Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 bergjum sem voru útbúin í atvinnu- húsnæði. Margrét bendir á að fólk í þessari stöðu hafi ekki getað skráð lögheim- ili, því einungis sé hægt að skrá lög- heimili í skráðu íbúðarhúsnæði. Þetta hafi reynst bagalegt í mörgum tilvik- um því ýmis réttindi velti á því að fólk sé með skráð lögheimili hér á landi. Margrét nefnir sem dæmi að útlend- ingur sem hingað komi til starfa öðl- ist réttindi í íslenska heilbrigðiskerf- inu hafi hann átt hér lögheimili í sex mánuði. Þangað til verði hann, vilji hann vera sjúkratryggður, annað- hvort að kaupa sjúkratryggingu eða, ef um EES-borgara er að ræða, framvísa E-104-vottorði frá öðru EES-ríki um að hann sé sjúkra- tryggður. Afleiðingin hafi í mörgum tilvikum orðið sú að fólkið sem bjó á gistiheim- ilum eða í atvinnuhúsnæði, og gat ekki skráð lögheimili sitt, aflaði sér hvorki réttinda í heilbrigðiskerfinu né til félagslegrar aðstoðar. „Í þess- um tilvikum var til dæmis litið til þess hvort fólkið var búið að vera hér lengi í vinnu, jafnvel einhver ár, og fólk fékk heilbrigðisþjónustu eins og það hefði verið skráð með lögheimili allan tímann,“ segir Margrét. Hið sama hafi gilt um rétt til félagslegrar að- stoðar en réttur á henni velti á skráðu lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi. Margrét tekur fram að ekki sé gerð krafa um skráð lögheimili þegar komi að grunnskólagöngu barna, þau geti farið í skóla um leið og þau flytj- ast hingað til lands með foreldrum sínum. Íslensk kennitala nægir ekki Í Morgunblaðinu 10. febrúar sl. var fjallað um að nokkur fjöldi Rúmena og Búlgara hefði aflað sér íslenskrar kennitölu og skýring væri m.a. sú að útlendingar þyrftu að hafa verið með íslenska kennitölu í a.m.k. sex mán- uði til að öðlast rétt til sjúkratrygg- inga. Margrét segir mikilvægt að hafa í huga að íslensk kennitala, ein og sér, nægi ekki til þess að útlend- ingar geti aflað sér réttinda hér á landi. Á hinn bóginn er íslensk kennitala fyrsta skrefið í þessa átt. Útlending- ur frá EES-ríki getur skráð kenni- tölu við komu til landsins en til að geta skráð lögheimili hér á landi þarf hann að sýna fram á framfærslu, t.d. með því að framvísa ráðningarsamn- ingi, gögnum um fastar greiðslur s.s. lífeyri frá heimalandinu eða með því að sýna fram á að hann eigi nægilegt fé til að gera framfleytt sjálfum sér. Þess má geta að Mannréttinda- skrifstofan veitir innflytjendum ókeypis lögfræðiaðstoð skv. samningi við velferðarráðuneytið og almenn ráðgjöf er veitt af starfsmanni Mann- réttindaskrifstofu Reykjavíkurborg- ar. Lögheimili grundvöllur réttinda  Mörg dæmi um að útlendingar hafi unnið hér í mörg ár án þess að skrá lögheimili  Öfluðu sér ekki réttar á sjúkratryggingu eða félagslegri aðstoð  Fólkið fékk eigi að síður að njóta réttinda hérlendis Morgunblaðið/Sigurgeir S. Umsvif Miklar framkvæmdir köll- uðu á vinnuafl frá útlöndum BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Mörg dæmi eru um að útlendingar frá EES-löndum sem höfðu unnið hér um langa hríð og greitt skatta og útsvar, en ekki verið með skráð lög- heimili, hafi hvorki átt rétt á heil- brigðisþjónustu né félagslegri aðstoð þegar á reyndi. Í þeim tilvikum sem Margrét Steinarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands, þekkir var fólkið þó lát- ið njóta réttindanna, þótt ríki eða viðkomandi sveitarfélögum hafi í raun ekki borið skylda til þess. Mörg dæmi eru um að þeir sem hafa ráðið útlendinga til starfa hafi einnig útvegað þeim húsnæði. Stund- um hefur fólkinu verið komið fyrir á gistiheimilum eða í íbúðum og her- Nú hafa 154 konur með PIP- brjóstafyllingar farið í ómskoðun hjá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands. Af þeim hafa 89 greinst með leka púða eða 58%. Samkvæmt Geir Gunnlaugssyni landlækni komu 49 konur í ómskoð- un í síðustu viku, fimmtudag og föstudag, og af þeim greindust 29 með leka púða, eða 59%. Var það þriðja vikan sem ómskoðun fór fram. Að minnsta kosti hundrað konur eiga eftir að mæta í ómskoð- un af þeim sem hafa pantað tíma. Í fyrstu viku ómskoðunar var 41 kona skoðuð og niðurstaðan þá var að 34 konur greindust með leka púða, eða yfir 80% kvennanna. Í vikunni á eftir voru 64 konur skoð- aðar og reyndust 37 þeirra vera með leka brjóstapúða, eða tæp 58%. „Ég held að þetta gangi mjög vel fyrir sig og það sé eðlilegt flæði í þessu. Það leggja sig allir fram um að sinna þessum konum eins hratt og vel og mögulegt er,“ segir Geir um aðgerðir yfirvalda í PIP- brjóstapúðamálinu. Ómskoðun fer fram hjá Krabba- meinsfélaginu fimmtudaga og föstudaga og panta konur sér tíma sjálfar. Skoðunin er greidd af rík- inu. Í byrjun febrúar tilkynnti vel- ferðarráðuneytið að öllum konum með PIP-brjóstapúða yrði boðið að láta nema þá burt á Landspít- alanum. Þær skurðaðgerðir hófust á spítalanum í gær og verða fram- kvæmdar reglulega næstu vik- urnar. ingveldur@mbl.is Reuters Sprunginn PIP-brjóstapúði sem hefur verið fjarlægður úr konu. 58% með leka brjós- tapúða  Byrjað að fjar- lægja sprungna púða Háhyrningar hafa undanfarið sést í tugatali í Grundarfirði, þ. á m. þessi háhyrningstarfur sem blés glæsilega fyrir ljósmyndara. „Þeir liggja í síldinni, ýmist hér inni á Grundarfirði eða fram- an við fjörðinn, inn undir Kolgrafafjörð,“ segir Runólfur Guðmundsson, útgerðarmaður og fyrr- verandi skipstjóri, en háhyrningar elta oft síldartorfur inn í firði. Í kringum mikla síld er fuglalíf gjarnan mikið og segir Runólfur það svo sannarlega vera í Grundarfirði. „Hér er ofboðslegt fuglalíf og það má sjá haferni og súlur í þúsundatali, máva og skarfa. Með því magnaðasta sem hægt er að sjá er þegar það eru þúsundir fugla fyrir framan brúna yfir Kolgrafafjörð. Þá iðar allt af lífi.“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Allt iðar af lífi á norðanverðu Snæfellsnesi ÁTVR selur ennþá sígar- ettur sem uppfylla ekki nýjan Evrópustaðal um að allar sígarettur sem seldar eru á Evrópska efnahags- svæðinu séu sjálfslökk- vandi. Hinn 17. nóvember sl. varð óheimilt að selja eða markaðssetja sígarettur sem ekki uppfylla staðalinn. ÁTVR óskaði eftir að Neytendastofa veitti fyrirtækinu aðlögunar- frest til þess að geta selt þær birgðir sem enn eru til af eldri gerð sígarettna. Neytendastofa hafnaði því en ÁTVR áfrýjaði þeirri ákvörðun til úrskurðarnefndar neytendamála. Þar er málið nú til umfjöllunar. Að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, að- stoðarforstjóra ÁTVR, er fyrirtækið ósammála því hvernig staðallinn var innleiddur hér á landi og að skort hafi á samráð við hagsmunaaðila. „Við gerðum Neytendastofu grein fyrir því að það væru birgðir í landinu sem væru hugsanlega um sex mánaða sala og á meðan þetta mál væri í gangi áskildum við okkur rétt til að selja þessar sígarettur áfram,“ segir hún. Þeir innflytjendur sígarettna sem Morgun- blaðið ræddi við í gær sögðu að þeir flyttu nú að- eins inn sígarettur sem stæðust nýju staðlana. kjartan@mbl.is Selja áfram sígarettur sem standast ekki nýja staðla  ÁTVR áskildi sér rétt til að selja áfram sígarettur sem eru ekki sjálfslökkvandi Sjálfslökkvandi sígarettur » Markmiðið með nýja staðlinum um sjálf- slökkvandi sígarettur er að minnka líkur á elds- voðum og dauðsföllum. Í ríkjum ESB deyja að meðaltali tveir til þrír á viku vegna bruna af völdum reykinga. » Tilvísun til staðalsins var birt í stjórnartíð- indum ESB hinn 17. nóvember í fyrra og varð þá óheimilt að selja eða markaðssetja sígarettur sem eru ekki sjálfslökkvandi á EES-svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.