Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2012, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var mikiðkosið umnýliðna helgi. Og svipt- ingar urðu víða hvar. Við kosn- ingar og óvænt úr- slit bættust valda- skipti í Rússlandi. En Pútín, sem stjórnaði landinu síðustu árin úr forsætisráðuneytinu, ákvað að gera það næstu árin úr salarkynnum forsetans í Kreml, eins og hann hafði gert þar á undan. Og Medvedev færðist til með sama hætti og áður. Þetta er allt fremur snyrtilegt. Þetta er eins konar pólitísk útfærsla á leiknum „að hlaupa í skarðið“ en í þessari útfærslu er niðurstaðan þó ætíð höfð algjörlega fyrirsjáanleg. Á hinn bóginn voru þeir ef til vill í „fallin spýta“ í Frakklandi, þótt þeir hefðu auðvitað átt að vera í „parís.“ Að minnsta kosti er sá sperrti og spéhræddi Sar- kozy fallinn af stalli og annar kominn í staðinn. Vinstrimenn höfðu haft fyrri konu nýja for- setans í framboði síðast án ár- angurs svo nú var komið að honum. Þeir höfðu reyndar ætl- að að bjóða Strauss-Kahn fram, en lykkja varð á leið hans í framboð, og jafnvel fleiri en ein og þá varð ekki lengur fram hjá Hollande gengið. Hann segist alls ekki munu skrifa upp á rík- isfjármálareglur sem komu frá Brusselvaldinu, sitjandi í kjöltu Þýskalands. Hann bætir því við að samdráttur sé ekki verkefni dagsins, heldur þvert á móti aukin virkni efnahagslífs og hagvaxtar og þar með fleiri störf. Hið þekkta þýska vikurit Der Spiegel og vefur þess bendir strax á að hinn nýi forseti Frakklands komist auðvitað ekkert upp með slíkt tal. Spurningin sé einvörðungu hve marga daga hann þurfi til að jafna sig eftir kosningaslaginn og óráðstal sem slíku fylgir og hvort hann þurfi einhverja neð- anmálsgrein einhvers staðar í nýrri yfirlýsingu til að halda andlitinu. Í þessu sambandi muna menn að Steingrímur J. Sigfús- son þurfti tæpan sólarhring eft- ir kosningar til að svíkja sín helgustu kosningaloforð, flokkssamþykktir og ófrávíkj- anleg fyrirheit. Sjálfsagt getur Berlín bent á það fordæmi sem óvenjulegt og einstakt og stækkunarstjórinn staðfest sannleiksgildi þessa. En það er þó ekki óhugsandi að franski forsetinn þurfi lengri tíma. Í fyrsta lagi á hann ekki að taka við fyrr en eftir rúma viku. Og jafnvel Steingrímur J. hefði ekki svikið allt sem hann stand- andi hafði lofað, áður en hann var sestur og kom- inn með hart undir. Í annan stað eru þingkosningar í Frakklandi í næsta mánuði, sem eru mikilvægar fyrir framtíð nýja for- setans. Honum gæti þótt óþén- ugt að ganga til þeirra með öll kosningaloforðin niður um sig. Meira að segja Steingrími hefði þótt slíkt verra þótt hann myndi láta sig hafa það. Búró- kratarnir í Brussel verða að sýna ákveðinn skilning á því að þótt þeir sjálfir geri auðvitað ekkert með barnalegt lýðræðis- hjal þá verði „leiðtogar“ ríkja innan ESB að fá að tala um slíkt einstaka sinnum „svona til heimabrúks“ eins og þeir Össur og Steingrímur J. orða það gjarnan. Svo kusu þeir í Grikklandi, enn einu sæluríkinu á evru- svæðinu. Þar biðu hefðbundnir flokkar afhroð, en sjóðheitir sósíalistar unnu á öðrum megin og um 20 svartstakkar hinum megin komust inn á þingið og þegar kosningaúrslitahringur- inn er birtur standa þessir sig- urvegarar hlið við hlið, sem sagan sýnir að er ekki eins fjarri lagi og ætla mætti, enda skammt öfganna á milli. En sem betur fer hefur kanslari Þýskalands og fjár- málaráðherra Þýskalands þeg- ar tekið fram að þessar kosn- ingar í Grikklandi breyti alls engu fyrir þau málefni landsins sem hafi verið uppi á borðum að undanförnu. Það eru raunar einu málefni þjóðarinnar sem voru til umræðu í kosning- unum. En skilaboðin sem bár- ust án ástæðulausrar tafar til vöggu lýðræðisins frá kistu þess voru sem sagt þau að kosningarnar skiptu alls ekki máli. Og í Bretlandi fóru fram sveitarstjórnarkosningar, sem fyrirfram voru sagðar mikil- vægar. Þrjátíu prósent þeirra sem voru á kjörskrá töldu rétt að nýta atkvæðisrétt sinn. Stærri stjórnarflokkurinn, Íhaldsflokkurinn, tapaði tölu- verðu fylgi. Hann fékk þó um 30 prósent atkvæða. Það voru því um það bil 9 prósent þeirra sem voru á kjörskrá sem ómökuðu sig út til að kjósa þann valda- flokk. Breski fjármálaráðherr- ann, Osborne, sagðist vissulega hafa fundið fyrir áminningu kjósenda og þau skilaboð yrðu ekki sniðgengin, að öðru leyti en því að efnahagsstefnu ríkis- stjórnarinnar yrði ekki breytt að neinu leyti. Skyldu þau um- mæli vera líkleg til að ýta undir að kjósendur komi og krossi við þegar næst er eftir því er kall- að? Kjörkassar voru á víð og dreif um helgina, en kjós- endur ekki undir áhrifum, þannig séð} Mikið heimabrúk Þ að var ánægjulegt að lesa frétt í nýjasta tölublaði Bændablaðsins um nýstofnað fyrirtæki á Akur- eyri sem ætlar að endurvinna plast, aðallega rúllubaggaplast, og breyta því í olíu. Úr plasti af einni rúllu má vinna um það bil einn lítra af olíu. Til plast- endurvinnslunnar hefur verið keypt vél frá Japan. Um er að ræða einskonar heimilisvél til endurvinnslu plasts, framleidda með það í huga að allur almenningur geti nýtt sér hana á heimilum sínum. Skólar og stofnanir í Japan hafa fest kaup á tækinu og þar í landi er börn- um kennt að rusl sé ekki endilega bara rusl. Nýlega var sjónvarpsþátturinn Ísland í dag með góða umfjöllun um flokkun sorps í Stykkishólmi. Þar hefur allt sorp verið flokk- að síðan 2008. Talað var við íbúa í sveitarfé- laginu og heimilissorpinu var fylgt eftir til Sorpu þar sem sýnt var hvað varð um það. Íbúarnir voru allir já- kvæðir gagnvart sorpflokkuninni og fannst hún lítið mál og sjálfsagt, þeir söfnuðu meira að segja saman eggja- bökkunum á einn stað og sendu til baka til endurnýt- ingar. Eins og Stykkishólmur hafa mörg sveitarfélög tekið til við að láta íbúa sína flokka allt sorp sem fellur til á heim- ilum í þrjár mismunandi tunnur. Þar sem ég þekki til finnst fólki þetta ekki nokkurt mál, þó smátíma hafi tekið að koma kerfinu almennilega í gang verður flokkunin á endanum bara hluti af heimilisrútínunni. Fólki líður líka miklu betur með að vita að ruslið öðlast nýtt hlutverk. Síðla þessa árs verður hafist handa við að hirða flokkað sorp við heimili í Reykjavík. Er það virkilega ánægjulegt og ætti að auðvelda höfuðborgarheimilunum að hefja fulla sorp- flokkun eins og gerist í öðrum sveitar- félögum. Í Reykjavík eru grenndargámar víða og því mjög auðvelt fyrir heimilin að stunda grunnflokkun, þ.e flokka plast og pappír og rölta með það í næstu gáma, þá grænu og bláu. Þrátt fyrir aukna vitund um mikilvægi endurvinnslu og hvað við getum gert gott fyrir jörðina á auðveldan hátt er sorglegt að sjá hvað sumir eru latir við að kynna sér kosti endurvinnslunnar. Enn eru til heimili sem henda mjólkurfernunum og skyr- dósunum í hefðbundið rusl, eins og það er auð- velt að skola úr þeim og fara með í næsta grenndargám. Það ættu allir að hafa pláss fyrir tvo dalla heima hjá sér, t.d í ruslaskápnum, annan undir pappír og hinn undir plast, og rölta svo reglulega út í gámana með innihaldið. Það er ánægjulegt hversu mikið af sorpi er hægt að endunýta. Við eigum að fagna því og taka þátt í að flokka. Á vefsíðu Sorpu, sorpa.is, má sjá flokkunarregl- urnar. Við, þessi fámenna þjóð á þessari litlu „grænu“ eyju, ættum að geta flokkað allt sorp auðveldlega. Það eina sem þarf er hugarfarsbreyting hjá ákveðnum hópi, þessum sem tekur eigin leti fram yfir framtíð jarðar- innar. ingveldur@mbl.is Ingveldur Geirsdóttir Pistill Rusl er ekki bara rusl STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Áform kínverska auðjöfurs-ins Huang Nubo um ferða-þjónustu og afþreyingu áGrímsstöðum á Fjöllum eru nú komin á borð Oddnýjar G. Harðadóttur, iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra. Hún kynnti í ríkisstjórn sl. föstudag fjárfestingar- samning sem nefnd um ívilnanir vegna nýfjárfestinga leggur til að gerður verði við Huang Nubo og nýtt félag í hans eigu; Zhongkun Gríms- staðir ehf. Oddný hefur lýst jákvæð- um vilja sínum í garð þessara áforma en þau eiga eftir að fá samþykki á fleiri vígstöðvum þar sem reyna mun á mismunandi lagabálka. Eins og fram hefur komið í fréttum er um leigusamning að ræða með sérstökum ívilnunum, til sam- ræmis við lög nr. 99 frá árinu 2010 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að gera þarf hefðbundinn lóðarleigu- samning til 99 ára um landið undir húsin en um hinn hluta jarðarinnar á að gera 40 ára leigusamning. Fyrri áform Huang Nubo gengu út á að kaupa Grímsstaði en sem kunnugt er gekk það ekki upp vegna andstöðu Ögmundar Jón- assonar innanríkisráðherra við að veita Huang undanþágu fyrir kaup- unum. Nú hyggst sá kínverski leigja landið af félagi í eigu sveitarfélag- anna á Norðausturlandi, sem ætla sér að kaupa Grímsstaði. Jörðin er að 25% hluta í eigu ríkisins og fer Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra með þann hlut. Talsmaður Huang Nubo, Halldór Jó- hannsson, segist reikna með að áformin eigi því einnig eftir að fara á borð Steingríms. Þrátt fyrir and- stöðu innanríkisráðherra vonast Halldór til þess að landbún- aðarráherra muni ekki hindra fram- gang málsins. Huang Nubo hafi allan tímann viljað vinna þetta mál í góðu samráði við stjórnvöld og m.a. strax lýst því yfir að hann hefði ekki í huga nýtingu á auðlindum á svæðinu eins og vatnsréttindum. Hefst starfsemin 2016? „Við teljum að fjárfestingar- samningurinn og aðrir samningar gangi í gegn á næstu vikum,“ segir Halldór, sem bindur vonir við að undirbúningsframkvæmdir eins og hönnunar- og skipulagsvinna geti farið í gang á þessu ári og fram- kvæmdir hafist á Grímsstöðum næsta vor. Samkvæmt tímaáætlun verði svo hægt að hefja starfsemi ár- ið 2016. Huang Nubo hefur einnig áform um að reisa hótel í Reykjavík en Halldór segir það allt annað mál sem krefjist annarra samninga en vegna Grímsstaða. Áformin á Fjöllum eru ekki smá í sniðum, eða fyrir alls um 16,2 millj- arða króna. Huang Nubo vill reisa 100 herbergja lúxushótel á Gríms- stöðum, auk 100 herbergja fjöl- skylduhúsa eða nokkurs konar sum- arhúsa. Byggja á golfvöll og aðstöðu fyrir hestamennsku, baðlaugar og ýmsa aðra afþreyingu. Einnig stend- ur til að endurbæta flugbrautina á Grímsstöðum þannig að hægt verði að bjóða upp á útsýnisflug. Hyggst kínverska félagið útvega nokkrar litlar flugvélar til þess. Landsvæðið undir alla þessa starfsemi er á nærri 3.000 hekturum. Framkvæmdir á undirbúningstíma gætu skapað 400- 600 störf og um 400 störf þegar reksturinn verður kominn vel af stað. Að sögn Halldórs verður fyrst og fremst reiknað með innlendu vinnuafli og hráefni. Ekki er búist við kínversku vinnuafli, að öðru leyti en því að mat- reiðslumenn á hótelinu gætu orðið kínverskir eða af öðru þjóðerni. Huang á borði Odd- nýjar og Steingríms Morgunblaðið/Birkir Fanndal Grímsstaðir Gangi öll áform Huang Nubo eftir er gríðarleg uppbygging framundan á Grímsstöðum á næstu árum, fyrir um 16 milljarða króna. Huang Nubo er í hópi auðugustu manna í Kína. Á lista Forbes yfir 400 ríkustu Kínverjana, sem gef- inn var út sl. haust, var Huang í 129. sæti með auð sem metinn var á 1.020 milljónir dollara, eða jafnvirði um 126 milljarða króna. Áform Huang hafa fengið nokkra athygli erlendra fjöl- miðla. Þannig birtist frétt frá AP á vef Washington Post í gær þar sem rætt var við talsmann Zhongkun Group, félags í eigu Huang Nubo. Þar sagði m.a. að til stæði að reisa hér keppnis- braut (e. racetracks). Aðspurður út í þetta segir Halldór Jó- hannsson ekki standa til að stunda veðreiðar á Grímsstöðum, held- ur hafi þýðing eitt- hvað skolast til þarna og væntanlega verið að vísa til áforma um hesta- ferðir um svæðið. Einn sá ríkasti í Kína HUANG NUBO Íslandsvinurinn Huang Nubo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.