Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 42

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1986, Blaðsíða 42
BÆKUR OG RIT Sveitarstjórnarlög ásamt skýringum og athugasemdum Sambandið hefur gefið út númer 8 í flokki fræðslurita bókina , .Sveitarstjórnarlög nr. 8/1986 ásamt skýringum og athugasemd- um“, eftir Björn Friðfinnsson, for- mann sambandsins. í inngangi er rakin löggjöf um sveitarfélög hérá landi frá öndverðu og sagt frá endurskoðun sveitarstjórnarlag- anna, sem í gildi hafa verið frá ár- inu 1961. Síðan er í ritinu fjallað um hvern hinna 12 kafla nýju laganna og birt hver lagagrein fyrir sig og með henni skýring. I formála kveðst höfundur fyrst og fremst styðjast við greinargerð með frumvarpi til laganna og við greinargerð með tillögum endurskoðunarnefndar sveitarstjórnarlaga, sem hann átti sæti í, en frumvarpið var byggt á tillögum nefndarinnar. Aftan við meginkafla ritsins með skýringum á einstökum greinum laganna er atriðisorðaskrá, þar sem vísað er til lagagreina, þar sem umrædd orð koma fyrir. Fræðslurit þetta er 104 bls. á stærð. Það kostar 500 krónur ein- takið. Árbók sveitarfélaga 1986 Árbók sveitarfélaga hefur verið gefin út í annað sinn, og er fyrir árið 1986. Hún er 128 bls. að stærð með nokkru meiri upplýs- ingar heldur en fyrsta árbókin, sem kom út á sl. ári. Fremst í ritinu eru kaflar um Samband islenzkra sveitarfélaga, landshlutasamtök, launanefnd, Tölvuþjónustu, Lána- sjóð, Innheimtustofnun og Hafnasamband sveitarfélaga Síðan er viðamesti kaflinn, um fjármál sveitarfélaga. í honum eru m.a. birt yfirlit um rekstrartekjur sveitarsjóða 1983 - 1986, tekjur og gjöld sveitarfélaga á Ibúa á ár- inu 1984, álögð sveitarsjóðsgjöld 1985 á íbúa og álögð útsvör og aðstöðugjöld í ár. Birtar eru álagningarreglur í kaupstöðunum í ár og innheimtuhlutfallið á árunum 1982 - 1985, yfirlit um framlag kaupstaðanna til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og til sjúkrasam- laga árin 1983 og 1984 og um framlög kaupstaða til barnaheim- ila. Þá er í árbókinni listi yfir ný lög frá síðasta Alþingi um sveitar- stjórnarmál, skrá um íbúafjölda sveitarfélaganna 1. des. 1985, yfirlit um fjölda fastra starfsmanna sveitarfélaga í ár, nöfn fram- kvæmdastjóra sveitarfélaganna og yfirlit, er sýnir fjölda nemenda og kennara grunnskólanna starfs- veturinn 1985-1986. Loks er í ár- bókinni skrá yfir nokkrar opinberar stofnanir. Lúðvík Hjalti Jónsson, viðskiptafræðingur hjá samband- inu, tók saman efni árbókarinnar. Árbókin er fáanleg á skrifstofu sambandsins og kostar 600 krón- ur. Skrá yfir efni Sveitar• stjórnarmála 1981— 1985 Sambandið hefur gefið út sem Handbók sveitarfélaga númer 19 Skrá yfir efni Sveitarstjórnarmála 41. - 45. árgangs, þ.e. fimm síð- ustu árganga tímaritsins, þann 41. - 45. í röðinni. Fyrir nokkrum árum kom út skrá með efni fyrstu fjöru- tíu árganga tímaritsins, þ.e. ár- ganganna 1941 - 1980. Efnisyfir- litið var númer 17 í ritröðinni Handbók sveitarfélaga og er fáan- legt á skrifstofunni og kostar 300 krónur. Efnisyfirlitið er í þremur köflum. Fyrst er efninu raðað eftir efnis- flokkum, í öðrum kafla eftir kaup- stöðum, sýslum og hreppum og loks í þriðja kafla eftir höfundum. í miðkaflanum má þannig sjá, hvaða efni hefur verið birt frá hverju sveitarfélagi á sl. fimm árum. í formála efnisyfirlitsins eftir rit- stjóra tímaritsins, sem sá um út- gáfuna, segir m.a. á þessa leið: ,,Margt af efni tímarits eins og Sveitarstjórnarmála heldur gildi, þótt nokkur ár líði frá birtingu þess. Það á til að mynda við um kynningu á nýjum lögum og reglu- gerðum. Það á við um leiðbein- ingar um meðferð hinna ýmsu 256 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.