Morgunblaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 2011 fá sent sms-frímerki sem gildir fyrir allt að fimmtíu sendingar. Kostnaður- inn gjaldfærist á símreikning sendanda. Á hverju ári flytjum við jólagjafir á milli ættingja og vina frá öllum landshornum. Dreifikerfi Póstsins iðar af lífi þegar gjafirnar fara að láta sjá sig á pósthúsum landsins. Pósturinn kemur þeim heim að dyrum viðtakanda, sem er einmitt einu skrefi frá jólatrénu. Það skiptir engu málið hvað gjöfin er stór, Pósturinn kemur henni til Pósturinn hefur látið smíða fyrir sig sokkapar eða falleg bók. Það er hugurinn sem skiptir máli. Sendu hug þinn með Póstinum – heim að dyrum. p Sendum gleði Hafðu Póstinn Það er hugurinn sem skiptir máli. Pósturinn postur@postur.is Sendum jó lin! www.postur.is H V ÍTA H Ú S IÐ / S ÍA – 11–2 3 90 „Það var mjög skemmtilegt að hitta borgarstjórann og hann gaf sér tíma til þess að sýna okkur piparköku- húsið sitt sem hann er að setja sam- an,“ segir Hlín Eiríksdóttir, nem- andi í 6. bekk í Breiðagerðisskóla. Hlín fór ásamt fjórum öðrum vösk- um stelpum úr skólanum, þeim Ólöfu Jónu Marinósdóttur, Lóu Rakel Ellenardóttur, Kötlu Ein- arsdóttur og Hrafnhildi Jakobínu Grímsdóttur, á fund borgarstjóra í gær til þess að færa honum teikn- ingar af endurskipulögðu leiksvæði við Breiðagerðisskóla. „Við þurfum oft að vera inni við í frímínútum þeg- ar það rignir því þá myndast nánast stöðuvötn á lóðinni og svo eru engin leiktæki á henni nema einn gamall leikkastali.“ Hlín og vinkonur hennar tóku málin í sínar hendur og hófust handa við að safna undirskriftum nemenda og kennara við skólann til að vekja athygli á vandamálinu en í skólanum eru 322 nemendur. „Foreldrar okkar og annarra krakka í skólanum skrifuðu líka und- ir og svo fórum við á fund með skóla- stjóranum og eftir þann fund feng- um við Rúnar Gunnarsson arkitekt til þess að teikna fyrir okkur nýja skólalóð. Við afhentum svo borg- arstjóranum undirskriftirnar og teikningu að nýrri skólalóð í dag [í gær, innsk. blm.],“ segir Hlín sem vonast til þess að eitthvað verði gert áður en hún og vinkonur hennar út- skrifast úr skólanum. „Við förum í 12 ára bekk á næsta ári og útskrif- umst eftir það svo ég vona að skóla- lóðin verði tilbúin fyrir þann tíma.“ Vilja lagfæra skólalóðina Morgunblaðið/Sigurgeir S. Ráðhús Vinkonurnar fimm úr Breiðagerðisskóla sem funduðu með borgarstjóra og afhentu honum undirskriftar- lista og teikningu að nýrri skólalóð fyrir skólann en lóðin þarfnast mikillar lagfæringar.  Borgarstjóri sýndi stúlkunum pipar- kökuhús sem hann er að setja saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.