Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 María Ólafsdóttir maria@mbl.is F rískur hópur stúlkna í 5. flokki handbolta hjá Fylki gerði sér lítið fyrir og hlupu með bolta frá Þingvöllum að Fylkishöll, Nesjavallaleið, nú í byrjun mánaðar. En með þessu söfnuðu stúlkurnar sér í sjóð fyrir Partille Cup-mótið í Svíþjóð í sum- ar. Voru þær búnar að safna áheit- um í Árbænum áður en haldið var af stað og fóru nánast í hvert ein- asta hús í hverfinu. Tvær og tvær saman Hugmyndin að slíkri áheita- söfnun kviknaði í foreldrafélagi flokksins og tóku stúlkurnar strax vel í hugmyndina. „Þær voru mjög jákvæðar og það var mikil stemning í hópnum á leiðinni. Þessar stelpur eru í góðu formi og víluðu því ekki fyrir sér vegalengdina. En margar eru líka í annarri íþrótt eða æfa líka með fjórða flokki,“ segir Ása Jóhanns- dóttir handboltamamma. Úr flokknum fara í ár 21 stelpa á mótið. Þær eru fæddar ár- in 1998 og 1999 og þær hlupu alls 30 km, einn kílómetra í einu tvær og tvær saman. En til að gæta fyllsta öryggis fylgdu foreldrar þeim eftir á bíl og keyrðu bæði á undan þeim og eftir. Lítillega þurfti að stytta leiðina þar sem mikill snjór í Grafningnum var til trafala og í raun aðeins önnur ak- reinin fær en fyrir utan það segir Ása að stelpunum hafi gengið vel. Langflestar hlupu síðan síðustu 4-5 km saman og síðasta spölinn, 1½ km hljóp allur hópurinn sam- an. Stærsta handboltamótið „Við vildum vekja athygli með þessu og virkilega að afreka eitt- hvað,“ segir Ása en tvö lið eru skráð á mótið frá Fylki. Er þar keppt í hreinum árgöngum, ólíkt fótboltanum þar sem hver flokkur er tveir árgangar, en sjálfsagt er að stúlkurnar keppi upp fyrir sig enda leika nokkrar þeirri með fjórða flokki eins og áður sagði. Partille er stærsta hand- boltamót í heimi og er haldið í Gautaborg dagana 2. til 7. júlí. Mæta um 50 þjóðir á mótið og eru um 20.000 þátttakendur skráðir í ár í yfir 1.000 liðum. Mótið er nú haldið í 43. sinn og dregur nafn sitt af borginni Partille, rétt utan Gautaborgar, þar sem mótið var Handboltastelpur hlupu Nesjavallaleið Árlega heldur fjöldi íslenskra ungmenna á Partille Cup-handboltamótið í Svíþjóð. Meðal Íslendinganna í ár verður hópur stúlkna í 5. flokki hjá Fylki en til að safna áheitum hlupu þær með bolta frá Þingvöllum að Fylkishöll. Leiðin er alls 30 km og skiptust stelpurnar á að fara einn km í einu tvær og tvær saman. Stoltar Hópurinn sem fer til Svíþjóðar á stærsta handboltamót í heimi. Í Grafningnum Eyrún Ósk og Alex- andra sprettu úr spori. Í bernsku lærðum við flest að synda bringusund. Með því lærði maður að synda og hugsar einhvern veginn um það sem „léttasta“ sundið. Þetta sem maður kann alveg og er ágætur í. Annað en skriðsundið t.d. sem þvælast vill fyrir sumum. En tæknin skiptir vitaskuld máli í bringusundinu og mikilvægt að vera með sundtökin á hreinu. Á vefsíðu breska dagblaðs- ins Guaradian undir heilsu má finna ágætis grein þessu tengda eftir Sam nokkurn Murphy. Í greininni útlistar hann hvað þurfi að hafa í huga við bringusundið og einnig fylgir með myndband þar sem sýnd eru réttu fóta- og handatökin. Það er ekki vit- laust að fríska dálítið upp á kunn- áttuna. Enda margir sem nýta sér sundið sem líkamsrækt og þá kannski sérstaklega á sumrin þegar veðrið er gott og bjart til að synda fram á kvöld. Vefsíðan guardian.co.uk/lifeandstyle/2008/jul/30/fitness Morgunblaðið/Golli Bringusund Hægt er að nálgast góðar leiðbeiningar á netinu. Tæknin við bringusund Hlaupið verður til styrktar ADHD- samtökunum á laugardaginn næst- komandi, 12. maí. Engin tímataka verður í hlaupinu því lagt verður upp úr að öll fjölskyldan hlaupi saman – þetta verður skemmtiskokk þar sem ömmur og afar, ungbörn í kerrum og unglingar hlaupa í þágu góðs mál- efnis. Hlaupið hefst klukkan 15:00 fyrir utan Árbæjarþrek og hlaupinn verður gamli góði „stífluhringurinn“ eða sem nemur 3 km. Skráningargjald er 500 kr. á hlaup- ara og hefst skráning klukkutíma fyr- ir hlaup. Nánari upplýsingar á Face- book undir ADHD Samtökin. Endilega … … hlaupið styrktarhlaup Morgunblaðið/Golli Hlaup Vert að styrkja gott málefni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hádegisverðartilboð Tvíréttað í hádegi frá 1.890,- Fljót og góð þjónusta Veitingastaður / verslun Nethylur 2 • 110 Reykjavík • Sími: 587 2882 • galleryfiskur.is –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands föstudaginn 25. maí. Ferðablaðið mun veita upplýsingar um hvern landshluta fyrir sig og verður aðgengilegt á mbl.is. Því verður einnig dreift á upplýsingamiðstöðvar um land allt. Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 21. maí. Ferðasumar 2012 ferðablað innanlands SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.