Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Blaðsíða 4
FORUSTUGREIN Félagslega íbúðakerfið vandi sveitarfélaganna Ný lög um húsnæðismál öðluðust gildi 1. janúar 1999. Sveitarfélögin og húsnæðisnefndir þeirra höfðu ýmsum skyldum að gegna samkvæmt þeim lögum sem giltu til þess tíma. Þeim var skylt að gera könnun á húsnæðisþörf fyrir láglaunafólk í sveitarfélaginu og væri sú þörf fyrir hendi bar þeim að sækja um lán úr Byggingarsjóði verkamanna og ráðast í byggingu fé- lagslegra íbúða, þ.e. eignaríbúða eða leiguíbúða. Fjöldi félagslegra íbúða var byggður samkvæmt umræddri löggjöf enda var þá fólksfjölgun á þéttbýlisstöðum víða um land. Stærsti hluti þessara félagslegu íbúða voru eignaríbúðir sem einstaklingar áttu og kysu þeir að selja íbúðimar voru sveitarfélögin og eru enn skyld til að kaupa og greiða eigendunum þeirra eignarhluta og yfírtaka áhvílandi lán. Með þeirri húsnæðislögggjöf sem gildi tók í ársbyij- un 1999 var horfíð ffá kaupskyldunni og sveitarfélögin fúllnusta nú fjárhagslega ábyrgð sína í húsnæðismál- um með greiðslu á framlagi í Varasjóð viðbótarlána sem nemur 5% af veittu viðbótarláni í sveitarfélaginu. Jafnframt var sveitarfélögunum heimilað að selja inn- leystar íbúðir á markaðsverði í viðkomandi sveitarfé- lagi eða breyta þeim í leiguíbúðir á hagkvæmari láns- kjörum. Varasjóður viðbótarlána fékk það hlutverk að greiða niður hluta áhvílandi lána þegar sala íbúðanna færi fram á þeirn stöðum sem markaðsverð íbúða er lægra en nemur eignarhluta eiganda og áhvílandi láni. Til þess að standa undir því verkefhi er sjóðnum aflað tekna með tvennum hætti, þ.e. með söluhagnaði af inn- leystum íbúðum sem seldar eru á ffjálsum markaði og með ffamlagi ríkissjóðs. Starfsemi Varasjóðs viðbótarlána hefúr farið hægt af stað af ýmsum ástæðum. Einu sveitarfélögin sem selt geta félagslegar íbúðir með hagnaði eru á höfúðborg- arsvæðinu og hefur sjóðurinn fengið tekjur af sölu íbúða á því svæði. Þeir fjármunir hafa verið notaðir til að niðurgreiða áhvílandi lán á íbúðum í þeim sveitarfé- lögum sem seldu félagslegar íbúðir á árinu 1999 í þeim tilvikum þar sem verð á frjálsum markaði var lægra en uppreiknað endursöluverð. Flest bendir á hinn bóginn til þess að tekjur sjóðsins af söluhagnaði íbúða fari þverrandi þar sem framreiknað verð þeirra helst ekki í hendur við verðhækkanir á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og eigendur íbúða á því svæði draga við sig að óska innlausnar þeirra af þeim sökum. Sveitarfélögin hafa fjármagnað sjóðinn að sínum hluta i samræmi við lögin með innborgunum á sölu- hagnaði seldra íbúða og greiðslu ffamlags sem nemur 5% af viðbótarlánum. Þrátt fyrir heimildarákvæði í fjárlögum ríkisins fyrir árin 1999 og 2000 hafa engar greiðslur borist sjóðnum frá ríkissjóði, þegar þetta er ritað. Árleg framlög ríkisins eru þó i raun forsenda þess að sjóðurinn geti gegnt hlutverki sínu. Með niðurlagningu félagslega íbúðakerfisins og stofnun Varasjóðs viðbótarlána var að því stefnt að leysa vanda þeirra sveitarfélaga sem þurft hafa að leysa til sín fjölda félagslegra eignaríbúða en ráða ekki við að standa undir þeim skuldum sem þeim er skylt að yf- irtaka. Sá vandi er tilkominn annars vegar vegna kaup- skyldu sveitarfélaganna sem Alþingi lögfesti á sínum tíma og hins vegar vegna fólksfækkunar sem orðið hefur í viðkomandi sveitarfélögum á undanförnum árum. í hvorugu tilvikinu er um það að ræða að sveit- arfélögin hafí haft þá áhrifaþætti í valdi sínu. Sala félagslegra íbúða á markaðsverði og afskrift áhvílandi lána er mjög vandasöm í þeim sveitarfélög- um þar sem húsnæðismarkaðurinn er lítið sem ekki virkur og íbúðaverðið lágt því ekki má eyðileggja þann frjálsa markað sem þó kann að vera fyrir hendi. Því má ætla að sala á íbúðum út úr kerfínu taki nokkuð langan tíma og Varasjóður viðbótarlána ráði við sinn þátt í því verkefúi með árlegum framlögum úr ríkissjóði. Vandi þeirra sveitarfélaga sem leyst hafa til sín fjölda félagslegra íbúða, sem engin eftirspum er eftir 1 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.