Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Blaðsíða 50
ALMENNINGSBÓKASÖFN það má segja að við höfum kastað okkur út í þessa sam- vinnu líkt og maður sem fleygir sér til sunds í þeirri góðu trú að hann muni bjarga sér. Við höfum hvorki haft tíma né fjármagn til að skipuleggja samvinnuna bet- ur, gera hana faglegri og þar með markvissari. Verkefni framundan í nóvember sl. var haldið námskeið í Finnlandi um samvinnu milli sveitarfélaga um bókasafnamál. Finnar, Norðmenn og Svíar hafa víða í heimalöndum sínum stofnað til slíkrar samvinnu og voru nokkur dæmi kynnt á námskeiðinu. Aðallega er um að ræða tvenns konar samvinnu. Ann- ars vegar nokkurra sveitarfélaga þar sem allsherjar upp- stokkun er gerð. Uppbygging og þjónusta er endur- skipulögð frá grunni. Hins vegar milli bókasafna nokk- urra sveitarfélaga um ákveðna starfsþætti eins og bóka- val og millisafnalán, sameiginlega gagnagrunna, sérhæf- ingu og uppbyggingu ákveðinnar tegundar safngagna og fleira. Framkvæmdin er vandlega undirbúin. Lagt er af stað með samþykki ráðamanna og í samvinnu við þá. Sótt er um styrki til verkefnisins úr þar til gerðum sjóðum (því miður eru engir slíkir hérlendis). Lagðar eru fram ítarleg- ar tillögur og verklýsingar og fjármagn tryggt til fram- kvæmdarinnar. Þessar framkvæmdir eru allrar athygli verðar og margt af þeim hægt að læra. Fyrirhugaður er fundur Sambands íslenskra sveitarfélaga og almenningsbókavarða og verð- ur samstarf án efa rætt þar. Víst er að ekki er vanþörf á slíku samstarfi hér á landi eins og bókasafnamálum okk- ar er nú varið. SKIPULAGSMÁL Hugmyndasamkeppni um ísland árið 2018 og skipulagsþing 1996 I tilefni þess að í ár eru liðin 75 ár frá setningu fyrstu skipulagslaga á Islandi efna umhverfisráðuneytið og Skipulag ríkisins til hugmyndasam- keppni undir yfirskriftinni „Island árið 2018". I kjölfar hennar verður haldið skipulagsþing á komandi hausti þar sem fjallað verður um framtíðarsýn byggðar og búsetu í landinu og fleiri viðfangsefni skipu- lagsmála. Hugmyndasamkeppni Tilgangur hugmyndasamkeppn- innar „Island árið 2018“ er að vekja athygli á skipulags- og umhverfis- málum og hve hratt þau þróast. Leitað er eftir hugmyndum og til- lögum um stöðu og framtíð Islands á nýrri öld með áherslu á þau atriði sem sett eru fram í keppnislýsingu eða önnur sértækari sem þátttakend- ur kynnu að vilja koma að. Samkeppnin er opin og öllum heimil þátttaka. Tillögur skal setja fram í greinar- gerð og á uppdráttum, myndum eða veggspjöldum. Ennfremur skal skila útdrætti úr greinargerð. I keppnis- lýsingu er að finna nánari upplýs- ingar um skil tillagna. Veitt verða verðlaun að heildar- fjárhæð kr. 2.000.000 kr. Dómnefnd ákveður skiptingu verðlaunafjár, en allt að fimm tillögur verða verð- launaðar. Ahugaverðum tillögum verður einnig veitt viðurkenningin „athyglisverð tillaga". Keppnislýsing liggur frammi í umhverfisráðuneytinu og hjá Skipu- lagi ríkisins. Nánari upplýsingar fást hjá trúnaðarmanni dómnefndar, Huga Ólafssyni, deildarstjóra í um- hverfisráðuneytinu. Tillögum skal skila til trúnaðar- manns dómnefndar fyrir I. júlí 1996. Skipulagsþing Aætlað er að halda skipulagsþing á komandi hausti. Þátttaka verður öllum heimil en lögð áhersla á að ná til fagfólks og embættismanna sem starfa að skipulagsmálum. Gert er ráð fyrir tveggja daga þingi. Fyrri daginn verður fjallað um framtíðarsýn byggðar og búsetu í landinu og stjórn skipulagsmála. Síðari daginn verða tekin fyrir af- markaðri þemu. Nánari dagskrá verður kynnt þegar líða tekur á sum- ar og þátttökuskráning auglýst. ÝMISLEGT Félags- og fræðslusvið Akureyrarbæjar í nýtt húsnæði Félags- og fræðslusvið Akureyr- arbæjar er flutt í nýtt húsnæði að Glerárgötu 26 og eru nú allar deildir sem heyra undir það sameinaðar undireinu þaki. Húsnæðið er á fjórum hæðum og innréttað sérstaklega fyrir þessa starfsemi. A þriðju hæð er félags- málastofnun og ráðgjafardeild, á annarri hæð skóla- og menningar- deild, íþrótta- og tómstundadeild og leikskóladeild og á hluta jarðhæðar er vinnumiðlunarskrifstofan. A efstu hæð er Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra til húsa. Enn er verið að vinna að innrétt- ingu meginhluta jarðhæðar og er á þessu stigi málsins nokkuð óákveð- ið hvaða þjónusta verður þar. Húsnæði þetta er allt mjög smekklega innréttað og fylgir þörf- um hverrar deildar eins og kostur er. Þessar deildir hafa hingað til verið dreifðar um bæinn í misjafnlega hentugu húsnæði og er því munur- inn mikill bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.