Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 54

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Blaðsíða 54
196 HELGAFELL höfðu um útgáfu sögunnar, áður en Eiríkur leeknir Kjerulf benti á hina einu réttu skýr- ingu, en þeim, sem síðar virtu sannleikann að vettugi, var gefinn sá vitnisburður, sem við átti. Hér skiptir það engu máli, hver vísan var í Egils sögu, né heldur hitt, hvort skýring Kjerulfs lseknis er hin eina sanna eða ekki. Aðaiatriðið er þessi fagra mynd úr menning- arlífi íslendinga, að enn í dag fara „leik- menn" með 1000 ára gamlar vísur yfir kaffi- bollanum að morgni dags og hleypur kapp í kinn að vita þær rétt skýrðar. Áhugi al- mennings á fornum þjóðlegum fræðum hefir síðan land byggðist verið hin mesta gifta íslendinga. Þessi áhugi hefir verið ríkum og fátækum, lærðum mönnum og þeim, sem engrar skólamenntunar nutu, sameiginlegur. Meira en flest annað hefir hann gert Islend- inga að einni þjóð, menningarþjóð, þar sem allir töluðu sama málið, — og ef nokkur þurfti að kenna öðrum hreint mál og fagurt, þá var það löngum almúginn, sem hafði rétt til þess að slá á fingurna á sínum lærða bróður. Meðan almenningur heldur áfram að hafa áhuga fyrir fomsögunum, verða þær lifandi orð í þessu landi, hluti af menningu þjóðar- innar. Hún verður að vera á verði gegn því, að lærðu mennirnir steli frá henni fjöregg- inu. Það er nauðsyn, að þeir ræði ýms atriði í sambandi við fornritin sín á milli og á máli, sem við hinir ýmist ekki skiljum eða nennum ekki að hlusta eftir. En þeir skulda þjóðinni það, að skrifa a. m. k. jöfnum hönd- um um hin fornu fræði á mannamáli og taka vinsamlegan þátt í viðræðum almenn- ings um þau. Þessa skuld hafa margir hinna ágætustu fræðimanna gpldið, en ekki allir. En jafnt fræðimönnum sem öðrum á að vera það ánægjuefni, þegar þeir, sem ekki hafa notið vísindalegrar sérmenntunar, brjóta heimildirnar til mergjar, því að í þeim hópi eru oft menn, sem glöggt sjá í gegnum nýju íötin keisarans, er hinir skriftlærðu hafa sniðið sér úr allskonar kennisetningum, sem eru í tízku í svipinn. Um Snorra Sturluson vill svo vel til, að mikið hefir verið skrifað af aðgengilegum og læsilegum ritum. Mun það víst engan móðga, þótt fyrst sé talin bók Sigurðar Nor- dals um Snorra Sturluson (prentuð 1920) og því næst ritgerð Áma Pálssonar Snorri Sturluson og íslendincjasaga (prent- uð í bók hans Á víð og dreif, 1947), en þeim ber einmitt ýmislegt á milli um skilning á Snorra. Umræðuefni er hér nægilegt, þrátt fyrir allt, sem áður hefir verið skrifað. Það var því með tilhlökkun, sem ég opnaði hina nýju bók síra Gunnars Benediktssonar, sem einn helzti gagnrýnandi landsins (Krist- mann Guðmundsson í Morgunblaðinu) telur bezta allra rita hans. Er þar þó úr miklu að moða, því að bókin um Snorra skáld í Reyk- holti fyllir aðra tylftina af prentuðum bókum prests, frumsömdum, en 30 voru fyrir, ef taldar eru þýðingar og nokkrar óprentaðar bækur, svo sem Vík frá mér Satan (en þau tilmæli hefir höfundur ekki talið ástæðu til að prenta). Lítillæti höfundar er og heill- andi, þegar hann nefnir sig „leikmann" á titilblaði, og var hann þó um langt skeið kennimaður íslenzku þjóðkirkjunnar, unz „bóndinn í Kreml" kallaði hann til þjónustu í öðrum væntanlega enn æðri Saurbæjar- þingum, og skráði klerkur síðan homilíubók um bónda, sem kunnugt er. Síra Gunnar hefir tekizt á hendur að þvo burtu þá syndabletti, sem sagnfræðingar sjö alda —- með bróðurson skáldsins í Reykholti í broddi fylkingar — hafa klínt á Snorra Sturluson. í sem skemmstu máli eru þessar ávirðingar þær, að hann hafi sótzt mjög eftir „auðæfum, völdum og metorðum", sbr. nær samhljóða tilvitnanir á bls. 52 í bókinni í rit prófessoranna Sigurðar Nordals og Jóns Helgasonar. Nú er það víst ekki ný speki, að Sturla Þórðarson hafi víða borið frænda sínum verr söguna en efni stóðu til. Árni Pálsson hefir fært að því sannfærandi rök i ritgerð sinni, sem að framan var getið. Síra Gunnar geng- ur á sama lagið og færir að þessu nokkur fleiri rök, og eru sumar tilgátur hans skemmti-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýtt Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.