Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 61

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1997, Page 61
KYNNING SVEITARSTJORNARMANNA reynslusveitarfélög 1995-1996. Hún var formaður starfshópa sem skip- aðir voru til að semja reglur um út- hlutun styrkja út Atvinnuleysis- tryggingasjóði til átaksverkefna á vegum sveitarfélaga á árunum 1995 og 1996. Hún var ritari sifjalaganefndar frá 1988-1992 og vann í því sambandi að gerð frumvarpa til bamalaga nr. 20/1992 og hjúskaparlaga nr. 31/1993. Árin 1989-1992 hafði Anna um- sjón með kirkjumálum í ráðuneyt- inu og árið 1993 vann hún að mál- efnum embætta sýslumanna og hér- aðsdómstóla. Auk þess undirbjó hún á þessum árum fullgildingu alþjóða- samninga sem snerta ráðuneytið, t.d. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi bamsins. Hún hefur setið í og veitt for- mennsku fjölmörgum nefndum sem skipaðar hafa verið til að fjalla um málefni kirkjunnar, s.s um starfskjör presta, kosningar innan kirkjunnar, eignir kirkjunnar og til að gera til- lögur að fmmvörpum og reglugerð- um um málefni kirkjunnar. Hún átti á árinu 1993 sæti í nefnd sem end- urskoðaði lög um málflytjendur. Anna var starfsmaður nefndar sem skipuð var 1995 til að endur- skoða lög um atvinnuleysistrygg- ingar og var í maí 1996 skipuð for- maður nefndar sem á að endurskoða lög um vemd bama og ungmenna. Anna hefur sótt fjölmarga fundi erlendis, m.a. um sifjarétt, stjómar- farsrétt, lagasamvinnu, atvinnuleys- istryggingar og vinnumiðlun. Hún átti sæti í sérfræðinganefnd Evrópu- ráðsins um sifjarétt frá 1987-1993 og var kjörin í vinnuhóp nefndar- innar árið 1992. Hún sat á árinu 1995-1996 í vinnuhópi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem skipaður var til að gera tillögur um endurskoðun á norrænni samvinnu á sviði heilbrigðis- og félagsmála. Anna er gift Halldóri Gíslasyni arkitekt og eiga þau tvö böm, fædd 1983 og 1985? Tryggvi Jónsson íorstöðumaður tækni- og umhverfissviðs Mosfellsbæjar Tryggvi Jóns- son er forstöðu- maður tækni- og umhverfissviðs Mosfellsbæjar. Hann er fædd- ur í Reykjavík 11. nóv. 1954 og em foreldrar hans Guðmunda Sigurðardóttir hjúkmn- arfræðingur og Jón Viðar Tryggva- son múrari. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjömina árið 1975, B.S.-prófi frá verkfræðideild Háskóla íslands árið 1980, M.S.- prófi í byggingaverkfræði árið 1983 frá University of Colorado og prófí úr rekstrar- og viðskiptanámi frá endurmenntunardeild Háskóla Is- lands 1996. Tryggvi hefur unnið við verk- fræðistörf hjá Almennu verkfræði- stofunni hf. 1980-1982, hjá Fjöl- hönnun hf. 1984-1985, hjá Línu- hönnun hf. 1993-1996 og loks við verkfræði- og stjórnunarstörf hjá verktakafyrirtækinu Krafttak sf. m.a. við jarðgangaframkvæmdir fyrir Blönduvirkjun og í Ólafsfjarð- armúla og við flugbrautargerð á Eg- ilsstöðum, auk tilboðsgerðar. Hann hefur skrifað greinar í ýmis fagtíma- rit. Hann var ráðinn bæjarverkfræð- ingur í Mosfellsbæ 1. september 1996 og forstöðuinaður tækni- og umhverfissviðs er nýtt stjórnkerfi var tekið upp í lok síðasta árs. Maki hans er Ingveldur Braga- dóttir íþróttakennari og eiga þau þrjár dætur. BDMRE BOMAG er leiðandi framleiðandi á þjöppum og völturum. Við eigum eftirfarandi tæki á lager og til afgreiðslu STRAX: VÉLHNALLA 60 og 71 kg. JARÐVEGSÞJOPPUR 92 - 137 - 190 og 210 kg. VALTARA, 600 kg. Útvegum með skömmum fyrirvara: Allar stærðir af völturum og nýja eða notaða S0RPHAUGATR0ÐARA. 0TRULEGA HAGSTÆTT VERÐ! 17 Ráðgjöf ■ Sala ■ Þjónusta Skútuvogi 12a -104 Rvk - Sími 581 2530 1 87

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.