Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2007, Síða 44
föstudagur 19. október 200744 Ferðir DV U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s Ganga á Plútó Vísindamenn á Vísindavefnum hafa reiknað út hve lengi venjulegur maður yrði að ganga á Plútó, það er að segja ef maður gæti gengið á himninum og í sólkerfinu. ef göngumaðurinn gengur 5 kílómetra á klukkustund telja þeir að ganga taki 584.200.000 klukkustundir, eða 66.700 ár. Þar er ekki gert ráð fyrir neinni hvíld. Þeir vilja þó ítreka við hugsanlega göngumenn að vanda til verka við útreikninga. ef Plútó væri nýfarinn framhjá áætluðum stað, þegar göngugarpinn bæri að garði, yrðu það gífurleg vonbrigði. Aðstæður til göngu sunnu-daginn 7. október voru eins og þær gerast bestar. Blankalogn, hiti við frost- mark og glaðasólskin. Lagt var af stað áleiðis upp Ytri-Súlur rétt fyr- ir klukkan tíu að morgni og gengið rösklega. Leiðin að Ytri-Súlum er vinsæl gönguleið meðal Norðlend- inga enda er leiðin upp á topp til- tölulega auðveld yfirferðar. Topp- urinn er í 1.213 metra hæð yfir sjávarmáli en til samanburðar er Esjan í 914 metra hæð. Ferðin sóttist vel enda voru að- stæður góðar og um klukkan 11.30 var toppnum náð og við blasti stór- kostlegt útsýnið yfir Eyjafjörð. Þar var stoppað stutt til að fá næringu og kvitta fyrir komuna í gestabókina á toppi fjallsins. Minnti á þjóðsögur Ferðinni var síðan heitið áfram hrygginn sem liggur að Syðri-Súl- um en gangan þangað tekur aðeins um tuttugu mínútur. Frá Syðri-Súl- um tók við ganga að litlum tindum sem heita Stóri og Litli Krummi. Frá þeim var gengið yfir sléttuna sem liggur að fjallinu Bónda. Landslagið á sléttunni er stórbrotið enda er út- sýnið í allar áttir mikið og sést með- al annars vel austur í Herðubreið- arlindir. Stórir hamraveggir minna á gamlar þjóðsögur um álfa og tröll en fjöllin Bóndi og Kerling bera nafn með rentu en þau standa nán- ast hlið við hlið. Kerling er hæsta fjall Norðurlands og stendur það í 1.538 metra hæð yfir sjávarmáli og liggur aðeins fyrir innan Bónda. Snarbrattar hlíðar Eftir að hafa gengið yfir slétt- una í átt að Bónda tók við krefj- andi ganga upp á topp fjallsins. Töluverður snjór hafði safnast í brattar hlíðarnar sem gerði göng- una erfiðari. Jarðvegurinn í hlíð- um fjallsins var auk þess laus í sér og því þurfti að huga vel að hverju einasta skrefi. Ferðin upp á topp gekk þó þrautalaust fyrir sig, þó þreytan væri aðeins farin að segja til sín. Klukkan var orðin 13.30 og að toppi Kerlingar blasti við rúm- lega klukkustundar löng ganga. Það var sameiginleg ákvörðum að ganga að Kerlingu, en í þetta skiptið var ekki reynt við tindinn. Í stað þess var gengið frá Bónda upp Þríklakka og þaðan að hlíð- um Kerlingar til að finna skikk- anlegan stað til að hefja niður- ferðina. Staðurinn sem varð fyrir valinu verður seint verðlaunaður fyrir að vera léttgengur. Á þess- um tímapunkti voru blautir fæt- ur og viðkvæmir ökklar farnir að setja strik í reikninginn. Vegna bleytunnar mynduðust slæmar blöðrur á fótum sem virðast vera óhjákvæmilegur fylgifiskur krefj- andi gönguferða. Ánægjuleg heimkoma Gangan niður gekk þó áfalla- laust fyrir sig en gengið var nið- ur meðfram lækjarsprænu sem sinnti vel því hlutverki að svala brýnasta þorstanum. Eftir að hafa endastungist í nokkur skipti nið- ur í djúpan snjóinn og að launum fengið götóttar buxur, var loksins komið niður á jafnsléttu. Gangan niður tók um eina og hálfa klukku- stund en niðurferðin sóttist verr en gert hafði verið ráð fyrir. Eft- ir að komið var niður á jafnsléttu var gengið að þjóðveginum og tók það um klukkustund. Gengið var yfir holótta móana sem voru blautir eftir úrkomu haustsins og því voru það ánægðir fætur sem settust inn í bíl sem beið okkar á áfangastað klukkan fjögur seinni- part dags. Göngunnar verður helst minnst fyrir frábært veður og stórbrotið útsýni í fallegum haustlitunum. Ferda- langur.net Vefurinn ferdalangur.net er heilmikill upplýsingabrunnur um ferðalög. Margrét gunnarsdóttir, fararstjóri, bókasafns- og upplýsingafræðingur, hefur á vefnum tekið saman verulega mikið af upplýsingum um ferðalög, mest í evrópu. Þar má finna töluverðar upplýsingar um ein fjórtán lönd en efnisflokkar síðunnar eru á fimmta tug. Margrét er, eins og gefur að skilja forfallinn ferðalangur, eins og hún segir sjálf, en tilgangur þessarar síðu er að miðla fróðleik til sjálfstæðra ferðalanga; þeirra sem hafa gaman af að ferðast ódýrt um meginland evrópu og njóta þess að lesa sér til áður en haldið er af stað. óhætt er að mæla með þessari síðu. Flugvélaflök á Fagradalsfjalli Á sunnudaginn gefst áhugasöm- um kostur á því að ganga undir leiðsögn á fagradalsfjall á reykjanesi. Þar má meðal annars sjá þrjú flugvélaflök frá seinni heimsstyrjöldinni. brottför verður klukkan hálf ellefu frá bsÍ. frá slögu liggur leiðin með austurhlíð fagradalsfjalls um Nátthaga norður með borgarfjalli. Á hægri hönd er Langihryggur og síðan stórihrútur en á hann verður gengið ef aðstæður leyfa. svo verður gengið á fagradalsfjall. Vegalengd er 13 til 15 kílómetrar en hækkun er þrjú til fjögur hundruð metrar. Nánari upplýsing- ar á utivist.is. Göngugleði á sunnudögum Þótt síðustu sólargeislar sumarsins séu kulnaðir er nóg framboð af hvers kyns skipulögðum gönguferðum. fjölmargir vefir eru til þar sem hægt er að finna upplýsingar um gönguferðir sem opnar eru öllum. sumar kosta örlítið en margar eru þátttakend- um að kostnaðarlausu. ferðafélag Íslands er gott dæmi um félag þar sem alltaf er eitthvað um að vera. Hvern einasta sunnudag efnir fÍ til göngugleði og leggur af stað frá Mörkinni 6 klukkan hálf ellefu. Þá er ekið í einkabílum að upphafs- stað og gengið í þrjár til sex stundir, eftir aðstæðum. Þátttaka er ókeypis en gott er að hafa með sér nesti. Nánari upplýsingar á fi.is. á ferðinni Nánast öllum er fært að ganga á Úlfarsfell, sem er sérstaklega vel í sveit sett. Vissulega er það í landi Mosfells- bæjar, en fyrir okkur sem búum í höf- uðborginni eða næstu sveitarfélögum skiptir svo sem engu til hvaða sveitar- félags hvað og eitt tilheyrir. Þess vegna er sagt hér að Úlfarsfell bjóði upp á útivist, nánast í miðri borg. Skemmtilegast er að ganga á Úlf- arsfell þar sem Skógræktarfélag Mos- fellsbæjar er með skógarlund í norð- urhlíð fellsins, en komið er að hlíðinni frá Vesturlandsvegi. Þaðan er gengið til suðausturs upp háls og eftir stutta göngu er gengið í norðaustur upp fell- ið. Þessi ganga er skemmtilegri en sú sem oftast er gengin, það er frá Haf- ravatnsvegi. Sú leið sem hér er mælt með er skemmtilegri þar sem hún er ekki á akvegum eins og hluti þeirrar leiðar sem farin er þegar farið er frá Hafravatnsvegi. Ganga á Úlfarsfell tekur ekki lengra tíma en góð æfing í líkamsrækt og því er ganga á fellið kjörin í há- deginu, en enn heppilegri um helgar. Ganga á Úlfarsfell er hverrar mínutu og hvers metra virði. Gangan tekur rúma klukkustund og Úlfarsfell er 295 metra hátt. sme@dv.is Enn á ÚlfarsfElli Enn um sinn er rétt að dvelja aðeins lengur við Úlfarsfell. Í helgarblaði DV í síðustu viku varð myndabrengl sem skaðaði greinina um Úlfarsfell. Hér verður leitast við að laga það sem ekki var nógu gott og nýju bætt við. Upphafið Hér er skemmti- legast að hefja gönguna. Gestabókin Á toppi Úlfarsfells er gestabók þar sem göngufólk skrifar nafnið sitt. Í nágrenni Akureyrar er fjöldinn allur af skemmtilegum og krefjandi gönguleiðum. Sunnudaginn 7. október fóru þeir Einar Þór Sigurðsson, blaðamaður á DV, og göngugarpurinn Brynjar Helgi Ásgeirsson í um tuttugu kílómetra göngu. Ferðin hófst við rætur Ytri-Súlna og endaði við Finnastaði sem er um 15 kílómetrum sunn- an Akureyrar. Sex tinda ganga í Eyjafirði Kvittað fyrir komuna Hér sést brynjar Helgi kvitta í gestabókina í góða veðrinu. Súlur Þarna sést í tind syðri-súlna sem eru í 1.213 metra hæð yfir sjávarmáli. Í baksýn skartar akureyri sínu fegursta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.