Morgunblaðið - 10.07.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.07.2012, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 2012 ✝ Kristín GíslínaSigurðardóttir fæddist í Hrísey 26. júlí 1933. Hún lést á Landspít- alanum Háskóla- sjúkrahúsi 2. júlí 2012. Hún var dóttir Maríu Magnús- dóttur og Sigurðar Elíassonar. María var fædd á Gilá í Vatnsdal og fluttist með fjöl- skyldu sinni að Hurðarbaki á Ásum í A-Húnavatnssýslu. Sig- urður var fæddur á Aðalbóli í Hrafnkelsdal en ólst upp á Hall- geirsstöðum í Jökulsárhlíð. For- eldrar Kristínar hófu búskap á Akureyri 1929 og þar fæddist þeim Magnús Ingi, f. 1930 og Elías Jökull, f. 1932. Faðir Kristínar fékk atvinnu í Hrísey og því fluttust þau þangað. Önnur dóttir fæddist þar, Auð- björg Valgerður, f. 1935. Frá Hrísey fluttist fjölskyldan 1935 til Siglufjarðar. Þar bættist yngsta systkinið í hópinn, Bene- dikt, f. 1937. Árið 1942 flyst fjölskyldan suður og settist að í Hveragerði. Í Hveragerði gekk Kristín í barna- og unglinga- skóla. Vorið 1953 fer hún til Danmerkur og sest í lýðháskóla í Store Restrup sem þá var á Þórarinn Björn, f. 1981, d. 2004, b) Hallbjörn, f. 1983, í sambúð með Steinunni Önnu Kjartansdóttur, f. 1984. Börn þeirra eru Vigdís Anna, f. 2008 og Þórarinn, f. 2010, c) Krist- inn, f. 1988 og d) Katrín María, f. 2000. Fyrir átti Karl Sigrúnu Höllu sem ólst upp hjá þeim frá 1964. Sigrún er sjúkraliði og mót- tökuritari, f. 1951, gift Kristjáni Sveinssyni, f. 1949, búsett á Akranesi. Þeirra börn eru a) Álfhildur, f. 1975, gift Þór Árnasyni, f. 1974, börn þeirra eru Kristín Halla, f. 2003, Karl Kristján, f. 2006 og Emilía Mar- grét, f. 2012, búsett í Banda- ríkjunum, b) Karl Kristinn, f. 1979, d. 2000, c) Sveinn, f. 1984 kvæntur Stefaníu Sigurð- ardóttur, f. 1979. Þeirra börn eru Kristján, f. 2008, Klara Margrét, f. 2009 og Karlotta Lind, f. 2011. Kristín og Karl tóku þátt í félagslífi á Akranesi. Kristín var í Oddfellowstúkunni nr. 5 Ásgerði IOOF á Akranesi og var ein af stofnendum hennar. Karl var einnig félagi í Odd- fellowstúku. Kristín og Karl áttu sér unaðsreit, Karlstungu við Vesturhópsvatn. Þar undi Stína (eins og hún var jafnan kölluð) sér vel. Við innréttingu og smíði þess bústaðar komu hæfileikar Stínu vel í ljós. Hún hannaði og skipulagði þann bú- stað einstaklega vel. Útför Kristínar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 10. júlí 2012, og hefst athöfnin kl. 15. sumrin skóli fyrir ungar stúlkur þar sem kenndar voru ýmsar greinar heimilisrekstrar. Árið 1979 lauk hún námi frá Sjúkra- liðaskóla Íslands og starfaði við það í nokkur ár á Akranesi. Einnig lærði hún smur- brauðsgerð og vann við það lengi. Í Kaupmannahöfn kynntist hún mannsefni sínu, Karli Sig- urðssyni, f. 1930, d. 2001, bryta og síðar kaupmanni frá Akra- nesi. Þau giftu sig 1954 og stofnuðu heimili í Reykjavík. Árið 1963 flytja þau búferlum á Akranes þar sem Karl stofnar verslunina Skagaver ásamt Baldri Guðjónssyni og fleirum. Árið 1997 flytjast þau að Gull- smára 7 í Kópavogi. Kristín og Karl eignuðust tvo syni; 1) Sig- urður flugstjóri hjá Cargolux, f. 1955, kvæntur Ellen Maríu Ólafsdóttur, f. 1957, búsett í Lúxemborg. Þeirra börn eru a) Kristín Ósk, f. 1985, b) Guð- bjartur Ólafur, f. 1985. 2) Magnús Þór véltæknifræðingur, f. 1959, kvæntur Margréti H. Þórarinsdóttur, f. 1958, búsett í Kópavogi. Börn þeirra eru a) Stína tengdamamma er dáin. Það var vitað að hverju stefndi, en það kom samt óvænt. Stína hafði borið sig svo vel. Hún sá um sig sjálf fram á síðasta dag, undir það síðasta meir af vilja en mætti. Ég þakka fyrir öll þau ár sem ég hef fengið að njóta samfylgdar við Stínu. Betri tengdamóður er ekki hægt að hugsa sér. Hún var mér vinkona og trúnaðarvinur. Hún studdi mig á erfiðum stundum og hvatti mig áfram, gaf mér ráð og setti ofan í við mig þegar það átti við. Sannur vinur. Stína var vilja- sterk kona, það sýndi sig í hennar eigin veikindum og einnig hvern- ig hún annaðist Karl tengda- pabba í hans veikindum, en hann dó árið 2001. Hún var tilbúin að styðja og styrkja aðra en þáði sjálf takmarkaða aðstoð nema ná- kvæmlega það sem hún bað um. Ég lærði það fljótlega í okkar samskiptum að virða það. Stína vildi aldrei að haft væri fyrir henni. Tímasetning andláts henn- ar er eins og skipulagt af henni. Á landinu eru ættingjar sem búa er- lendis, systurdóttir hennar hafði skipulagt ferð til Íslands og er því hér stödd í dag. Stína unni óperu- tónlist. Það eina sem ég hef getað gefið henni er árleg ferð í óperuna með mér og Katrínu Maríu dóttur minni, „konukvöld“. Eftir að hún flutti í Gullsmár- ann var hún aldrei kölluð annað en amma Gull hér hjá okkur. Lýs- ir það henni mjög vel. Hún var gull af manni. Ég trúi því að nú sé Stína kom- in til Karls tengdapabba, Kalla „litla“ og Þórarins míns. Þeir fá nú að njóta samvistar við hana aftur ásamt fleirum sem á undan voru komnir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Takk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Margrét. Margs er að minnast og margs er að sakna nú þegar tengda- amma mín, Kristín Sigurðardótt- ir, er fallin frá. Stína bjó í Gull- smára og var því gjarnan kölluð amma gull af barnabörnum og langömmubörnum sínum. Fljót- lega eftir að ég kynntist henni átt- aði ég mig á því að hún var slíkt gull af manni að nafnbótin átti sérstaklega vel við hana. Þó ekki sé nema tæpur áratugur síðan ég kynntist Stínu er eins og ég hafi alltaf þekkt hana. Áður en ég vissi af var ég einnig farin að kalla hana ömmu gull því hún var amma sem allir myndu vilja eiga að. Stínu finnst mér gott að eiga að fyrirmynd. Hún var glaðlynd, hugmyndarík og dugleg. Hún hafði einstakt lag á því að vera hlý og góð en jafnframt hreinskilin og ákveðin. Hún var fyrirmyndar húsmóðir og frábær kokkur. Það var margt sem ég lærði í eldhús- inu í Gullsmáranum. Stína var dugleg að sýna mér og segja frá því sem hún hafði lært í gegnum tíðina. Þegar við Hallbjörn héld- um skírnarveislur fyrir börnin okkar tók hún fullan þátt í und- irbúningnum. Þá sá ég hversu einstaklega vandvirk hún var. Hvert smáatriði var þaulhugsað og hver skeið gljáfægð. Í ferða- lögum var Stína með fullkomið heimalagað nesti þar sem hugsað var fyrir þörfum hvers og eins. En það var einmitt einkennandi fyrir Stínu að hugsa fyrir öllu. Ég á margar fallegar og góðar minn- ingar um þessa skemmtilegu konu sem mér þótti svo undur vænt um. Elsku amma gull, megi minn- ing þín lifa í hjörtum okkar og sögur af yndislegri ömmu fylgja langömmubörnunum. Steinunn Anna Kjartansdóttir. Kristín G. Sigurðardóttir ✝ Bjarni Jónssonfæddist á Kambi í Reykhóla- sveit 4. maí 1922. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu í Skógarbæ 30. júní 2012. Foreldrar hans voru hjónin Jón Hjaltalín Brands- son bóndi, f. 25. september 1875, d. 15. júní 1947 og Sesselja Stefánsdóttir húsmóðir, f. 22. júní 1881, d. 12. júlí 1971. Bjarni var einn ellefu systkina, sem nú eru öll látin. Þau voru: Elín Gróa, f. 1902, Stefán, f. 1904, Guðbjörg, f. 1905, Ólafur, f. 1908, Guðmundur, f. 1909 (lést ungur), Sigmundur, f. 1911, Kristján Hans, f. 1915, Magnús, f. 1918, Guðmundur (tvíbura- bróðir), f. 1922, fóstursystir Lilja Guðrún Hannesdóttir, f. 1926. Hinn 4. maí 1957 kvæntist Bjarni eftirlifandi eiginkonu sinni, Fríðu Helgadóttur hús- móður, f. 17. ágúst 1931, úr Reykjavík. Foreldrar hennar voru Helgi Sigurðsson hús- gagnabólstrari, f. 1900, d. 1974 og Steinunn Guðmundsdóttir, f. 1904, d. 1971. Börn Bjarna og Fríðu eru: 1) Elín kennari, f. 1958. Börn hennar og Stefáns Ragnarssonar stýri- manns eru: Fríða Stefánsdóttir kenn- ari, f. 1984 og Ragn- ar Bjarni Stef- ánsson nemi, f. 1992. 2) Helgi bif- reiðarstjóri, f. 1960. 3) Fríða Dís líf- eindafræðingur, f. 1964, maki Leifur Gústafsson tækni- fræðingur. Bjarni ólst upp í foreldrahúsum á Kambi í Reyk- hólasveit, en flutti upp úr tví- tugu til Keflavíkur og stundaði þar nám í vélsmíði 1942-46. Hann lauk vélstjóraprófi frá Vél- skólanum í Reykjavík 1948 og síðar rafmagnsdeild 1950. Hann var yfirvélstjóri á flutn- ingaskipum Eimskipafélagsins 1948-62 og sigldi um öll heimsins höf. Þá var hann hjá Björgvin hf. 1962-70, á sanddæluskipinu Sandey, hjá Portland hf. 1973- 87, lengst af á togaranum Otri frá Hafnarfirði og hjá Sjólastöð- inni hf. 1987-91. Hann var vél- stjóri til sjós allt til 70 ára aldurs. Bjarni var heiðraður af Sjó- mannadagsráði 1991. Útför Bjarna verður gerð frá Neskirkju í dag, 10. júlí 2012, og hefst athöfnin klukkan 13. Elskulegi afi minn er nú fallinn frá. Ég var það heppin að alast upp heima hjá afa og ömmu á Haga- melnum þegar ég var yngri. Ein af mínum fyrstu minningum með afa, var þegar hann hélt á mér í fanginu og raulaði fyrir mig „Fríða litla lipurtá“. Afi var mikill heimilisfaðir. Hann var alltaf að laga eitthvað, ljós, þvottavélina eða jafnvel straujárnið. Ég hélt því fram að hann væri smiður þegar hann væri í landi en vélstjóri þegar hann fór á sjóinn. Ég gat setið og hlustað endalaust á sögur hans um siglingarnar sem hann fór um heiminn eða líf hans í sveitinni, en hann átti margar sögur af dýrun- um og fjölskyldulífinu þaðan. Mér þótti það alltaf merkilegt að hann ásamt bræðrum sínum hefði byggt Hagamel, húsið sem ég ann mest á æskuárum mínum. Það sem mér þótti þó enn merkilegra var að afi minn hafði fæðst og búið í torfbæ og þegar ég var yngri hélt ég alltaf að afi væri meira en 100 ára, því aðeins svo gamalt fólk gæti hafa búið í torfbæ. Afi var alltaf svo blíður og hlýr, ég og Ragnar Bjarni erum einu barnabörn ömmu og afa og nutum við dekurs þeirra og óskiptrar at- hygli alla tíð. Hávamál var eitt af uppáhalds- kvæðum afa og á þessi vísa vel við: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Elsku afi, takk fyrir allar góðu minningarnar sem þú skilur eftir. Með söknuði kveð ég afa minn. Fríða. Kvaddur er Bjarni Jónsson vél- stjóri frá Kambi í Reykhólasveit. Þegar ég var barn voru bræðurn- ir sjö, systurnar tvær og fóstur- systir. Afi og amma bjuggu að Kambi milli huldufólks, álfa og fyrrverandi ábúenda í fallegri sveit með öllum þeim dýrum sem tilheyra sveitinni. Þar fékk ég að kynnast sveitamenningunni eins og átta ára barn getur skilið. Það var mannmargt á heimilinu og margt gamalt fólk sem vildi hvergi annarsstaðar vera. Flestir bræður pabba og hann voru flutt- ir suður og það hyllti undir að afi og amma mundu bregða búi. Tví- burarnir Mundi og Bjarni yngstir og svo líkir að amma þurfti að merkja þá er þeir voru litlir. Pabbi sagði mér að þeir hefðu haft sitt eigið tungumál sín á milli. Ennþá sem fullorðna menn er erf- itt að þekkja þá í sundur ef þeir voru ekki saman hlið við hlið. En þó afi og amma ættu tíu börn, einn fór ungur frá þessum heimi, tóku þau systurdótturdóttur afa, hana Lilju, í hópinn sinn. Kveð ég þig kæri frændi og bið þig fyrir kveðju til allra í ljósheim- um. Síðan bið ég almættið að blessa fjölskyldu þína í þessari jarðvist. Erla Stefánsdóttir Jónssonar frá Kambi. Bjarni Jónsson ✝ Móðir mín, tengdamóðir og systir, ÞÓRUNN SIGRÍÐUR VALDIMARSDÓTTIR, lést sunnudaginn 8. júli að dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Valdimar Þ. Gíslason, Guðrún S. Guðmundsdóttir, Jónína Valdimarsdóttir. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN FINNBOGASON frá Skálmarnesmúla, andaðist laugardaginn 7. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 19. júlí kl. 13.00. Jarðsett verður á Skálmarnesmúla. Steinunn Pétursdóttir, Finnbogi Jónsson, Þuríður Kristjánsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir, Þorvaldur Ottósson, Nanna Áslaug Jónsdóttir, Gísli Ásberg Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, faðir, mágur og frændi, VILHELM ÖRN OTTESEN, Efstahjalla 13, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 5. júlí. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu laugardaginn 14. júlí kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Frú Ragnheiði - skaðaminnkun, verkefni Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, reikn.nr.: 0526-26-5320, kt.: 530269- 1839, skýring: v/Vilhelms. Ásta Ottesen, Páll H. Jónsson, Gunnlaug Ottesen, Friðrik Diego, Þórhallur Ottesen, Elín Margrét Jóhannsdóttir, Kristín Ottesen, Sigmundur Ásgeirsson, Jón Ívar Vilhelmsson, Ellert Heiðar Vilhelmsson og frændsystkini. ✝ Okkar ástkæri frændi og vinur, EYJÓLFUR EYJÓLFSSON frá Botnum í Meðallandi, Sundlaugavegi 24, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Klausturhólum fimmtudaginn 5. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Halldórsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, TRAUSTI KRISTINSSON vörubifreiðastjóri, Laufásvegi 50, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk fimmtu- daginn 28. júní, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 12. júlí kl. 15.00. Halla Guðný Erlendsdóttir, Málhildur Traustadóttir, Guðmundur Vésteinsson, Anna Erla Guðbrandsdóttir, Egill Sveinbjörnsson, Margrét Traustadóttir, Ámundi Halldórsson, Hjördís Steina Traustadóttir, Kristinn Jónsson, Erlendur Traustason, Björg Sigrún Ólafsdóttir, Þórður Ólafur Traustason, Ágústa Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.