Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 52. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ástin mín, hvar ertu? 2. Ástarsaga í víðasta skilningi 3. Sagður skulda vegna fíkniefna 4. Jón Gnarr í rusli »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Franski tónlistarmaðurinn Yann Tiersen kemur fram í Hörpu, Norður- ljósum fimmtudaginn 31. maí á Listahátíð í Reykjavík. Miðasala hefst á morgun á www.listahatid.is og www.harpa.is. Yann Tiersen spilar á Listahátíð í vor  Gaukurinn býð- ur upp á ljúfa tóna á fimmtudaginn í tilefni af því að við erum að koma hægt og rólega undan köldum og dimmum vetri. Strákarnir í amer- ísku grind/ powerviolence hljómsveitinni Magru- dergrind spila ásamt doom-guðunum í Plastic Gods sem eru að vinna að nýrri breiðskífu um þessar mundir. Plastguðir og Magru- dergrind á Gauknum  Íslenska pönkrokks- hljómsveitin Muck var til umfjöllunar á síð- unni Nordic Spotlight en það þykir til marks um að hljómsveitin sé að gera eitthvað rétt og farin að ná til er- lendra áhugamanna og áhrifamanna í tónlistarheiminum, t.d. með nýrri plötu sinni, Slaves, sem var að koma út. Fjallað um Muck í Nordic Spotlight Á miðvikudag Austlæg átt, víða 5-10 m/s. Víða él og snjókoma á köflum en dálítil slydda sunnantil. Hiti 1 til 5 stig syðst. Á fimmtudag Austanátt og úrkomulítið fyrir norðan. Kólnar. SPÁ KL. 12.00 Í DAG A 8-15 m/s með snjókomu eða slyddu en rigningu um landið sunnanvert. Hægari suðlæg átt og úrkomu- minna seinnipartinn. Hlýnandi veður, einkum sunnantil. VEÐUR Hólmfríður Magnúsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir eru búnar að semja við norska félagið Avaldsnes um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Avaldsnes er frá Haugasundi og leikur í næstefstu deild. Bikarmeist- arar Vals hafa því misst tvo leikmenn til viðbótar. Björk Björnsdóttir mun einnig leika með liðinu en hún hef- ur varið mark Fylkis und- anfarin ár. » 1 Leika í næstefstu deild í Noregi „Almennt séð er það Austurdeildin sem hefur sterkari liðin í ár, en það hefur ekki gerst síðan Michael Jord- an réð ríkjum hjá Chicago Bulls,“ skrifar Gunnar Valgeirsson í pistli sínum um NBA-deildina í körfuknatt- leik í íþrótta- blaði Morg- unblaðsins en tíma- bilið þar er nú hálfnað. »2 Austurdeildin sterkari í fyrsta skipti í mörg ár Keppnistímabilið er að líkindum farið í vaskinn hjá Eyjamanninum Her- manni Hreiðarssyni sem nú er á láns- samningi hjá Coventry. Hermann mun í dag fara í aðgerð á öxl en hann meiddist í leik á móti Blackpool í öðr- um leik sínum með félaginu. Her- mann segir það ekki standa til að flytja heim á næstunni og spila á Ís- landi í sumar. » 1 Hermann Hreiðarsson fer í aðgerð á öxl í dag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta eru varnaðarorð til áheyr- enda í sambandi við innihald reví- unnar en einnig fyrir daglega lífið,“ segir Bjartmar Hannesson, bóndi og gamanvísnahöfundur á Norður- Reykjum í Borgarfirði. Hann er höf- undur nýrrar borgfirskrar revíu sem leikdeild Ungmennafélags Reyk- dæla setur upp í Logalandi. Með upphafsorðum sínum er Bjartmar að segja hvernig túlka megi heiti verks- ins: „Ekki trúa öllu sem þú heyrir.“ „Kannski fær maður þá hugmynd að láta það eftir sér að gera revíu. Fyrir nokkrum mánuðum voru nokkur mál uppi í héraðinu sem mér fannst vera beinagrind í heila sýn- ingu,“ segir Bjartmar um tilurð reví- unnar. Eins og önnur skáld vill Bjartmar sem minnst segja um innihald verks- ins. „Við erum að basla við það Borg- firðingar að koma upp alls konar at- vinnustarfsemi. Sumt tekst en annað ekki. Bæjarstjórnin horfir í bak- sýnisspegilinn og minnist útrásar- áranna með söknuði milli þess sem hún leggur til enn meiri sparnað fyr- ir sveitarfélagið,“ segir höfundurinn og fellst á þau orð að í revíunni felist borgfirskur veruleiki í spéspegli. Geirshlíðarbræður í hlutverki Sumar persónurnar úr revíunni eru raunverulegar en aðrar skáld- aðar. „Þessu er öllu blandað saman í einn pott og er draumur og veru- leiki.“ Hann segir ljóst að einhverjir muni þekkja sjálfa sig í persónum revíunnar, að minnsta kosti þeir sem halda sínum réttu nöfnum. Bjartmar samdi leikritið Töðu- gjaldadansleikinn sem Reykdælir settu upp fyrir þremur árum. Þótt revían sé ekki á neinn hátt framhald af því verki notar höfundurinn nokkrar persónur áfram. Þar á með- al eru persónur sem bræðurnir frá Geirshlíð, Jón, Guðmundur og Pétur Péturssynir, leika. Nýtir reynsluna Bjartmar er landskunnur gaman- vísnahöfundur og hefur samið og sungið gamanvísur um sveitunga sína á þorrablótum og öðrum sam- komum á fjórða tug ára og efni eftir hann hefur komið út á hljómdiskum. „Ég nýti þá reynslu enda byggist revían upp á gamanvísum. Ég er að raða þessu saman við dagleg störf og sest svo niður á kvöldin og festi á blað.“ – Hvaða störf eru drýgst í hug- myndavinnunni? „Flestar hugmyndirnar koma upp þegar ég er að dreifa skít. Þegar maður er að binda rúllur eða slá þarf alla einbeitinguna við verkið en það gerir minna til með sentímetrana í hinu,“ segir Bjartmar og segist vona að ekki sé efnisleg tenging á milli þess að dreifa skít og semja gam- anvísur. Fær hugmyndir við skítadreifingu  Bjartmar Hannesson sýnir borg- firskan veruleika í spéspegli í revíu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Æfing Bjartmar Hannesson, lengst til vinstri, með hluta samstarfsfólks úr Töðugjaldadansleiknum. Geirshlíðarbræður eru einnig í aðalhlutverkum í borg- firsku revíunni, Jón Pétursson stendur með vasaklútinn á milli Bjartmars og Hafsteins Þórissonar, Guðmundur er með vasapelann og Pétur lengst til hægri. Leikdeild Ungmennafélags Reykdæla frumsýnir revíuna Ekki trúa öllu sem þú heyrir eft- ir Bjartmar Hannesson í félags- heimilinu Logalandi í Borg- arfirði föstudaginn 2. mars. Þröstur Guðbjartsson leikstýrir. Sterk hefð er fyrir leiklistarstarfi í Ung- mennafélagi Reyk- dæla og yfirleitt sett upp verk á hverjum vetri. Hátt í tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni og á þriðja tug vinnur að uppsetning- unni. Hátt í tutt- ugu leikarar FRUMSÝNT 2. MARS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.