Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 10
Taíland - heilsuferð með Gló Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Við kynnum einstaka heilsu- og matarmenningarferð til Taílands í samvinnu við Gló. Ferðin samanstendur af tveimur áfangastöðum í Taílandi, höfuðborginni Bangkok og paradísareyjunni Koh Samui. Markmið ferðarinnar er að kynna ferðalanga fyrir menningu landsins í gegnum taílenska matargerð og heilsusamlegan lífstíl í stórbrotinni suðrænni náttúru. 28. september - 12. október Fararstjórar: Páll Steinarsson & Solla á Gló Kynningarfundur verður haldinn 12. maí kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör e hf . Á undanförn- um tveimur árum hefur orðið bylting í kennsluhátt- um hjá stærstu háskólum heims með tilkomu svokall- aðra Mooc-námskeiða en Mooc stendur fyrir Massive Open Online Courses, sem þýða má sem risastór opin netnámskeið. Margir af virt- ustu háskólum heims bjóða nú upp á netnámskeið án endurgjalds sem hægt er að ljúka með prófi. Á innan við tveimur árum hafa nálægt hundrað fremstu háskólar heims sett í gang um 450 námskeið og skráð til náms milljónir stúdenta um allan heim. Sérfræðingum í mál- efnum háskóla ber saman um að Mooc muni gjör- breyta kennsluaðferðum á háskólastigi í heiminum, sér- staklega í viðskiptagreinum. Nám í gegnum netið er ekki nýtt af nálinni. Það sem er nýtt við Mooc er hinn gífurlegi fjöldi nemenda sem fær fyrsta flokks kennslu í elítu-háskólum endurgjalds- laust. Og sú nýjung gæti gert usla í háskólaheiminum og haft áhrif á viðskipta- umhverfi viðskiptaháskóla sem flestir eru sjálfstæðar stofnanir sem byggja rekstur sinn á námsgjöldum frá nemendum. Þrjú fyrirtæki eru í farar- broddi í Mooc, Coursera og edX í Bandaríkjunum og FutureLearn í Bretlandi. Þau eru vettvangur fyrir námskeiðin sem háskólarnir bjóða upp á. Coursera er þeirra stærst, með rúmar 7 milljónir notenda, rúmlega 460 námskeið frá rúmlega 100 menntastofnunum. Ekki er hægt að útskrifast með háskólagráðu einungis með Mooc, en nemendur fá hins vegar vitnisburð um að hafa lokið prófi úr tilteknum nám- skeiðum. Kostnaðarsöm þjónusta Mooc er gífurlega kostn- aðarsöm þjónusta sem einungis stærstu háskólar heimsins geta veitt. Gífur- lega stóra netþjóna þarf til að þjónusta hinn stóra nemendahóp og þjónusta við einstaka nemendur er jafn- framt mjög kostnaðarsöm þegar fjöldinn er orðinn jafn mikill og raun ber vitni. Eng- inn íslenskur háskóli býður upp á Mooc og segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, marga smærri há- skóla í Evrópu og í Banda- ríkjunum hafa áhyggjur af þessari þróun þó svo að aðrir Mooc er iTunes æðri menntunar Bylting hefur orðið á kennsluháttum á háskólastigi undanfarin tvö ár með tilkomu svokallaðra Mooc-námskeiða. Mooc stendur fyrir „Massive open online learning“ og á uppruna sinn í Stanford-há- skóla. Mooc eru námskeið í virtustu háskólastofnunum heims – opin öllum og ókeypis að auki. Mooc hefur áhrif hingað til lands þótt íslenskir háskólar séu of litlir til að hafa fjárhagslega burði til að geta boðið upp á slík námskeið. Mooc úr öðrum háskólum eru nýtt til kennslu í námskeiðum í háskólum hérlendis. Tæknibylting háskólanna er rétt að hefjast en Mooc hefur verið sagt geta gert það fyrir æðri menntun þar sem iTunes gerði fyrir tónlist. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðar- rektor Háskólans á Bifröst. Þóranna Jónsdóttir, deildarstjóri við- skiptadeildar HR. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ. fagni þessari nýbreytni og þeirri byltingu sem hún gæti haft í för með sér. „Margir minni háskólar eru hræddir við að verða undir í sam- keppninni af því að þeir geta sjálfir ekki boðið kúrsa af þessari tegund. Hins vegar eru margir háskólar að nýta sér þessa kúrsa sem hluta af námsefni þar sem kennarinn setur nemendum fyrir að tileinka sér ákveðin grunn- atriði í tiltekinu Mooc-nám- skeiði sem síðan er fjallað dýpra um og nánar í kennslu- stund. Með því gefst meiri tími til að bjóða upp á meira einstaklingsmiðað nám, örva umræður og gagnrýna hugs- un og setja námsefni í víðara samhengi,“ segir Kristín. Hún segir að Háskóli Ís- lands hafi velt fyrir sér þátt- töku í Mooc. „Við gætum gert það í einni eða tveimur greinum sem við erum mjög sterk í hér á Íslandi en það yrði mjög kostnaðarsamt. Kennarar eru hins vegar að gera tilraunir með ýmis spennandi form í kennsl- unni. Við vitum í raun ekki hvað Mooc-þróunin mun hafa í för með sér en eitt er víst að hún hefur kallað fram mjög frjóar umræður um kennsluhætti og mun án nokkurs efa leiða til nýjunga. Það er mjög spennandi að fylgjast með framhaldinu ,“ segir Kristín. Hún bendir á að nú standi yfir rannsóknir á því hvernig Mooc nám komi út miðað við hefðbundið nám þar sem ár- angur í prófum verði borinn saman sem og viðhorfskann- anir nemenda. Í breska viðskiptablaðinu Financial Times er sagt frá hrakspám sem segi að Mooc muni eyðileggja viðskipta- módel háskóla. Höfundur greinarinnar, Geoffrey Gar- rett, rektor Australian Scho- ol of Business háskólanum í New South Wales í Ástralíu, segir að þar sé of langt seilst. „En ekki er þar með sagt að tæknidrifnar breytingar séu ekki þegar hafnar í við- skiptaskólum,“ segir hann. Betri leið til að skilja þetta sé að hugsa um Mooc vett- vang líkt og Coursera sem Margir af virtustu háskólum heims bjóða nú upp á netnámskeið án endurgjalds, Mooc, sem hægt er að ljúka með prófi. Á innan við tveimur árum hafa nálægt hundrað fremstu háskólar heims sett í gang um 450 námskeið og skráð til náms milljónir stúdenta um allan heim. 10 fréttaskýring Helgin 9.-11. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.