Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Blaðsíða 15
Fjármál sveitarfélaga Fresturinn lengdur Félagsmálaráðherra leggur til að frestur sveitarfélaga til að afgreiða þriggja ára áætlun verði lengdur samkvæmt frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum. Þetta er meðal annars gert vegna ítrekaðra óska frá sveitarstjórn- um sem hafa taiið of skamman frest að þurfa að afgreiða þriggja ára áætlun innan mánaðar frá því að fjárhagsáætlun ársins er afgreidd. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við athugasemd- um sem Björn Bjarnason borgarfulItrúi gerði vegna dráttar á afgreiðslu þriggja ára áætlun Reykjavíkurborgar en samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal hún afgreidd innan mánaðar frá af- greiðslu fjárhagsáætlunar. Björn óskaði leiðsagnar ráðherra við túlkun sveitarstjórnarlaga um það meðal annars hvort ráðuneytinu sé heimilt að veita und- anþágu frá áðurnefndum fresti og hvort slík undanþága tryggi lögmæti þriggja ára áætlunar. Formleg ósk nauðsynleg í svari ráðuneytisins kemur fram að litið sé svo á að í ákvæðum laga sé undirstrikað mikilvægi fjárhagsáætlana sveitarfélaga og að eðlilegt sé að sveitarstjórnir afgreiði fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun innan settra tímamarka. Jafnframt er vakin athygli á því að ráðuneytinu sé heimilt að framlengja frest sveitarfélags til að skila fjárhagsáætlun þegar brýnar ástæður séu fyrir hendi. Lögð hefur verið áhersla á að sveitarstjórnir óski formlega eftir slíkum fresti telji þær ekki unnt að afgreiða fjárhagsáætlun innan tilgreindra tímamarka samkvæmt lögum. Ráðuneytinu er ekki heimilt að veita sveitarstjórnum lengri fresttil afgreiðslu þriggja ára áætlunar að öðru leyti. Síðan segir í svari ráðuneytisins til Björns: „Þrátt fyrir það eru á hverju ári allmörg sveitarfélög sem tilkynna ráðuneytinu að ekki sé unnt að afgreiða þriggja ára áætlun [innan] lögboðins frests og hefur ráðuneytið ekki talið ástæðu til að grípa til aðgerða gagn- vart sveitarstjórnum þegar einungis er um IítiIsháttar drátt að ræða. Þess í stað hefur ráðuneytið staðfest móttöku tilkynningar og upplýst viðkomandi sveitarfélag um að tekið verði að svo stöddu tillit til þeirra ástæðna sem fram koma í tilkynningu." Hefur ekki áhrif á gildi áætlunarinnar Jafnframt er bent á að þótt afgreiðsla sveitarstjórnar dragist hafi það engin áhrif á gildi fjárhagsáætlunar heldur geti slíkur dráttur fyrst og fremst haft þau áhrif að heimild skorti til að inna af hendi greiðslur úr sveitarsjóði. Sama máli gegni um þriggja ára áætlun. „Þær heimildir sem ráðuneytið getur gripið til gagnvart sveitar- stjórnum sem ekki virða þá fresti sem veittir eru í lögum eru þvf eingöngu hin almennu úrræði skv. 102. gr. sveitarstjórnarlaga, þ.e. að veita sveitarstjórn áminningu og skora á hana að bæta úr vanrækslunni." Hið sama gildir um form fjárhagsáætlunarinnar að því er fram kemur í svarinu. Verði sveitarstjórn ekki við áskor- un ráðuneytis sé síðan eftir atvikum heimilt að stöðva greiðslur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og krefjast dagsekta af þeim sem ábyrgð bera á vanrækslunni. Breyting framundan Þess er að lokum getið í bréfi ráðuneytisins til Björns Bjarnasonar að sveitarstjórnir hafi ítrekað komið því á framfæri við ráðuneytið að tiltekinn frestur sé of skammur og að við þeim ábendingum hafi félagsmálaráðherra nú brugðist því í frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum sé meðal annars gert ráð fyrir að heimilt verði að afgreiða þriggja ára áætlun tveimur mánuðum eftir að fjárhagsáætlun hefur hlotið afgreiðslu. Öjung Skolp er engin fyrirstaða PUMPEN - . , . / . . ZuvarUttðigD Aúw2uo««ttiúrgu)0 fyrir okkur ne þig... Brunndælur, grunnvatnsdælur, skolpdælur og brunnar fyrir sumarhús, einb-fjölbýli, kaupstaði og sveitafélöa. Við hjálpum þér að finna réttu lausnina fyrir þig. Dælur ehf Sími 5 400 600 Fax 5 400 610 Fiskislóð 18, hjalti@daelur.is

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.