Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.04.2001, Page 16
ÝMISLEGT Sýslumaðurinn og hreppstjórnin í Reykjavík Björn S. Stefánsson, dr. scient. Það, sem nú heitir ýmist bær (t.a.m. Snæfellsbær), hreppur (t.a.m. Bessastaðahreppur), byggð (t.a.m. Vesturbyggð), kaupstaður (t.a.m. Seltjarnarneskaupstaður), þing (Húnaþing vestra), sveit (t.a.m. Eyjafjarðarsveit), hérað (Austur- Hérað, Norður-Hérað), sveitarfélag (t.a.m. Sveitarfélagið Hornafjöröur), borg (Reykjavíkurborg) eða sveitar- félagið borg (Sveitarfélagið Ár- borg), hefur síðan 1986, þegar sýslunefndir voru afnumdar, sömu stöðu í opinberri stjórnsýslu, en áður voru hrepparnir að nokkru á valdi sýslunefndar. Síðan 1989 er ekki munur á héraðssýslu ríkisins, sem áður var ýmist í höndum sýslu- manns eða bæjarfógeta, og þá var einnig hætt að hafa tvö heiti á um- boðsmönnunum. Því er nú sýslu- maður í Reykjavík, en hafði ekki verið lengi. Hér verður athugað, hvernig færi á því í samræmi við skipulagsbreytinguna 1986 að hafa aðeins eitt heiti, hrepp. Það er ekki síður lipurt en sýsluheitið. Hér er um að ræða nöfn stjóm- sýslu. Stundum er með sama orði átt jöfnum höndum við stjórnsýsluna, byggðarlagið eða svæðið, en borg, bær eða hreppur fellt úr nafninu. íbúar Reykjavíkur er þá sama sem íbúar Reykjavíkurborgar, en menn fara ekki á skrifstofu Reykjavíkur, heldur á skrifstofu Reykjavíkur- borgar. Á sama hátt er talað um íbúa á Akranesi sem íbúa Akranesbæjar, en þeir njóta ekki þjónustu Akra- ness, heldur Akranesbæjar. At- vinnustarfsemi i Hafnarfirði merkir atvinnurekstur í umdæmi Hafnar- fjarðarkaupstaðar, þar með talin Krýsuvík, sem er alllangt frá bæn- um. Á þennan hátt verður hins veg- ar ekki talað um ísafjörð, Skaga- fjörð né HomaQörð, eins og nafn- giftir stjómsýslunnar hafa ráðist þar. Hefð er að hafa orðin sveit og bær í nafni svæðis, svo sem Mosfells- sveit, Saurbær og Kaupangssveit, og hefúr ekki þurft að misskilja, en Mosfellshreppur og Saurbæjar- hreppur er annað mál. Það var hefð að kenna stjómsýsl- una við staðinn, þar sem hún átti setur, sem áður fyrr var þingstaður- inn, svo sem Grýtubakkahreppur og Hraungerðishreppur, eða við svæð- ið, svo sem Fljótshlíðarhreppur og Vopnafjarðarhreppur. Athugum, hvemig færi að hafa hrepp alls stað- ar í nafninu og hefðinni fylgt í nafn- gift. Stundum á við að hafa hluta úr ömefni i heitinu, þótt ekki sé hann svæði né sé eða hafi verið stjómar- setur (Patrekshreppur, Snæfells- hreppur, Jökulsárhreppur). Þótt allir landsmenn skipuðust þannig í hreppa, yrði eftir sem áður talað um borgina Reykjavík, um bæina Seyðisfjörð og Selfoss og um sveitirnar Fljótshlið og Bárðardal, svo að dæmi séu tekin. í hreppanafnaskránni hér á eftir verður svæðið (með forsetningu) nefnt, ef þar á annað við en hrepps- nafnið. Hreppanafnaskrá Grindavíkurhreppur, nú Grindavík- urkaupstaður. 1 Grindavík. Keflavíkurhreppur, nú Reykjanes- bær. Sandgerðishreppur eða Miðnes- hreppur, nú Sandgerðisbær. í Sandgerði eða á Miðnesi. Hafnarfjarðarhreppur, nú Hafnar- fjarðarkaupstaður. I Hafharfirði. Garðahreppur, nú Garðabær. Kópavogshreppur, nú Kópavogs- bær. í Kópavogi. Reykjavíkurhreppur, nú Reykjavik- urborg. í Reykjavík. Seltjamameshreppur, nú Seltjamar- neskaupstaður. Á Seltjamamesi. Mosfellshreppur, nú Mosfellsbær. í Mosfellssveit. Akraneshreppur, nú Akraneskaup- staður. Á Akranesi eða á Skaga. Reykholtshreppur, nú Borgarfjarð- arsveit. Borgarneshreppur, Borgarhreppur eða Mýrahreppur, nú Borgar- byggð. Snæfellshreppur, nú Snæfellsbær. Eyrarhreppur eða Grundarfjarðar- hreppur, nú Eyrarsveit. 1 Eyrar- sveit. Helgafellshreppur, nú Helgafells- sveit. í Helgafellssveit. Stykkishólmshreppur, nú Stykkis- hólmsbær. I Stykkishólmi. Dalahreppur eða Búðardalshreppur, nú Dalabyggð. Patrekshreppur, nú Vesturbyggð. ísafjarðarhreppur, nú ísaljarðarbær. Hvammstangahreppur, nú Húna- þing vestra. í Vestur-Húnavatns- sýslu. Blönduóshreppur, nú Blönduósbær. Á Blönduósi. Sauðárkrókshreppur, nú Sveitarfé- lagið Skagafjörður. Siglufjarðarhreppur, nú Siglufjarð- arkaupstaður. Á Siglufirði (um kaupstaðinn). Ólafsfjarðarhreppur, nú Ólafsfjarð- arkaupstaður. I Ólafsfirði. 7 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.