Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 9

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 9
Fráveitumál Styrkja verður undirbúningsvinnuna Knútur Bruun, fulltrúi sveitarfélaganna í fráveitunefnd, flutti erindi af sjónarhóli sveitarfélag- anna á ráðstefnu um fráveitumál sveitarfélaga. Hann lagði áherslu á endurskoðun styrkjakerfis ríkisins til sveitarfélaganna. Knútur hóf mál sitt á að lýsa ánægju með erindi Jónu Fanneyjar Friðriksdóttur, bæj- arstjóra Blönduósbæjar. Hann benti á að hún starfaði í litlu sveitarfélagi eins og hann sjálfur og í báðum þessum sveitarfé- lögum hafi verið lyft grettistaki í fráveitu- málum. Hann vitnaði í ummæli hennar þegar hún kvaðst hafa verið spurð hver hvati fráveituframkvæmdanna á Blönduósi hafi verið. Hann hafi verið knýjandi nauð- syn. „Þetta er sveitarfélag með ferðaþjón- ustu og laxveiði og ef umhverfismálin eru ekki í lagi getur fólk hætt að hugsa um at- vinnustarfsemi af því tagi," sagði Knútur. Hann vitnaði síðan til erindis Guðmundar Baldurssonar, bæjartæknifræðings Hvera- gerðisbæjar. Hann kvaðst hafa unnið með honum sem sveitarstjórnarmaður þar og þeir hafi svipaða sögu að segja. „Mér þótti það brandari þegar ég var að byrja í bæj- arstjórn Hveragerðisbæjar hér á árum áður að hlusta á að Hveragerði væri heilsubær og þjónustubær en svo rann allt heila svínaríið beint út í ána." Ekki lagt í of mikinn kostnað Knútur kvaðst telja alrangt sem nokkuð hafi verið rætt á ráðstefnunni að sveitarfé- lög hafi hugsanlega lagt í miklu meiri kostnað vegna fráveituframkvæmda en nauðsynlegt hafi verið. „Ég held þvert á móti að þessi mál hafi verið mjög vel und- irbúin," sagði hann og nefndi Hveragerð- isbæ sem dæmi. „Við vorum með mjög góða sérfræðinga og mjög góðar skýrslur - meira að segja svo góðar að stundum varð maður hundleiður á að lesa þær. Þess vegna finnst mér að menn eigi ekki að ræða þessi mál á þeim nótum að verið sé að ana út í eitthvað." Einn milljarður til sveitafélaganna Knútur sagði að frá því að lög um fram- kvæmdir sveitarfélaga í fráveitumálum voru sett 8. mars 1995 hafi fráveitunefnd úthlutað tæplega einum milljarði króna til sveitarfélaganna. Hann sagði að starfsregl- ur fráveitunefndar hafi annars vegar verið mótaðar af lögunum en hins vegar af ýmsu er taka hafi þurft tillit til en ekki ver- ið fullmótað fyrirfram. Það hafi verið gert í góðri samvinnu við ráðuneyti umhverfis- og félagsmála. Hann sagði að nefndinni hafi verið skorinn þröngur stakkur og há- marksúthlutun samkvæmt 4. grein lag- anna væri 200 milljónir króna á ársgrund- velli en þó ekki hærri upphæð en 20% af staðfestum styrkhæfum raunkostnaði árs- ins á undan. Styrkur til undirbúningsvinnu Knútur kvaðst þeirrar skoðunar að megin- galli gildandi fráveitulaga sé að kostnaður við undirbúningsrannsóknir, hönnun, út- boð, útvegun fjármagns og kaup á lönd- um og lóðum vegna framkvæmda í frá- veitumálum njóti ekki fjárstuðnings hins opinbera. Hann sagði sveitarfélögin mis- jafnlega í stakk búin til þess að takast á við tæknilegan undirbúning fráveitumála og að heildaráætlanir þeirra á þessu sviði séu mjög kostnaðarsamar eigi þær að byggjast á vitrænum grunni. Því þurfi að breyta lögunum á þann hátt að ríkið veiti sveitarfélögunum mjög ríflega styrki til þessa undirbúnings og þar með að hvetja þau til þess að leggja áætlanir sínar fram áður en framkvæmdir hefjast. Knútur kvaðst telja það hafa verið mistök á sínum tíma að miða lögin ekki við þessa frum- vinnu og sagði það skoðun sína að þessu verði að breyta. Eldri fráveitukerfi Knútur nefndi annað mál sem ekki fellur undir reglurnar um styrkveitingar en það eru endurbætur eldri fráveitukerfa. Hann varpaði þeirri spurningu fram hvers vegna ekki eigi að styrkja sveitarfélögin til þess að endurbæta eldri fráveitukerfi þar sem þess gerist þörf. í sumum tilfellum séu þau ef til vill alveg hrunin. Hann sagði einnig þörf á að endurskoða þennan þátt frá- veituframkvæmdanna með tilliti til nýrrar lagasetningar. Hærri styrkir án skerðingar Knútur kvaðst telja að ákvæðum um jöfn- un kostnaðar vegna fráveitna þurfi að breyta á þann veg að sérgreina verði jöfn- unarfjármuni til sveitarfélaga þar sem framkvæmdir eru mjög dýrar, án þess að skerða framlög til annarra sveitarfélaga. „Ég held að við verðum að skoða það mjög gaumgæfilega að þau sveitarfélög sem eru með mjög mikinn kostnað fái hærri styrki," sagði Knútur Bruun, fulltrúi sveitarfélaga í fráveitunefnd, og bað menn sérstaklega að veita því athygli. Knútur Bruun í góðum félagsskap þeirra Þórðar Skúlasonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitar- félaga, til vinstri, og Ingimars Sigurðssonar, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu og formanns fráveitu- nefndar, til hægri. Að baki þeim er Sigurbjörg Sæmundsdóttir, skrifstofustjóri f umhverfisráðuneytinu og verkefnisstjóri við úttekt á stöðu fráveitumála á Islandi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.