Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 11
SVEITARSTJÖRNARMÁL 9 Gisli Jónasson: SAUÐÁRKRÓKUR Inn úr flóa þeim hinum mikla, er skerst inn í landið norðanvert, milli Homstranda og Melrakkasléttu, gengur Skagafjörður, milli Húnaflóa og Eyjafjarðar. Gengur hann yfir 40 km. frá norð-norðvestri til suðurs-suðausturs inn í landið. Breidd hans í fjarðarmynninu, frá Skagatá að Almenningsnöf, er lítið eitt minni. TJt í fjarðarbotninn innst og vestast, á mótinn Borgarsands og Reykja- strandar, falla tvær bergvatnsár, Sauðá innar en Gönguskarðsá utar. Við mynni Sauðár er dálítil vík, og var hún nefnd Sauðárkrókur löngu áðin: en þar hófst föst byggð. Þarna, beggja megin við mynni Sauðár stendur nú Sauðárkróks- kaupstaður. Ekki er Sauðárkróks getið í sambandi við landnám í Skagafirði, og er hann þvi ekki sögufrægur frá fyrri tímum, eins og margir aðrir staðir í Skagafirði. Um landnám á þessinn stað segir svo í Landnámu: „Sæmundr en sudreyski félagi Ingi- mundar ens gamla sem ritað er hann kom skipi sínu 1 Gonguskardsáros. Sæmundr nam Sæmundarhlíð alla til Vatzskarz fyr- ir ofann Sæmundarlæk ok bio ad Særhund- arstaudum. Skefill het maðr er skipi sínu kom í Gonguskardzáros ad enni saumu viku ok Sæmundr. En medan Sæmundr fór elldi um landnám sitt þá nam Skefill land allt fyri utann Sauda. Þat tók hann af land- námi Sæmundar at olofi hans, ok let Sæ- mundr þat svo buit vera.“ Eins og sjá má af þessu, er vist að hin núverandi kaupstaðarlóð er í upphaflegu landnámi Sæmundar ins suðureyzka. Ekki er ólíklegt að í þann tíð hafi Gönguskarðsá runnið inn með malar- bökkunum fyrir ofan kaupstaðinn og hef- ur þá mynni árinnar verið þar sem nú er höfn kaupstaðarins, og þeir farmenn er komu skipum sínum í Gönguskarðsárós, hafa bví tekið þar höfn. Á dögum Hansa kaupmannanna mun fyrst hefjast föst verzlun í Skagafirði, en það er ekki á Sauðárkróki, heldur austan megin fjarðarins, í Hofsós, sem er elzti fasti verzlunarstaðurinn við Skagafjörð, og í Grafarósi. Ekki er getið um fasta byggð kaup- manna á Sauðárkróki, en í ferðabók Ólaví- usar (Olaus Olavíus: Oeconomisk Reise igennem de nordvestlige, nordlige og nord- ostlige Kanter af Island, Kbh. 1780, I. Deel. bls. 280) er talið að erlendir kaup- menn muni hafa haft þar aðsetur. Þar segir svo: „Bugten, sem har faaet Navn af Saude- krog, skal tilforn have været beseilet af Engellænderne eller andre Fremmede, hvilket og ikke vel kan nægtes, da man kort oven for Gruusbakken seer Mærke til Tomtene af gamle Handels- eller Köb- mandshuse hvis foresatte holdes for at have ladet deres Skibe ankre, baade í Gönguskardsaae-osen, og hgeledes paa Saudekrogen selv, af hvilken sidste Holl- ændeme ogsaa, í de seenere tider siges at have betjent dem til samme Brug, da Vandet omtrent midt paa Bugten er 5 Favne dypt, og nærmere mod Landet 3, med Sandbund paa begge Steder.“ BARÁTTAN FYRIR LÖGGILDINGU VERZLUNARSTAÐAR Á SAUÐÁR- KRÓKI. Hofsós, Grafarós og Kolkuós voru lengi einustu fastir verzlunarstaðir við Skaga- fjörð. Skagfirðingum þótti illt að sækja alla verzlun til þessara staða, vegna fjar- lægðar og ýmissa torfæra á leiðum þang- að. Voru þvi margir úr framfirðinum er

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.