Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.06.2012, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2012  Grammy-verðlaunahafinn Elvis Costello heldur tónleika í Eldborg í Hörpu annað kvöld kl. 20. Costello á margan smellinn að baki, m.a. „She“, „Oliver’s Army“ og „Alison“. Elvis Costello í Hörpu annað kvöld  Tónlistarhátíðin Gæran verður haldin 24. og 25. ágúst á Sauð- árkróki og verður hátíðin sú þriðja í röðinni. Meðal þeirra hljómsveita sem leika á hátíð- inni eru Dimma, Funk That Shit, Skúli mennski, Broth- er Grass, Gildran og Contalgen Fune- ral. Hátíðin fer fram í sútunarverk- smiðju bæjarins sem er sú eina á landinu. Gæran haldin á Sauð- árkróki 24.-25. ágúst  Listi þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem fram koma á há- tíðinni Iceland Airwaves í haust lengist sífellt. Hafa nú m.a. bæst við Dirty Projectors, The Vaccines, Half Moon Run, Me and My Drum- mer, BOY og stúlkna- sveitin Nelson Can. Af íslenskum hljómsveitum má nefna hina vinsælu Of Monsters and Men. Frekari upp- lýsingar á ice- landairwaves.is. The Vaccines leikur á Iceland Airwaves Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handboltaliðsins THW Kiel, er him- inlifandi með árangurinn í vetur, eins og nærri má geta. Liðið sigraði í hverjum einasta leik í þýsku deild- inni, þeirri sterkustu í heimi, nokk- uð sem aldrei hefur gerst áður, varð þýskur bikarmeistari og Evr- ópumeistari. „Þetta verður aldrei endurtekið,“ segir Alfreð m.a. í ít- arlegu viðtali í Sunnudagsmogg- anum í dag. Það hefur aldrei áður gerst í sögu atvinnuíþrótta í Þýskalandi að lið hafi ekki tapað stigi á heilu keppn- istímabili. „Afrek THW Kiel er ein- stakt og ég get ekki ímyndað mér að það verði nokkurn tíma endurtekið,“ segir Olaf Bruchmann, aðalritstjóri Handballwoche, í samtali við Sunnu- dagsmoggann. Tímaritið er það eina sinnar tegundar í Evrópu; vikublað sem fjallar eingöngu um handbolta. Ritstjórinn hrósar Alfreð í hástert af mörgum ástæðum. Einstakt afrek „Það má segja að hann sinni fimm störfum hjá félaginu; auk þess að vera aðalþjálfari, þrekþjálfari og leikgreinandi kemur hann oft fram sem markaðsfulltrúi og jafnvel blaðafulltrúi. Enginn gegndi því starfi í fyrra og þess vegna hringdu blaðamenn bara beint í Alfreð, sem er óvenjulegt!“ Alfreð verður 55 ára þegar samn- ingur hans við Kiel rennur út eftir tvö ár. „Það er ómögulegt að segja,“ svarar hann, þegar spurt er hve lengi hann sjái fyrir sér að vera í þessu krefjandi starfi. „Ég hef reyndar alltaf sagt að ég ætli að vera til sextugs að þjálfa fé- lagslið. Miðað við það á ég eftir átta ár en við sjáum til. Kiel er stórkostlegt félag og ekki hægt að hugsa sér betri vinnuveitanda í þessum bransa.“ Hann er tiltölulega bjartsýnn fyr- ir Íslands hönd þegar rætt er um handboltakeppni Ólympíuleikanna í London í sumar. „Það býr mikil reynsla í landsliðinu. Þessir strákar hafa leikið lengi saman og þekkjast mjög vel. Liðið á því fína möguleika á að standa sig vel.“ Alfreð reiknar með að sömu þjóð- ir og undanfarin ár berjist um verð- laun: „Frakkar, Spánverjar, Króat- ar, Danir og Íslendingar eru með mjög góð lið, Serbar gætu blandað sér í baráttuna og jafnvel Svíar.“ „Verður aldrei endurtekið“  Hrikalega ánægður, segir Alfreð Gíslason „Ég hef verið svo heppinn að fá að vinna með mörgum frábærum leik- mönnum, bæði hér í Kiel og í Magdeburg, og gæti nefnt marga,“ segir Alfreð þegar spurt er hverjir séu þeir bestu sem hann hefur þjálfað. „Ég treysti mér ekki til að taka einhvern einn út úr en get fullyrt að bæði Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur eru í hópi þeirra bestu. Og ég verð að segja að það er skandall að Ólafur skuli aldrei hafa verið valinn leikmaður ársins í heiminum – algjör skandall. Það byggist á skrýtinni pólitík.“ HRÓSAR ÓLAFI STEFÁNSSYNI OG GUÐJÓNI VAL Ljósmynd/Sascha Klahn Bestir Sænska stórskyttan Kim Anderson, besti leikmaður í Þýskalandi í vetur, og Alfreð Gíslason, besti þjálfarinn. 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lokar dollarareikningi sínum 2. „Er nafnið þitt Facebook-nafn?“ 3. „Þá var engin 110% leið í boði“ 4. Reykir og drekkur of mikið FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA- og A-átt, víða 3-8 m/s, en heldur hvassari með SA-ströndinni. Skýjað að mestu og yfirleitt þurrt. Hiti 6 til 17 stig að deginum, hlýjast S- og V-lands. Á sunnudag Norðaustlæg átt, 3-8 m/s víðast hvar. Skýjað með köflum og stöku skúrir syðra, einkum síðdegis. Hiti 9 til 15 stig V-til en 3 til 9 stig A-til. Á mánudag og þriðjudag Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað N-til en skýjað með köflum og stöku skúrir syðra. Hiti 4 til 17 stig, hlýjast SV-lands. Rússar stálu senunni á opn- unardegi EM í fótbolta í gær. Strákarnir hans Dick Advocaat rúlluðu yfir Tékkland, 4:1, og var sigurinn síst of stór. Rússland sendi skýr skilaboð með frammi- stöðu sinni í gærkvöldi. Liðið ætlar ekki bara upp úr A- riðlinum heldur ætlar það sér stóra hluti á mótinu. »1 Rússarnir sendu skýr skilaboð í fyrsta leik Kristján Finnbogason átti magnaða endurkomu í fót- boltanum og varði þrjár vítaspyrnur þegar Fylkir sló FH út úr bikarkeppninni. Árbæingar komu fram hefndum fyrir stóran skell gegn FH um síðustu helgi. KR lagði ÍA að velli á Akra- nesi, 2:1, og Valur og Breiðablik tryggðu sér líka sæti í sextán liða úrslitum bikarkeppninnar. »2-3 Endurkoma Kristj- áns og KR vann ÍA Björgvin Páll Gústavsson, landsliðs- markvörður í handknattleik, segir að stefnan sé að vinna Holland með eins miklum mun og hægt er í Laugardals- höllinni annað kvöld. Það er fyrri úr- slitaleikur þjóðanna um sæti í loka- keppni HM á næsta ári. Hann og Hreiðar Levý Guð- mundsson hafa notið tilsagnar eins besta mark- varðar sögunnar, Claes Hellgrens, undanfarna daga. »4 Stefnt að eins stórum sigri og hægt er Hneyksli að Óli skuli aldrei hafa verið valinn bestur í heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.