Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 40
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég geri ráð fyrir að heimild- armyndin Andlit norðursins hafi ver- ið kveikjan að þessu, en myndin var nýverið sýnd í franska sjónvarpinu og víðar í Evrópu,“ segir ljósmynd- arinn Ragnar Axelsson, RAX. Vísar hann þar til þess að ljósmynd hans prýðir forsíðuna á franska tímaritinu Polka sem er eitt virtasta ljósmynda- tímarit heims í dag. Í tímaritinu eru birtar sjö opnumyndir úr síðustu bók Ragnars, Andlit norðursins, ásamt viðtali við hann um viðfangsefni myndanna. Tímaritið fer varla fram hjá neinum sem leggur leið sína til Parísar um þessar mundir því for- síðan hangir sem plakat á stræt- isvagnastöðvum borgarinnar. Nýverið kom út ljósmyndabók með myndum Ragnars á Ítalíu, í bókaröð um nokkra af þekktustu ljósmyndurum samtímans og síðustu áratuga sem Enrica Viganò ritstýrir, en bókin um Ragnar er sú fimmta í röðinni. Bókin er jafnframt sýning- arskrá ljósmyndasýningar sem Vig- anò setti saman með myndum Ragn- ars fyrir Menningarmiðstöðina í Mílanó (CMC). Samhliða sýningunni í Mílanó sýnir Ragnar í London í galleríinu Proud sem er til húsa á King’s Road í Chelsea. Sú sýning var opnuð í síðasta mánuði og lýkur 11. mars næstkomandi. „Proud er býsna virt gallerí sem er þekktast fyrir sýningar sínar með myndum af helstu rokkurum og poppurum sögunnar, svo sem John Lennon, David Bowie og Bítlunum. Það má því segja að það sé býsna djörf ákvörðun hjá sýningarhöld- urum að sýna mig, þar sem mynd- irnar mínar eru allt annars eðlis,“ segir Ragnar og bendir á að á neðri hæðinni í galleríinu sé nú um stundir sýning með myndum af liðsmönnum Rolling Stones. „Mér þótti nú ansi skemmtilegt að sjá mynd eftir mig hanga við hliðina á mynd af Keith Richards í sýningar- glugga gallerísins, enda er ég mikill aðdáandi hans,“ segir Ragnar kím- inn. Bæði þakklátur og stoltur Að sögn Ragnars hefur hann feng- ið geysimikil viðbrögð við heimild- armyndinni Andlit norðursins eða The Last Days of the Arctic. Myndin hefur verið sýnd í sjón- varpi í mörgum Evr- ópulönd- um og verður bráð- lega sýnd í Bandaríkj- unum og Asíu. Þannig berst Ragnari fjöldinn allur af tölvupóstum víðs vegar að úr heim- inum, frá fólki sem bæði hefur hrifist af myndum hans og íslenskri náttúru eins og hún birt- ist í gegnum linsu Ragn- ars. „Ég reyni eftir fremsta megni að svara öllum tölvu- póstunum. Ég er bæði þakk- látur og stoltur yfir þessum góðu viðtökum,“ segir Ragnar og tekur fram að sér þyki hins vegar mikilvægast að boð- skapur mynda hans, þar sem sjá má afleið- ingar hlýnunar jarðar á samfélag veiðimanna í norðri, komist skilmerkilega til skila. „Ég hef lengi haft trú á þessu efni og fundist að- kallandi að miðla því. Því þykir mér auðvitað vænt um að það snerti aðra jafn djúpt og mig,“ segir Ragnar auð- mjúkur. Spurður hvað sé framundan hjá honum segist Ragnar vera með að minnsta kosti fjórar bækur í vinnslu. Ein þeirra er bók um Land- mannalaugar sem væntanleg er næsta haust, en þar mun geta að líta myndir sem Ragnar hefur tekið á svæðinu á tuttugu árum. „Í raun má segja að framtíðin fyrir mér sem ljós- myndari hafi aldrei verið bjartari en núna,“ segir Ragnar. „Framtíðin aldrei verið bjartari“  Sýnir í London og Mílanó auk þess að vera á forsíðu tímaritsins Polka Bókaröðin um merka ljósmynd- ara sem Viganò ritstýrir. Frá opnun Galleristinn Lucia Orsi, Enrica Viganò, Ragnar og Camillo Fornasierio við opnun sýningar Ragnars í Menningarmiðstöðinni í Mílanó undir lok síðasta árs. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2012 Í byrjun mars næstkomandi heldur Sinfóníuhljómsveitin sérstaka tón- listarhátíð, Tectonics, það sem Sin- fóníuhljómsveitin og ungir íslenskir tónlistarmenn úr raf- og spunageir- anum koma saman, en einnig koma fram erlendar stjörnur úr heimi sam- tímatónlistarinnar, þeirra á meðal breski píanóleikarinn John Tilbury og ástralski tónlistarmaðurinn Oren Ambarchi. Áhersla verður lögð á að flytja verk eftir Bandaríkjamanninn John Cage og Magnús Blöndal Jóhanns- son, helsta frumkvöðul íslenskrar raftónlistar, en einnig verða flutt ým- is verk innlendra og erlendra tón- skálda, þar á meðal verk eftir Áka Ásgeirsson og Jesper Pedersen, sem valin voru úr innsendum hug- myndum í tónverkasamkeppni sem Sinfónían efndi til síðastliðið haust. Í auglýsingu fyrir keppnina var því lýst svo að verkin mættu ekki vera meira en 20 mínútur á lengd og í þeim ættu hinar ýmsu listgreinar að mætast: „Það má vera fyrir heila sin- fóníuhljómsveit eða hluta hennar, allt niður í kammerhóp eða jafnvel ein- leikshljóðfæri, auk þess sem nota má vídeó, rafhljóð og/eða dans.“ Af þeim tónlistarmönnum sem koma munu fram ýmist einir eða með Sinfóníuhljómsveitinni má nefna hljómsveitirnar Slowblow, Still- uppsteypu og Reptilicus, píanóleik- arana Davíð Þór Jónsson og Tinnu Þorsteinsdóttur, tónlistarhópinn S.L.Á.T.U.R, Þórönnu Björnsdóttur, Kristínu Önnu Valtýsdóttur og myndlistarmanninn Ragnar Kjart- ansson, sem flytur einsöngsverk eftir John Cage á hátíðinni. Á hátíðinni verða þrennir tónleikar helgaðir tónlist Magnúsar Blöndals Jóhannssonar, þar af einir þar sem flutt verða fjögur ný verk innblásin af tónlist hans og pöntuð sérstaklega fyrir tilefnið en tónskáldin eru Kira Kira, Ríkharður H. Friðriksson og Auxpan. Á meðal annars sem boðið verður upp á má nefna tónlist eftir banda- rísku tónskáldin Christian Wolff og Morton Feldman, Alvin Lucier og Luciano Berio, sýndar verða kvik- myndir um John Cage og Magnús Blöndal Jóhannsson og Skóla- hljómsveit Kópavogs og Brassband bjóða upp á tónleika í anddyri Hörpu. Til stendur að halda Tectonics- hátíðina á hverju ári og á næsta ári er stefnt að því að halda hana einnig er- lendis. Listrænn stjórnandi hátíð- arinnar og upphafsmaður hennar er Ilan Volkov, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sinfónían heldur tónlistarhátíðina Tectonics  Verk Johns Cage og Magnúsar Blön- dals Jóhannssonar í brennidepli Upphafsmaður Ilan Volkov aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníunnar. Morgunblaðið/Kristinn Kæri áskrifandi! Framan áMorgunblaðinu í dag er nýttMoggaklúbbskort. Kortið er sent til áskrifenda Morgunblaðsins. Moggaklúbbsfélagar fá góð kjör á m.a. veitingahúsum, bíóhúsum, utanlandsferðum, listviðburðum, bókum auk fjölda annarra fríðinda. Hafi kortið ekki borist þér hafðu þá samband við áskriftardeild eftir helgi í síma 569-1100 eða sendu okkur tölvupóst á askrift@mbl.is KORTIÐ G ILDIR TIL 31. maí 2 012 – MEIRA FYRIR ÁS KRIFEND UR MOGGAKL ÚBBURIN N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.