Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 28.12.1947, Blaðsíða 25
SVEITARSTJÖRNARMÁL 23 „Það er strangur gangur fyrir svanga Manga að bera þang í fangi fram á langa tanga.“ (Úr gömlu stafsetningarkveri). Löggjafarnir setja lífsreglurnar í þjóð- félaginu. Skáldið sagði: „Fækkum hlekkj- um, en fjölgum ekki.“ Löggjafarnir stefna að hinu gagnstæða. Þeir hæta hlekk við hlekk. — „viðauka“ á ,viðauka.“ Sjálf- sagt er að viðurkenna, að því fleira, sem verður félagslegt með mönnum, því fjöl- breyttari löggjöf þarf. En' það réttlætir ekki hófleysi síðustu ára í boðum og bönn- um. Ef þessu heldur fram verður brátt engum, nema lærðustu lögfræðingum, fært að þekkja daglegar skyldur frá rétt- indum, né leyfilegt frá óleyfilegu. Menn þurfa langar leiðir til þess að fá úr því skorið, hvað þeir megi gera eða ógert láta. Lif manna er reyrt í lögviðjar. Eitt af gleggstu dæmunum um ofstjórn- aranda löggjafanna eru Orlofslögin. Lög þessi eru fjarstæðulega nærgöngul frelsi nokkurs hluta þjóðarinnar um tóm- stundaval. Þau litilsvirða vinnandi fólk með bví að ganga út frá, að það sé svo óþroskað, að orlofseyrir þess verði að vera ógjaldgengur þangað til á vissum augna- blikum, sem oft þarf mikil ómök við að kalla fram. —- og getur mistekist. Réttur- inn til orlofsgreiðslunnar glatast oft fyrir vafstrið við orlofsmerkin. Orlofsbókin týn- ist stundmn á þeim óþörfu krókaleiðum. Hvers vegna er ekki orlofsféð tekið blátt áfram og beint í kaupinu? Framkvæmd laganna likist um of dægradvöl á Kleppi, eða því að verið sé að láta Manga bera þang fram á tangann að ástæðulausu. Fróðlegt væri að vita, hve framkvæmd- in kostar margar vinnustundir í landinu öllu árlega. bæði fyrir þá. sem eiga að njóta orlofs og hina, er hlut eiga að máli, — og einnig hve mikil vinnugleðin er við vafstrið. Ég hefi heyrt margan verkamann formæla þessum lögum vegna krókaleið- anna. en alls engan hlessa þau. Oddvitar og bæjarstjórar þekkja þessi lög, því að ein ómaksferðin — langt fyrir skammt — sem þau fyrirskipa, er sú, að þessir starfsmenn votti að eigandi orlofs- bókar hafi „lagt fram skriflega yfirlýs- ingu um, að hann ætli i orlof“ tiltekinn dag og vera í því tilgreinda daga. Fylgi ekki bess háttar vottorð, fæst ekki útborg- un. Yfirlýsinguna þarf nálega alltaf að semja fyrir bókareigandann, ef ákvæði laganna um hana er á annað borð full- nægt. Síðan skal hún geymd „i vörzlum bæjarstjórans eða oddvitans. Ekki er til- tekið hve lengi sú mikilsverða yfirlýsing skuli geymd. Sennilega á hún að verða „þang í fangi“ „svanga Manga“ á ókomn- um árum. Löggjöf sem þessi hefir — auk annars skaðvænleg áhrif á löghlýðni þjóðarinnar. Hún sljóvgar virðingu fyrir lögum yfir- leitt. Hún venur menn á að brjóta lög. Þeir stytta sér leið með því að stíga yfir firrur hennar. og æfast þá jafnframt í þess háttar leikfimi. Ég hefi talað um orlofslögin sem dæmi um hættulega stefnu í löggjöf landsins, — ofstjórnarstefnu og stefnu þangburðarins. Annað dæmi vil ég taka, sem talar sinu máli: Fjárhagsráð var sett á stofn. Það tók til starfa og gaf út fyrirskipanir og krafðist skýrslna. Fljótt sá það, að ekki dugði því, að ætla sér að afgreiða í öllum efnum alla landsmenn frá skrifstofum sínum í Reykjavík og kvaddi því hæjarstjóra og oddvita á verzlunarstöðum sér til aðstoðar við veitingu innkaupaleyfa á byggingar- efni. Ekki var um það spurt hvort nægi- legur vinnukraftur væri þar fyrir hendi. En sleppum því. Vikur liðu, og ös þeirra, sem á byggingarefni þurftu að halda, hvort sem heldur var í hús, vöggu eða lik- kistu, skall eins og æsibrim á skrifstofum bæjarstjóra op oddvita. Laugardaginn 20. sept., kl. 2 e. h., barst mér sem oddvita Húsavíkurhrepps sím- skeyti frá Fjárhagsráði — að sjálfsögðu dreifisskeyti. Símstöðin í Húsavik hafði meðtekið það frá Akureyri kl. 1 og tíu mínútur e. h. Skeytið var svohljóðandi:

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.