Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 36
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2011 Ég er einn af þeim sem voru til- tölulega sáttir við úrslit síðustu al- þingiskosninga, hélt þá að félags- hyggjustjórn myndi standa með almenningi. Hvílík vonbrigði og hryllingur. Það eina sem mér finnst þessi ríkisstjórn virki- lega góð í er að fara utanbókar með lærðar inn- antómar lofrollur um eigin afrek og að stunda endalausan kjafta- gang út í loftið. En þegar kemur að því að taka á málefnum lands- manna af einhverri festu eins og t.d. málefnum heimilanna, þá er eins og þetta fólk skilji ekki alvöru málsins. Þá finnst mér RÚV vera að missa allan trúverðugleika. Það er eins og þar eigi sér stað einhvers- konar hjarðhegðun. Ef RÚV væri alvörufréttamiðill myndu frétta- menn kynna sér lánamál og stöðu heimilanna. Hér áður fyrr voru til svokallaðir flokksmiðlar, t.d. Þjóðviljinn fyrir Alþýðubandalagð o.s.frv., en núna er eins og það sé aðallega einn flokksmiðill, það er RÚV, og allir landsmenn borga þangað hvar sem þeir eru í flokki. Fréttamaður RÚV var í Kast- ljósinu um daginn með aðila frá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þar dirfðist þessi fréttamaður að halda því fram að fólk hefði farið fram úr sér í fjárfestingum og ætti ekkert gott skilið. Þessu er nefni- lega öfugt farið, þeir sem yfirfjár- festu sleppa best, en þeir sem áttu eigin sparnað, t.d. allt að 50% í eigin húsnæði, töpuðu öllu og þetta eru flest ungar fjölskyldur sem núna eru að flýja landið. Stað- reyndin er sú að ríkisstjórnar- flokkarnir hafa haldið eins illa á málefnum heimilanna og hægt er, og ætti það að vera rannsóknarefni út af fyrir sig hvernig þeim tókst að klúðra svo gersamlega framtíð fjölda Íslendinga. Svo vil ég að Steingrímur hætti að tönglast sí- fellt á því hvað erlendir fjárfestar töpuðu miklu á Íslendingum. Fjár- festar tapa og hagnast um allan heim alla daga hér eftir sem hing- að til og hefur ekkert með venju- legan Íslending að gera. Ég vil minna á eitt, Steingrímur og Jóhanna höfðu forræði yfir öll- um bönkunum í tæpt ár eftir að þau tóku við völdum og höfðu ótal tækifæri og leiðir til þess að taka heildstætt á málefnum heimilanna sem þau höfðu lofað að vernda með skjaldborg. Þarna hefði átt að fara fram réttlátt skuldauppgjör þar sem fólkið í landinu hafði for- gang, þetta var spurning um að horfast í augu við raunveruleikann, en þessar aðferðir sem rík- isstjórnin notaði voru algjörlega galnar og ættu einar og sér að vera næg ástæða til að þessi mesta skaðræðisríkisstjórn allra tíma gagnvart sinni eigin þjóð segi af sér strax. Þetta verður ekki þagg- að niður frekar en Breiðavíkur- eða biskupsmálið. Eitt að lokum, það tapa allir á því að ekki var tekið strax á mál- efnum heimilanna, lífeyrissjóðirnir, bankarnir og ekki síst þjóðin sjálf undir forystu norrænu velferð- arstjórnarinnar og ASÍ. HALLDÓR ÚLFARSSON, Frostafold 14. doriulfars@gmail.com Skilur ríkisstjórnin ekki alvöru málsins? Frá Halldóri Úlfarssyni Halldór Úlfarsson Bréf til blaðsins Aðgerðir og árang- ur ríkisstjórnar Sam- fylkingarinnar og Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs 2009 – 2011. Í október 2008 var fjármálakerfið á Ís- landi í aðalatriðum hrunið og efnahags- lífið á gjörgæsludeild. a) Vextir og verð- bólga voru 18%. b) Atvinnuleysi fór úr rúmlega 1% í 9% eftir hrun. c) Gjaldmiðill landsins, krónan, var í frjálsu falli. d) Þegar froðuhagkerfið fór niður svelginn fylgdi risalækkun á tekjum ríkissjóðs en útgjöld jukust. e) Ójafnræði í samfélaginu hafði stóraukist. f) Ríkið þurfti að leita fjármögn- unar til Norðurlandaþjóða og AGS. Staða efnahagsmála á Ís- landi var verri en hún þurfti vera eftir að hin alþjóðlega fjár- málakreppa gerði vart við sig árið 2008. Skýrist það af nokkr- um samverkandi þáttum eins og of mikilli þenslu í hagkerfinu vegna ofvaxtar bankakerfisins samhliða risaframkvæmdum á borð við Kárahnjúkavirkjun sem og fasteignabólu. Athugasemd mín: Þetta er ekk- ert sem hefur ekki skeð áður. Það er ekkert mál að leysa þennan vanda ef stjórnin hefði áhuga á að leysa hann. Ofangreint er fyrirsögn afreka- skrár ríkisstjórnar á strandstað þjóðarskútunnar. Þjóðarskútunni hafði verið siglt í strand, en hún hafði losað sig inn fyrir skerja- garðinn og maraði þar við botn að sögn stjórnarinnar, en um ástand skútunnar segir í liðum a-f. Af- rekaskráin er ritgerð frá öllum ráðuneytum með það skrítna sér- kenni að nefna sig að velferðarrík- isstjórn að norræni fyrirmynd, en ritgerð Velferðarráðuneytis er á öftustu blaðsíðu. Fyrir okkur eldri borgara er nauðsynlegt að rýna grannt í þá þrjá liði sem okkur varða. 1. Málefni aldraðra (Eina ályktun lands- fundar Samfylking- arinnar 31.10. 2011 um málefni aldraðra er samhljóða.) Framkvæmdir við byggingu hjúkr- unarheimila í sam- ræmi við áætlun stjórnvalda eru þegar hafnar í fjórum sveit- arfélögum; á Akureyri (45 rými) í Borgarbyggð (32 rými), Garðabæ (60 rými) og Mosfellsbæ (30 rými). Alls eru þetta 167 hjúkrunarrými. Í öðrum sveit- arfélögum; Hafnarfirði, Seltjarn- arnesi, Fljótsdalshéraði og Kópa- vogi, er unnið að undirbúningi framkvæmda. Með varðstöðu um heilsugæsluna og sérstökum fram- lögum á fjárlögum til heimahjúkr- unar hefur öflugu starfi heima- hjúkrunar verið viðhaldið. Samvinna heimaþjónustu og heimahjúkrunar um landið fer sí- vaxandi enda hefur samþætt þjón- usta þessara aðila sannað gildi sitt. Athugasemd mín: Hafa skal í huga að hjúkr- unarrýmum hefur fækkað í ár um 140. Samþætting heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík hefur ekkert breyst þrátt fyrir þykjustu-samning þar um 2009. Þá skal líka hafa í huga væntanlega seinkun á uppbyggingu í Garðabæ, en það er engin ástæða til að ætla að ríkið svindli með bókhaldið. 2. Endurskoðun almannatrygg- inga Starfshópi hefur verið falið að endurskoða almannatrygg- ingakerfið og er ætlað að skila drögum að frumvarpi að nýjum lögum um lífeyristryggingar fyrir lok þessa árs. Viðamiklar upplýs- ingar og greiningar á almanna- tryggingakerfinu liggja fyrir og byggist vinna hópsins á þeim. Rammi um helstu efnisþætti nýs frumvarps til laga um lífeyr- istryggingar hefur þegar verið mótaður. Athugasemd mín: Breytir engu varðandi eldri borgara sem hafa lífeyristryggingu frá eigin lífeyr- issjóði. 3. Hlutverk sveitarfélaga í vel- ferðarþjónustu Stefnt er að flutningi málefna aldraðra til sveitarfélaga árið 2013 og er undirbúningur hafinn. Athugasemd mín: Skyldur sveit- arfélaga samkvæmt núverandi lög- um eru meiri en efni standa til að efna almennt hjá sveitarfélögum, hvað á eiginlega að flytja? Ályktun um málefni ellilífeyr- isþega og öryrkja á landsfundi Vinstri grænna 31.10. 2011. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa öryrkjar og ellilífeyrisþegar orðið fyrir margvíslegum skerðingum bæði fjárhagslega og hvað rétt- indi varðar. Frá því í janúar 2009 hafa umtalsverðar tekjuskerð- ingar átt sér stað í almanna- tryggingakerfinu og núverandi ríkisstjórn hefur bætt um betur, einkum með ráðstöfunum sem tóku gildi 1. júlí 2009. Lands- fundur VG haldinn 28.-30. októ- ber 2011 krefst þess að málefni öryrkja og ellilífeyrisþega verði tekin til gagngerrar skoðunar og kjör þeirra leiðrétt hið fyrsta. Landsfundurinn minnir á eftirfar- andi orð í stefnuyfirlýsingu VG: „Skylt er að tryggja vaxandi hópi aldraðra mannsæmandi kjör og aðstæður til að taka virkan þátt í samfélaginu. Gera verður átak til að stórbæta kjör og allar að- stæður öryrkja.“ Athugasemd mín: Það var ald- eilis uppvakning þar nyrðra. Vonin er vöknuð. Hafa stjórnmálamenn áhuga á málefnum aldraðra? Eftir Erling Garðar Jónasson » Þetta er ekkert sem hefur ekki skeð áður. Það er ekkert mál að leysa þennan vanda ef stjórnin hefði áhuga á að leysa hann. Erling Garðar Jónasson Höfundur er tæknifræðingur. EINAR LAXNESS OG HALLDÓR GUÐMUNDSSON TÓKU SAMAN www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HJARTANS MÁL SKÁLDSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.