér ekki til fyrirmyndar, heldur verði enn vök- ulli ef nokkuð er. ÞORSTEfNN HANNESSON

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.