Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 23
Útgjöld lækkuðu um 100 milljónir „Ég get nefnt ísafjarðarbæ af nokkrurm sveit- arfélögum sem dæmi um sveitarfélag þar sem tekist hefur vel að hagræða í rekstri. Á milli áranna 2011 og 2012 lækkuðu t.d. út- gjöld bæjarfélagsins vegna launa um 100 milljónir króna. Veltufé frá rekstri ísafjarðar- bæjar var 71 milljón árið 2011 en 465 milljónir árið 2012. Þarna hafa sveitarstjórn- armennirnir og starfsmenn sveitarfélagsins virkilega tekið til og það tókst án þess að mikill hávaði hafi skapast í kringum það." Haraldur segir að svona hluti sé þó ekki hægt að gera nema með mjög samstilltu átaki sveitarstjórnarmanna, stafsmanna sveit- arfélagsins og íbúanna sjálfra. „Hjá þeim sveitarfélögum sem farið hafa í gegnum rekstrarhagræðingu eins og (safjarðarbær hefur gert, hefur verið ráðist í mjög róttækar aðgerðir. Á öllum þeim stöðum sem þetta hefur verið gert, hefur það tekist með því að allir aðilar hafa staðið saman að verkefninu. Sveitarstjórnirnar, meiri- og minnihluti, hafa verið samstíga sem skiptir miklu máli. Þá eru íbúar og starfsmenn lausir við allt pólitískt þras þrátt fyrir róttækar aðgerðir." Að stilla sig inn í framtíðina Haraldur segir að fjármálareglur sveitarfélag- anna virki eins og til er ætlast. „Ekki má gleyma að þær voru settar að frumkvæði Sambands íslenskra sveitarfélaga og þá sveit- arstjórnarmanna sjálfra." Hann nefnir sem dæmi að sveitarfélög sem ekki eigi í vanda séu farin að vinna að sambærilegri endurskipulagningu á rekstri og sveitarfélög í vanda. „Að undanförnu hafa sveitarfélög eins og t.d. Fjallabyggð, sem ég tel fjárhagslega sterkt, farið út í mjög rót- tækar aðgerðir í endurskipulagningu. Nýlega var gerð ítarleg úttekt á rekstri þess sveitar- félags. Lagðar voru fram 78 tillögur um breytingar á rekstri. Ég held að sveitarstjórnin hafi samþykkt allar nema fimm. Þetta gerði sveitarstjórnin þrátt fyrir að rekstrarafkoman hafi að mestu staðist sveitarstjórnarlögin um jöfnuð í rekstri og skuldir sveitarfélagsins. „Ég held aö sveitarstjómarmenn hafi ekki verið nægilega vel undirbúnir til þess að taka yfir reksturinn á sínum tima," segir Haraldur og á þar við grunnskóiann. Þessi unga dama lætur það þó lítið á sig fá. Þarna var hún að mínu viti að stilla sig inn f framtíðina." Hann segir að sveitarstjórnin ætli að reka sveitarfélagið með þeim hætti að það eigi sjálft fjármuni til fjárfestinga í stað þess að taka lán til þeirra. „Skuldir Fjallabyggðar eru um 100%, sem hlutfall af tekjum sveitar- félagsins. Um 40% af þessum skuldum eru lífeyrisskuldbindingar. Helmingurinn af lang- tímaskuldum sem eftir standa eru skuldir við íbúðalánasjóð sem bera að mestu leyti 1% vexti. Þannig erum við að tala um að aðeins um 40% af skuldum sveitarfélagsins bera íþyngjandi vexti. Þær aðgerðir sem sveitar- stjórnin er nú að ráðast í munu skila tvennu inn í framtíðina: Að þurfa ekki að taka lán fyrir framkvæmdum og að hægt verður að lækka skatta hjá sveitarfélaginu. ( umræð- unni er lítið rætt um svona sveitarfélög heldur fá þau sem eru í erfiðleikum alla at- hyglina." Fjármálareglurnar skila árangri Haraldur segir að fjármálareglurnar séu meðal annars að skila þessum árangri. „Ég held að þær muni leiða til þess að í stað mikils útgjaldauka hjá sveitarfélögunum og hækkun skatta þá muni þetta snúast við. Sveitarstjórnir fara að hagræða og síðan að lækka skatta. Fjármálareglurnar munu einnig leiða til þess í framtíðinni að vaxtabyrði mun lækka með minni skuldum og fjármálastofn- anir verða einnig að endurskoða afstöðu sína og lækka vexti til sveitarfélaga vegna betri afkomu og lægri skulda. Víð munum því sjá allt annað munstur varðandi vaxtagjöld sem sveitarfélögn þurfa að greiða í framtíðinni." Haraldur segir að mörg sveitarfélög séu smám saman að koma vel út eftir hrunið og þeim sveitarfélögum sem skulda meira en 150% af tekjum fari fækkandi. „Við sjáum mikla breytingu að þessu leyti á nokkrum árum. Skuldahlutfallið er farið að lækka og rekstrarafkoma sveitarfélaganna að batna. Ef 23

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.