Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 16

Vikublaðið Gestur - 13.11.1955, Blaðsíða 16
16 G E S T U R hengi frumskógarins, einskonar veggur, óbroígjarn úr millj- ónum vafningsjurta, sem klóruðu okkur og rifu á öxlum og handleggjum; þykkni, sem við urðum að höggva okkur leið gegnum, trjástofnum, sem moruðu í hverskonar skriðkvik- indum, sem bitu og sugu blóð — stofnum, sem við áttum í verstu erfiðleikum með að komast yfir. Þannig héldum við áfram í fimm daga. Við sváfum í runnunum, jafn þægilegt og það var, við lifðum á fuglum, sem við skutum á leiðinni, og á fiskum, sem okkur heppn- aðist að skutla í vatnsföllunum, sem við þurftum næstum daglega að fara yfir. Eftir að hafa klifið upp í 2000 metra hæð, komum við loksins að skarðinu. Að baki okkar var dalur Heilags Jóseps, sem til þessa hafði verið endastöð menningar og trúboðs á þessum slóðum. Framundan okkur lá Kunimaipa-dalurinn, sem var aðeins kortlagður að litlu leyti, og var að mestu byggður mannætum. Hvílík dásamleg sjón! Framundan breiddist gróðri vaxinn dalur, umgirtur löng- um, gáróttum fjallahring, sem sumsstaðar teygðist allt upp í 3000 metra hæð. í djúpum giljunum, sem minntu helzt á bergmálsgjár, hentust freyðandi lækir stall af stalli með sí- felldum nið. Tær, bláleitur og glitrandi ljósbjarmi hvíldi yfir víðáttunni í þúsundum blæbrigða. Þessi sjón var hrífandi í fegurð sinni, ekki sízt eftir alla för okkar í völundarhúsi myrkviðarins. Ég hné niður í hátt grasið, — þó ef til vill frekar af þreytu en hrifningu. ÞangaÖ höfðu hvitir menn aldrei áður komið. Innfæddu mennirnir þrír gjóuðu skelkuðum augunum yfir dalinn. — Sjáðu! sagði einn þeirra við mig, reyksúlur kvöidmál- tíðarinnar stíga upp frá þorpunum. Mennirnir hafa enn ekki komið auga á okkur. Við skulum snúa aftur, áður en það er um seinan. Það kom bara alls ekki til mála. Ég hafði lagt alla þessa ferð á mig til þess að hafa tal af íbúunum, sem flestir höfðu aldrei fyrr séð hvítan mann, til þess að læra mál þeirra, sem enginn hafði áður gefið sig að, og til þess að ryðja braut samskipta við þá. Ég kastaði tölu á þorpin, sem voru líkust gulum blettum, límdum á fjallahringinn. Hjarta mitt hamaðist í brjósti mér af gleði og von ... Við slógum tjöldum á hæsta hryggnum, þaðan sem við höfðum útsýn yfir landið, sem tók smám saman á sig fjólu- bjarma kvöldskinsins. Nepjan frá hæðadrögunum kom tönn- unum til að glamra í munninum á okkur, en bál þorðum við ekki að kveikja. Fossandi Kunimaipa-fljótið gekk okkur afar erfiðlega að komast yfir. Það var alláliðið dags, þegar ég óð einsamall að bakkanum, upp að lágum hjalla, sem lá beina leið að einu þorpinu. Það hafði vakið athygli mína öðrum fremur, þar eð mér fannst það liggja helzt í miðpunkti. Þeir drepa þig, Mitsinari! Snemma um morguninn höfðum við vakið athygli á ferð- um okkar, þegar við komum stökkvandi eftir háu grasinu eins og hvítar kanínur á maisakri. Á samri stundu höfðu viðvörunarvein bergmálað frá þorpunum. Hættumerki hafði verið gefið. Förunautar mínir höfðu orðið eftir, en ég hafði haldið förinni áfram einsamall. — Farðu þá, úr því að þú endilega vilt. Við bíðum þín hérna. Við ætlum að sjá, hvað þeir gera þér. Ef þeir drepa þig, snúum við heim í skyndi og segjum það biskupi þínum og Tobada (stjórninni). Ef þeir bjóða þig velkominn, kom- um við á eftir. En það er áreiðanlegt, að þeir drepa þig. Með þessum huggunarríku kveðjuorðum höfðum við skilið. Ég fálmaði mig áfram i ísköldu vatninu meðfram bakk- anum, sem var þéttvaxinn greinum og blöðum, sem slúttu niður að mér, og mynduðu eins konar vegg milli mín og takmarksins. En vegna fyrri reynslu heppnaðist mér að finna rauf, sem lá að stígnum, umgirtum háu, stífu grgsi. Ég hélt leiðar minnar eftir slóðinni, ennþá einu sinni inn í græna bjarmann og andstyggilega þögnina. Eftir nokkurra metra erfiða för sá ég á stígnum framundan nokkra gras- stöngla bundna saman í skúf. Ég vissi strax hvað þetta merkti: „Tabú-stigur"! Má ekki fara! Ég vissi líka, að her- menn, sem sendir höfðu verið til þess að njósna um mig, lágu í leyni bak við þétt laufhengið. Ef ég sneri aftur núna, myndu örlög mín ráðin. Ör eða spjót hefði fljótlega borazt inn í bakið á mér — með því hefðu hermennirnir fengið úr því skorið, hvort ég var andi eða ekki. En í þeirra augum getur vera, sem líkist manni að ytra útliti, en hefur hvíta húð, ekki verið neitt annað en andi. Og andi er ekki hrædd- ur við tabú-merki. Sem sagt, „andinn" hélt horskur áfram leiðar sinnar. Skyndilega sá ég þrjá banvæna spjótsodda framundan. Þrem spjótum var stungið í jörðina þannig, að óaðgætinn ferðalangur hefði ekki varað sig á þeim á miðjum stígnum. Þetta var öllu ákveðnari aðvörun en sú fyrsta. Hún merkti: Ef þú kemur einu skrefi nœr, þá ert þú dauðans matur! En úr því að ég var á annað borð kominn svona langt, þá var ekkert annað að gera en kippa spjótunum upp úr moldinni og kasta þeim fyrirlitlega frá sér. Halda síðan ferðinni áfram. Þetta gerði ég líka — væntanlegum áhorfendum til lotningar- auka — en harla skelkaður innra með mér. Dauðadansinn. Ég gat þegar greint karlmannahróp og kvennavein; þetta var ógreinilegt og aðeins heyranlegt þeim, sem vanizt hefur frumskóginum. Þess var heldur ekki erfitt að geta sér, að mennirnir á torginu hjá þorpinu væru að fremja undirbún- inginn að stríðsdansi sínum með því að æsa sig upp. Ég reyndist líka sannspár í þessu efni. Því að þegar ég komst út úr skóginum eftir hálfrar klukkustundar erfiða göngu inn í grasivaxið rjóðrið, þar sem óhreinir kofarnir stóðu í þyrpingu, mætti mér óhugnanlegur söfnuður. Það voru fimmtíu hermenn, allsnaktir að undanskilinni barkarpjötlu, sem stóð engan veginn í hlutverki sínu sem mittisskýla. Hörundsdökkir, óhreinir skrokkarnir voru mál- aðir svörtum og hvítum rákum, ýmist með sóti eða hvítum leirlit. Þeir líktust óhugnanlega flokki beinagrinda. Auk ann- ara ráka voru gular rákir og rauðar umhverfis munn og augu, og á höfðunum vögguðu kalsvartar og skræpóttar kas- úar-fjaðrir. Nokkrir voru með hræðilegar villisvínavigtenn. ur milli samanbitinna varanna. Allir ranghvolfdu þeir í sér

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.