Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 125

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 125
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 125 inGólfUR ásGeiR JóHannesson Menntavísindasviði Háskóla íslands oG kennaRadeild Háskólans á akUReyRi Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014 Eiga skólar að vera dauðhreinsaðir af trúarbrögðum? Sigurður Pálsson. (2011). Uppeldisréttur. Um rétt foreldra til að tryggja trúarlegt og siðferðislegt uppeldi barna í samræmi við eigin sannfæringu (2. útgáfa). Reykjavík: Pedagogus. 93 bls. Rit Sigurðar Pálssonar, Uppeldisréttur, var fyrst gefið út 1987 en birtist nú talsvert endurskoðað. Sumt af efni þess er jafnvel enn tímabærara en fyrir aldarfjórðungi. Áhugaverðasta efnið í ritinu er umræðan um samspil réttar og skyldna bæði barna og foreldra, það er hvort og hvernig réttur foreldra til að ráða uppeldismótun barna sinna með trú og siðgæði er ótvíræður í mannréttindasáttmálum, sem Ísland er aðili að. Sigurður Pálsson er eflaust þekktastur sem prestur og höfundur námsbóka um biblíusögur. Hann lauk doktorsprófi frá Kennaraháskóla Íslands í maí 2008. Sigurður var einnig kennari á því skólastigi sem nú heitir grunnskólastig og starfaði við útgáfu námsbóka hjá Ríkisútgáfu námsbóka og síðar Námsgagnastofnun. Hann hefur því víðtæka reynslu á sviði skóla- og uppeldismála engu síður en af kirkjulegu starfi. UppElDisréttUr fOrElDra Bókin skiptist í sjö mislanga kafla auk Inngangs og Lokaorða. Hún hefst á stuttum kafla um það hvað uppeldi sé. Sigurður styðst við skilgreiningu frá norska fræði- manninum Reidar Myhre um þrjá þætti uppeldis: Menningarmótun, félagsmótun og persónuleikamótun. Lokaorðin í kaflanum afmarka að nokkru leyti viðfangsefni ritsins: „Hver eða hverjir hafa frumrétt og frumskyldu til að annast uppeldi barna og ungmenna og velja þau gildi sem þau eru nestuð með til framtíðar í heimi sem tekur sífelldum breytingum?“ (bls. 18). Í næsta kafla kemur fram að í lýðræðisþjóðfélagi eigi ólíkir aðilar sjálfstæðan rétt og hafi sjálfstæðu hlutverki að gegna. Þriðji aðalkaflinn, um uppeldisrétt foreldra, er jafnframt lengsti kaflinn og skiptist í átta undirkafla. Hann hefst á umræðu um það hvort foreldrar og leikskólar, grunn- skólar og frístundaheimili séu í reynd meðvituð um „framsal“ foreldraréttar til þessara
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.