Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1972, Page 25
BJÖRN ÁRNASON, bæjarverkfræðingur: SORPHIRÐA Útdráttur úr skýrslu sorphirðunefndar Eitt þeirra viðfangselna, sem verulega vefst fyrir sveitarstjórnum um allt land, og raunar um allan heim, er geymsla og öll meðferð sorps í þéttbýli. Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga hafði liaft nokkrar áhyggjur af lausn þessara mála hér- lendis og fól því á árinu 1969 þriggja manna nefnd að fjalla sérstaklega um þessi mál. í nefnd- ina völdust þrír verkfræðingar, þ. e. Björn Árna- son, bæjarverkfræðingur, formaður; Björgvin Sæ- mundsson, bæjarstjóri, og Hilmar Sigurðsson, hreppsverkfræðingur í Njarðvíkurhreppi. Um upplýsingar var allvíða leitað fanga. Skrif- stofa sambandsins liafði aflað verulegra upplýs- inga innanlands og utan. Því til viðbótar aflaði nefndin nýrra upplýsinga, aðallega frá Norður- löndum. í samráði við framkvæmdastjóra sambandsins réði nefndin sér ráðunauta til aðstoðar, annars vegar Benedikt Gunnarsson, tæknifræðing, sem gerði tímaathuganir og samanburð á mismunandi sorpheimtuaðferðum, og hins vegar dr. Kjartan Jóhannsson, rekstrarfræðing, sem undir umsjá nefndarinnar sá um úrvinnslu, útreikninga og samningu skýrslu hennar, ásamt starfsmanni sín- um, Helga M. Bergs, viðskiptafræðingi. Þá ber þess að geta, að skrifstofa sambandsins, og þá ekki sízt Unnar Stefánsson, viðskiptafræð- ingur, hafa aðstoðað nefndina á margan hátt. Efni skýrslunnar Skýrsla nefndarinnar er nú í prentun og kem- ur út á næstunni. Er skýrslan nreð fylgiskjölum á annað hundrað blaðsíður, og mun hún verða prentuð í 1000 eintökum, sem dreift verður á vegum sambandsins. Hér á eftir mun skýrslan verða kynnt lauslega lesendum Sveitarstjórnarmála. Geta Jreir, sem áhuga hafa á að kynna sér hana nánar og ekki hafa fengið hana, aflað sér sjálfrar skýrslunnar frá skrifstofu sambandsins. Höfuðkaflar eru: 1. Inngangur 119 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.