Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Blaðsíða 24
Fjármál sveitarfélaga Si/eitarfélögin greiða háar fjárhæðir vegna hjúkrunarheimila. „Það er ótækt því þau heyra undir rikissjóð," segir Haraldur m.a. i viðtaiinu. Myndin er af Seljahlíð i Breiðholti sem rekið er á vegum Reykjavikurborgar. við skoðum ríkið, fyrirtækin og sveitarfélögin þá held ég að sveitarfélögin séu að koma best út að þessu leyti og það undrar mig nokkuð hversu litla athygli þessi árangur hef- ur fengið." Ónógar upplýsingar og rangar ákvarðanir Flutningur nýrra verkefna frá ríki til sveitarfé- laga hefur verið og er til umræðu. Sveitar- stjórnir telja sig reiðubúnar til þess að taka við nýjum verkefnum og raunar hefur það verið yfirlýst stefna að fjölga verkefnum sveit- arstjórnarstigsins. Haraldur segir mikilvægt að fyrir liggi með nákvæmum hætti hvað eigi að taka yfir og hvaða útgjöld fylgi nýjum málaflokkum. „Ég held að við vöndum okkur ekki nægi- lega og skoðum ekki stöðuna nákvæmlega eins og hún er áður en ákvarðanir eru teknar almennt. Hluti af vandanum sem við stönd- um frammi fyrir, fimm árum eftir hrun, er sá að ríkið hefur verið að taka ákvarðanir um ýmsar aðgerðir. Ég held hins vegar að ýmsar ákvarðanir hafi verið teknar út frá röngum forsendum. Ástæða er sú að raunstaðan var ekki teiknuð upp." Hann nefnir sem dæmi að komið hafi í Ijós að stöðugildum hjá ríkinu hefur verið að fjölga. „Við getum hugsað okkur hversu alvarlegt það er þegar stjórnvöld taka rangan pól f hæðina. Fyrrverandi ríkisstjórn vann á síðari hluta kjörtímabilsins útfrá því að landið væri að rísa á ný. Ég ætla því fólki sem þar var að verki ekkert annað en að það hafi trúað á efnahagsbata sem síðan reyndist ekki vera til staðar; alla vega ekki í þeim mæli sem haldið var. Það eru ekki teknar sömu ákvarðanir í efnahagsmálum í uppsveiflu og niðursveiflu. Þess vegna voru teknar þveröf- ugar ákvarðanir við það sem hefði átt að gera. Ég held að stjórnmálamennirnir hafi alls ekki haft réttar upplýsingar til að vinna út frá. Þess vegna er mjög mikilvægt að leggja áherslu á að allt sviðið sé teiknað upp áður en ákvarðanataka fer fram. í þeim efnum gildir eitt og hið sama um ríkið og sveitar- félögin." Um 150 milljónir af 1.662 skiluðu sér! Haraldur heldur áfram að ræða yfirtöku verk- „Við erum að tala um verulega fjármuni þegar við berum saman kostnað á nemanda i sambærilegum skóium. Sums staðar getur munað allt að 200 til 300 þúsundum króna í kostnaði á hvern nemanda," segir Haraldur. Myndin er tekin i skóiastofu i Reykjavik. 24 ----- <%>

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.