Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Soffía Sæmundsdóttir Listmunauppboð Erum að taka á móti verkum á næstu uppboð Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Opnun kl. 15 laugardag 12. nóvember Allir velkomnir Vefuppboð 16 – myndlist 12. - 28. nóvember Listaverk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar eru á uppboðinu. ÞorvaldurSkúlason Veruleikans hugarsvið Vefuppboð 14 – erlendir listamenn Lýkur 14. nóvember Vefuppboð 15 – bækur 12.11. - 3.12. 2011 Rúmlega 200 bækur verða boðnar upp, m.a. frumútgáfa af God rest you merry Gentlemen eftir Hemingway. John Lennon Hörður Ægisson hordur@mbl.is Landsbankinn er með allt of hátt eiginfjárhlutfall og gæti auðveldlega greitt ríkinu 50 milljarða króna arð. Staða bankans yrði eftir sem áður mjög sterk. Þetta kom fram í erindi Vilhjálms Egilssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs- ins (SA), á morgunverðarfundi sam- takanna í Hörpu í gær. Hann sagði hátt eiginfjárhlutfall bankanna auka umtalsvert þörf þeirra fyrir vaxtamun og þjónustu- tekjur. „Hættan er sú,“ að sögn Vil- hjálms, „að bankarnir þurfi að við- halda 5% vaxtamun til lengri tíma.“ Vilhjálmur sagði að verulegur skortur væri á því af hálfu stjórn- valda að einhver framtíðarsýn um fjármálamarkaði væri mörkuð. Fram kom í máli Vilhjálms að það væri rík þörf á eigendum sem hugs- uðu um hag bankanna. Hann telur að ríkisstjórnin ætti af þeim sökum að fara að huga að því að selja hlut sinn í Landsbankanum. Í þeim efn- um væri mjög æskilegt ef fleiri en einn íslenskur banki væri í eigu er- lendra aðila. Vilhjálmur sagði jafnframt með öllu óraunhæft að ljúka aðild- arviðræðum við Evrópusambandið fyrir kosningar 2013. Hann telur hægt að ljúka aðildarferlinu í fyrsta lagi á árunum 2015-2016. Því sé ljóst að Ísland muni búa við krónu sem gjaldmiðil út áratuginn – og kannski til allrar framtíðar. „Þess vegna þýð- ir ekkert annað en að reyna að gera betur við hagstjórnina.“ Spurn eftir lánsfé takmörkuð Helsti kosturinn við upptöku evru, að mati Vilhjálms, er sá efnahagslegi stöðugleiki og aðild að Evrópska seðlabankanum sem fylgdi inngöngu í myntbandalagið. Ef Ísland myndi hins vegar hafna aðild að ESB og ekki taka upp evru, þá bæri að skoða þann kost að taka einhliða upp ann- an gjaldmiðil. „Þá er nærtækast fyr- ir okkur að skoða dönsku krónuna eða pundið,“ sagði Vilhjálmur. Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Arion banka, sagði að eigið fé íslenskra banka væri mun hærra en í nágrannalöndum. Geta ís- lenskra banka til útlána væri mikil, en að sama skapi væri spurn eftir lánsfé takmörkuð. Lán til fyrirtækja væru aðallega til að útvega rekstr- arfé til að mæta sveiflum í rekstr- inum. Heiðrún Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri lögfræðideildar Eim- skips, lagði áherslu á að hér risi fjöl- breyttur, öflugur og skilvís hlutabréfamarkaður. Að öðrum kosti yrði erfiðara en ella að auka fjárfest- ingastigið í hagkerfinu. Það væri hins vegar áhyggjuefni, að sögn Heiðrúnar, hversu hæg uppbygg- ingin hefði verið í þeim efnum. Hún vísaði til þess að kannanir sýndu lít- inn áhuga almennings á hlutafjár- kaupum. Taldi Heiðrún að skoða bæri að gefa skattaafslátt af hluta- bréfakaupum í því augnamiði að örva áhuga almennings á slíkri fjár- festingu. Heiðrún tók undir með öðrum ræðumönnum að það væru mörg fjárfestingatækifæri fyrir hendi á Ís- landi, auk þess sem mörg fyrirtæki væru vel í stakk búin til að fjárfesta. Hún sagði óstöðugt skattaumhverfi aftur á móti hafa mjög skaðleg áhrif á fjárfestingar. Fyrirtæki og fjár- festar treystu sér ekki til að fara í fjárfestingar af fullum þunga. Landsbankinn gæti greitt ríkinu 50 milljarða króna arð  Bankarnir með allt of hátt eiginfjárhlutfall  Óstöðugt skattaumhverfi Efnahagshorfur Vel var mætt á morgunverðarfund SA þar sem kynnt var nýtt rit SA ásamt því að ýmsir stjórnendur ræddu horfur í efnahagslífinu. „Þetta þarf ekki að vera svona“ » SA kynntu helstu atriði nýs rits samtakanna, Rjúfum kyrr- stöðuna: Leiðir til betri lífs- kjara. » Ríkið ætti að selja hlut sinn í Landsbankanum. » Útlánageta íslenskra banka er mikil, en spurn eftir lánsfé er takmörkuð. Síversnandi aðstæður á fjármála- mörkuðum gera það að verkum að erfitt verður að fjármagna skuldsetn- ingu björgunarsjóðs Evrópusam- bandsins, sem settur var á laggirnar vegna skuldakreppunar á evrusvæð- inu. Þetta segir Klaus Regling, sem stýrir sjóðnum. Stækkun björgunarsjóðsins úr því að hafa 440 milljarða evra fjárfest- ingagetu yfir í eitt þúsund milljarða er hryggjarstykkið í þeim tillögum sem leiðtogar ESB tilkynntu á dög- unum sem lausn á skuldakreppunni. Skuldsetningin átti meðal annars að gera sjóðnum kleift að halda uppi eft- irspurn eftir ríkisskuldabréfum stærri evruríkja á borð við Ítalíu og Spán sem og að búa yfir fjármagni til þess að veita fjáfestingum tryggingar gegn hugsanlegu greiðslufalli þessara ríkja. Breska blaðið Financial Times hef- ur eftir Regling að pólitískur óstöð- ugleiki í Grikklandi og á Ítalíu dragi úr líkum á að hægt verði að fjár- magna stækkun sjóðsins á næstunni. Sjóðurinn hefur nú þegar fengið heimildir til þess að ráðast í stórfelld kaup á ítölskum ríkisskuldabréfum til þess að ná niður fjármögnunarkostn- aði stjórnvalda í Róm en í honum eru enn 250 milljarðar evra sem ekki er búið að ráðstafa í neyðarlán til Grikk- lands, Írlands og Portúgals. Það er hins vegar ólíklegt að svo komu máli en að sögn Reglings hefur verið lögð áhersla á að ljúka skuldsetningu sjóðsins áður honum verði beitt af þunga til að róa markaði. ornarnar@mbl.is Erfitt að fjármagna björgunarsjóð  Bið verður á því að hægt verði að beita sjóðnum vegna skuldakreppunnar Reuters Staða Markaðsaðstæður hindra skuldsetningu björgunarsjóðsins. ● Í fyrradag höfðu tæp 20 þúsund fé- lög skilað ársreikningi fyrir árið 2010, eða um 60,5% fyrirtækja, en skilaskyld fyrirtæki eru um 32 þúsund. Sam- kvæmt tölum Creditinfo höfðu 16.800 félög skilað ársreikningi á sama tíma í fyrra, eða um 51,6% fyrirtækja. Þetta kemur fram í Fréttabréfi Við- skiptaráðs frá í gær. Tæp 20 þúsund félög hafa skilað ársreikningi ● Ráðamenn Jap- ans reyna nú eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að vandræði mynda- vélaframleiðandans Olympus skaði orð- spor japanska fjár- málamarkaðarins. Stjórnarþingmenn Frjálslynda lýðræðisflokksins segja að yfirvöld muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja gagnsæi og traust á fjármálamarkaði. Japanska fjármálaeftirlitið staðfesti í gær að það myndi hefja rannsókn á við- skiptaháttum Olympus. Sjaldgæft er að slík ákvörðun sé viðurkennd opinber- lega. Olympus rannsakað Vandræði Olympus skekja markaði. ● Stjórn bresku sjónvarpsstöðvarinnar BSkyB hefur lýst því yfir að hún standi öll að baki stjórnarformanni sínum, James Murdoch. Financial Times greindi frá þessu í gær. Þar kom fram að stjórnin hefði sent hluthöfum BSkyB bréf þar sem greint var frá stuðningi stjórnarinnar við for- manninn. Er litið þannig á að stjórnin sé með þessu m.a. að svara stórum hlut- hafa sjónvarpsstöðvarinnar, Franklin Templeton, sem krafðist afsagnar Mur- dochs í október. Styðja Murdoch Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +/0-1+ ++.-/+ 2+-2/+ 21-30+ +4-32 +2/-+3 +-0123 +/2-3. +0/-3 ++,-,+ +/0-3, ++3-+3 2+-.3. 21-0++ +4-34+ +2/-0 +-01,/ +/2-54 +0/-/3 2+3-35+/ ++,-/5 +/0-5+ ++3-34 2+-310 21-04+ +4-022 +2/-/, +-0++2 +/.-0+ +05-2/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.