Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Side 39

Nýtt Helgafell - 01.04.1957, Side 39
RITHÖFUNDAÞÆTTIR 33 að hugmyndir og hugtök kristins dóms séu orðin okkur torkennilegri í upprunalegum myndum þeirra en pólitískar hugmyndir og hugtök nútímans, hvort sem við köllum okk- ur ,,trúaða" eða ekki. Skóldskapargildi kvæða hans hefir ekki farið rýrnandi; hann hefir aldrei lagt á íþrótt sína meiri þrekraun eða henni samboðnari heldur en í hinum miklu kvæðaflokkum frá síðari árum (Eins og stendur, For the Time Being, 1944 eða öld kvíðans, The Age of Anxiety, 1948), þar sem hann skilgreinir siðferðilegar og þjóð- félagslegar meinsemdir samtímans í ljósi kristinnar trúar og siðfræði. En auk þess er Auden rétttrúarmaður og rétttrúnaður er óvinsæll (m. a. vegna þess að menn rugla honum saman við pólitíska afturhaldsemi). Samt hlýtur boðskapur Audens að vera ólíkt staðbetri og þroskavænlegri en hinar „sann- gjömu'' málamiðlunarkenningar þeirra guðs- trúarmanna, sem vilja réttlæta kristinn dóm með þeim forsendum, að hann hafi góð áhrif á breytni manna, í stað þess að sýna fram á, að kristin siðfræði sé nauðsynleg, af því að kristinn dómur sé sannleikur. Wystan Hugh Auden stendur nú á fimm- tugu. Hann er fæddur 1907 í York á Englandi, stundaði nám í Oxford, fékkst síðan við kennslu og enn síðar við kvikmyndagerð í London. Árið 1939 fluttist hann til Ameríku og gerðist bandarískur borgari („af því að þar er hægt að fá að vera í friði"). Fyrir skömmu var hann skipaður prófessor til nokkurra ára í Oxford. K. K. Helztu bækur Audens: Paid on Both Sides (ljóðaflokkur). 1928. Poems. 1930. Poems (breytt útgáfa). 1932. The Orators. (ljóð og prósi). 1932. The Dance of Death (dramatískt kvæði). 1933. The Dog Beneath the Skin. (ásamt Christopher Isher- wood; leikrit). 1935. Look Stranger (kvæði). 1935. The Ascent of F.6 (ásamt Christopher Isherwood; leikrit). Letters from Iceland (ásamt Louis MacNeice). On the Frontier (ásamt Christopher Isherwood; leikrit) 1938. Journey to War (ásamt Christopher Isherwood; ljóð og prósi). 1939. Another Time. (ljóð). 1940. New Year Letter. (ljóð). 1941. For the Time Being. (tveir ljóðaflokkar). 1945. Collected Poems. 1945. The Age of Anxiety. (dramatískur ljóðaflokkur). 1948. Collected Shorter Poems. 1950. The Enchafed Flood. (ritgerð). 1951.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.