Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 51

Fréttatíminn - 09.05.2014, Blaðsíða 51
Helgin 9.-11. maí 2014 grill 51 Það leynist rusl út um allt Nánari upplýsingar á reykjavik.is/tiltektarhelgi Í garðinum heima, á leikvöllum, á opnum svæðum og gangstéttum. Ekki er átt við garðaúrgang heldur fyrst og fremst rusl. Best er að skila endurvinnanlegum úrgangi á endurvinnslustöðvar. Allir geta verið með Foreldrar og börn, afar, ömmur, frænkur og frændur. Nágrannar, vinir, vinnufélagar og skólasystkini. Stórir hópar og einstaklingar. Við hvetjum alla til að hjálpast að við að taka til í borginni fyrir sumarið. Þú færð poka hjá Olís Hægt er að nálgast ókeypis ruslapoka til að tína í á næstu Olísstöð. Starfsfólk Reykjavíkur- borgar keyrir um borgina og hirðir pokana mánudaginn 12. maí. Þegar vorar kemur ruslið í ljós, öllum til ama. Þess vegna hvetjum við borgarbúa til að fara út og hreinsa burt rusl í sínu nærumhverfi um næstu helgi. Í REYKJAVÍK 10.–11. mAí TiLtEkTaRhElGi HVÍTA HÚSIÐ/SÍA 1 4 -0 7 8 8 Engiferkjúklingur 1 kjúklingur 1 dós engiferöl, 33 cl 1 tsk kóriander 1 tsk hvítlauksduft 1 tsk kóríanderduft 1 cm engiferrót 2 hvítlauksrif 2 msk eplaedik 1 msk fljótandi nautakraftur 2 msk tómatsósa 1 msk hlynsýróp Salt og pipar eftir smekk Haraldur Jónasson hari@ frettatiminn.is hliðum. Klappa kryddið fast og passa að það sé allstað- ar. Hella um hálfum dl. af engiferölinu í annað ílát og troða dollunni upp í óæðri endann á kjúklingnum. Út á grillið með herlegheitin sem á að vera orðið heitt (150-170 gráður) og stillt fyrir óbeina steikingu. Þ.e.a.s. ekki á að vera hiti beint undir fugl- inum. Leyfa þessu aðeins að taka sig og nýta tímann til að undirbúa vökvann sem moppa á kjúklinginn með á grilltímanum. Moppan Rifjárn eru ómissandi tæki í eldhúsinu en þau koma í mörgum mismunandi út- gáfum og ein þeirra er mík- rórifjárn og það brúkum við hér. Það er svo sem hægt að mauka þetta í blandara eða matvinnsluvél en míkróri- fjárnið er vopnið sem við viljum í þennan rétt. Rífa niður 2 hvítlauksrif og svipað magn eða aðeins meira af engifer. Bæta ediki, tómatsósu, nautakrafti og hlynsýrópi saman við. Áhugasamir geta „tvíkað“ þetta til með smá soja eða teríaki, nú eða fundið til sterku sósuna aftast í kæliskápnum til að gera hlutina spennandi. En þessu er öllu blandað saman við engiferölið sem tekið var af dósinni áður en hún fór sína leið. Þennan vökva, sem ætti að vera u.þ.b. einn desi- lítri, þarf að moppa vel á kjúklinginn með um 10 mínútna millibili þangað til hann klárast. Kannski um 5-6 skipti. Mjög mikil- vægt að klára því síðustu skiptin setja mesta engifer/ hvítlaukskraftinn í matinn. Ekkert vera að dútla við verkið en passa að moppa ekki fyrri umferðir af með þjösnaskap heldur byggja upp fallegan gljáa. Gott get- ur verið að fá aðstoðarmann til að halda grillinu opnu svo að það galopnist ekki alveg því þá fer hitinn bara beint út í sumarkvöldið. Það er kominn matur þegar þykkasti hluti læris- ins hefur náð um 70 gráðum á Celsíus. Kjúklingurinn er þá tekinn af grillinu og dósin, sem er sjóðheit og enn hálf af vökva, tekin ofur varlega úr fylgsni sínu. Láta matinn standa í nokkrar mínútur áður en sagt er gjörið svo vel. Borið fram með grilluðum maís og heimalöguðu hrá- salati. Grillaðar kartöflur með sméri eða kartöflusalat fyrir kolvetnissjúka. 1200 g af grænmeti, skorið í u.þ.b. 4 sm. bita; rauðlaukur, paprika, kúrbítur, eggaldin, gulrætur, skalottlaukur, stórir sveppir 1/2 bolli ólífuolía Season all McCormic villikrydd 4 grillteinar úr tré Undirbúningur: Þræðið grænmetið upp á teinana. Blandið saman olíu og kryddum og leggið teinana í kryddlöginn. Látið standa í 1 klukkustund. Grillið í 8-10 mínútur, snúið við öðru hvoru og penslið með kryddleginum. Meðlæti: Hvítlauksbrauð og hrísgrjón. Uppskrift af Gauilitli.is Grillað grænmeti á teini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.