Morgunblaðið - 10.07.2012, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 10.07.2012, Qupperneq 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 192. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ætlar ekki að lenda í því sama … 2. Át og drakk eftir lokun 3. Gríðarlegt rusl á Gaddstaðaflötum 4. Er Kim Jong-Un búinn að ná … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  KK og Ellen Kristjánsdóttir munu halda jólatónleika í Eldborg í Hörpu, 12. desember nk. með fjölda tónlist- armanna. Má þar nefna Mugison, Guðmund Pétursson, Magnús Eiríks- son og Eyþór Gunnarsson. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson KK og Ellen halda jólatónleika í Eldborg  Tónlistarspek- ingurinn Arnar Eggert Thorodd- sen ætlar að grisja plötusafn sitt um næstu helgi, 14. og 15. júlí, og selja um tíu þúsund skífur, vínylplötur og geisladiska, við heimili sitt í Auðar- stræti 13 í Reykjavík. Plötumarkaður- inn hefst kl. 11 og lýkur kl. 17 báða daga. Arnar Eggert grisjar plötusafnið  „Hann er mættur!“ nefnist nýlegt myndband frá SkjáEinum á YouTube en í því sést skuggamynd af manni í hlýrabol með brennandi pálmatré í bakgrunni. Virðist sem Johnny Nat- ional sé þar mættur, þáttastjórnand- inn sem Erpur Ey- vindarson túlkaði eitt sinn á skján- um. Skyldi hann vera á leiðinni á SkjáEinn á ný? Einhver er a.m.k. mættur. Snýr Johnny National aftur á SkjáEinum? Á miðvikudag og fimmtudag Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og fremur hlýtt, en stöku skúrir S-lands. Hiti 10 til 18 stig. Á föstudag, laugardag og sunnudag Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og áfram hlýtt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg norðlæg átt og léttskýjað á köflum. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR Stjarnan, KR, Grindavík og 1. deildarlið Þróttar munu leika í undanúrslitum Borg- unarbikarsins í knattspyrnu karla. Stjarnan var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitin í gærkvöldi þegar liðið sló Fram út í átta liða úrslitunum. Miðherjinn Garðar Jóhannsson skoraði tvö skallamörk í 2:1 sigri Garðbæinga en Sam Tillen skoraði beint úr auka- spyrnu fyrir Fram. »3 Tvö skallamörk hjá Garðari Ekki tókst að ljúka í gær við að velja íslenska landsliðshópinn í handknatt- leik sem tekur þátt í Ól- ympíuleikunum sem hefjast í London undir lok þessa mánaðar. Ástæðan er sú að meiðsli hrjá a.m.k. tvo leikmenn og vildi Guðmundur Þórður Guð- mundsson lands- liðsþjálfari að minnsta kosti gefa sér daginn í gær til þess að fá úr því skorið hvort umræddir leikmenn gætu tekið þátt eða ekki. Hópurinn verður tilkynntur í dag. »4 Landsliðshópur ekki klár vegna meiðsla Lára Kristín Pedersen tryggði Aftur- eldingu afar óvæntan 1:0 sigur á bikarmeisturum Vals í Pepsideild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Hún sagði sigurinn afar ánægjulegan, ekki síst í ljósi þess að þetta væri fyrsti sigur Aftureldingar á Val í meistaraflokki. Með sigrinum komst Afturelding upp úr fallsæti en Valur dróst enn aftur úr titilbaráttunni. »2 Aftureldingarkonur unnu Val í fyrsta sinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við opnuðum vitann fyrir almenn- ingi um miðjan marsmánuð, í sam- vinnu við Akraneskaupstað, og erum að gefa fólki færi á að njóta útsýn- isins,“ segir Hilmar Sigvaldason, áhugamaður um íslenska vita og for- maður Vitans ljósmyndafélags, og vísar til Akranesvita sem stendur á Breiðinni á Akranesi. Akranesviti var reistur árið 1944 eftir teikningu Axels Sveinssonar verkfræðings og teygir hann sig tæplega 23 metra upp í loftið. Skammt frá stendur gamli vitinn sem reistur var árið 1918. Vinsæll heim að sækja Hilmar segir fólk almennt vera áhugasamt um íslenska vita enda um að ræða nokkuð forvitnileg mannvirki. Fjölmargir ferðalangar hafa að undanförnu freistast til að skoða Akranesvita eftir opnun hans en auk stórbrotins útsýnis af toppi mannvirkisins er einnig hægt að njóta ljósmyndasýningar og hlýða á stöku tónleika í sumar. „Það er búið að halda tvenna tón- leika og fleiri eru væntanlegir á næstunni,“ segir Hilmar og bætir við að hljómburðurinn inni í vitanum sé hreint út sagt magnaður og óvenjulegur í ljósi þess að bergmál sé fremur mikið. „Þegar það er sungið í vitanum er hljóðið um sjö sekúndur að deyja út.“ Akraneskaupstaður aug- lýsti eftir spennandi hug- myndum á sínum tíma til að auka ferðamannastraum um sveitarfélagið og þann- ig varð þessi skemmtilega hugmynd til um að nýta vitann. „Það var gömul gesta- bók í vitanum frá 1947 og voru nöfnin í þeirri bók innan við 150 en frá því að vitinn var opnaður um miðjan mars eru komnar a.m.k. 1.500 undir- skriftir,“ segir Hilmar og bætir við að jafnt innlendir sem erlendir ferðamenn hafi lagt leið sína þangað. Glæsileg kennileiti Hópur fólks hefur að undanförnu unnið hörðum höndum að því að hreinsa svæðið í kringum vitana tvo en að auki hefur yngri vitinn gengið í gegnum viðgerðarferli. Þeim við- gerðum er nú lokið og segir Hilmar Akranesvita glæsilegan og kaupstað sínum til mikils sóma. Vert er að benda áhugasömum á að í sumar verður hægt að skoða það sem vitinn hefur upp á að bjóða alla laugardaga milli klukkan 11 og 16. Gamall vinur öðlast nýtt gildi  Almenningi gefst kostur á að skoða Akranesvita Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason Heimsókn Þessi fríði hópur heimsótti Akranesvita í lok aprílmánaðar en um var að ræða 50 manna hóp starfs- manna af Hrafnistu sem allir skemmtu sér konunglega. Hægt er að skoða vitann alla laugardaga í sumar. Við hlið Akranesvita stendur gamli vitinn sem reistur var eftir teikn- ingu Thorvalds Krabbe, vita- málastjóra og verkfræðings, árið 1918. Gamli vitinn hefur mátt muna sinn fífil fegri en hann hefur ekki verið notaður frá árinu 1947 og hefur hann þurft að sæta slæmri umgengni í gegnum árin. Hilmar segir það standa til að dytta að gamla vitanum enda sé um að ræða sögulegt mannvirki sem vert er að varðveita. „Það á að taka gamla vitann al- veg í gegn í sumar, hann er mjög illa farinn,“ segir Hilmar og bendir á að vitinn hefur margsinnis orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum sem m.a. hafa brotið í honum allar rúður. „Þetta stendur allt til bóta. Það á í raun að taka allt svæðið þarna og gera að útivistar- paradís.“ Gamli vitinn fær umhirðu HEFUR ÞURFT AÐ ÞOLA HRÆÐILEGA UMGENGNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.