Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 18

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 18
LANDSÞING Magntís L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur: Verkefni ríkisins a& jafna búsetua&stööu í landinu Ávarp vid setningu XIH. landsþingsins Góöir þingfulltrúar og gestir. Fyrir hönd borgarstjórnar Reykjavíkur býð ég ykkur hjartan- lega velkomin til Reykjavíkur um leiö og ég ber fram þá ósk, að þetta veröi árangursríkt og ánægjulegt þing. Reykjavíkurborg hefur frá stofn- un Sambands íslenzkra sveitarfé- laga tekið virkan þátt í störfum þess, og þaö er skoðun mín, aö með samstööu sveitarfélaganna innan þess hafi mörgum framfara- málum veriö rudd braut. Styrkur höfuðborgarinnar gerir það aö verkum, aö hún þarfnast ekki sömu þjónustu frá samband- inu og hin minni sveitarfélög, en hún getur aðstoöaö sambandið viö framkvæmd verkefna sinna á mörgum sviðum. Til dæmis hafa starfsmenn borgarinnar jafnan lagt mikið af mörkum til fræðslu- og ráöstefnustarfsemi sambandsins. Á móti kemur svo, aö þaö er hagur Reykjavíkurborgar, aö viröing og áhrif sveitarfélaga í landinu vaxi, þau móti sameiginlega afstööu í ýmsum málum og aö þau komi fram á jafnréttisgrundvelli gagn- vart ríkisvaldinu. Sveitarfélögin í landinu eru eldri stofnanir en ríkisvald, eins og viö skilgreinum þaö í dag, og þau lúta stjórn lýðræðislega kjörinna full- trúa, sem þekkja þarfir og sjónar- miö umbjóðenda sinna. Ég hygg, aö viö séum öll sam- mála því sjónarmiði, sem kom fram í áliti nefndarinnar, sem samdi drög aö frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga, aö sveitarfé- lögin eiga aö hafa meö höndum öll þau verkefni opinberrar þjónustu, sem ráðast af staöbundnum þörf- um og þar sem þekking á aöstæö- um og frumkvæöi heimamanna leiðir til betri þjónustu fyrir þá en miðstýring af hálfu ríkisvaldsins. í nýju sveitarstjórnarlögunum er líka aö finna stefnumarkandi ákvæöi um, aö sveitarfélög skuli hafa sjálfstæöa tekjustofna og sjálfsforræði á gjaldskrá eigin fyr- irtækja og stofnana til þess aö mæta kostnaði viö framkvæmd þeirra verkefna, sem þau annast. Hér er um mjög mikilvægt ákvæöi aö ræöa, sem sveitarfélögin veröa aö standa vörö um í framtíðinni. Tilvist Jöfnunarsjóös s veitarfélaga tekin til róttækari endursko&unar en gert er rá& fyrir Á þessu þingi veröa rædd mörg athyglisverð mál. Ég vil sérstak- lega nefna drög að frumvarpi til nýrra tekjustofnalaga, sem hér veröa til umfjöllunar. Ég tel, aö þar sé bæöi aö finna atriði, sem til bóta horfa, svo sem afnám há- marks í útsvarsálagningu, fækkun lögbundinna undanþága frá greiðslu fasteignaskatts, samræmi í reglum um landsútsvar og ákvæöi, er horfa að aðstöðugjaldi. Hins vegar tel ég einnig, aö þar sé aö finna ákvæöi, sem þéttbýlis- sveitarfélögin geti ekki sætt sig viö, en þar á ég viö ákvæði um, aö aukinn hluti Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga fari til sérstakra framlaga. Vegna skeröingar á lögbundnum framlögum ríkissjóös til jöfnunar- sjóös fer nú stuðningur hans viö rekstur sveitarfélaga þverrandi, og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar Reykjavikur, flytur ávarp sitt. Gunnar G. Vigfússon tók myndirnar á landsþinginu. 232 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.