Helgafell - 01.05.1942, Page 31

Helgafell - 01.05.1942, Page 31
SVEINBJÖRN EGILSSON 117 anlegum ástæðum. Mikið af verkum hans lendir í stórum ritsöfnum, þar sem einstaklingurinn, sem þó ber verkið uppi, hverfur að sýn, — eða þau eru útgáfur, skýringar, verk sem nauðsynleg eru í hverju menningarþjóðfélagi, en lítt fallin til alþýðufrægðar, — eða þýðingar, og verður mönnum þá vita- skuld meira hugsað til höfundar en þýðanda. Starf Sveinbjarnar í þjóðfélaginu og í bókmenntunum mynda óvenju skýra heild. Sveinbjörn er kennari við Bessastaðaskóla og síðan í Reykjavík og var þar rektor, hann kennir flestum þeim mönnum, sem nokkuð kveður að í lífi þjóðarinnar á þeim dögum. En hann er líka kennari í bókmenntun- um, hann er jóstri þeirrar endurreisnar sem verður í þeim á fyrra hluta 19. aldar. Bjarni Thorarensen einn er eldri en svo, að hann sé lærisveinn hans. Hlutverk Sveinbjarnar var að ala upp og móta þá menn, sem áttu að fram- kvæma. Það er ekki víst, að fósturfaðirinn sé minna verður, þó að fóstur- sonurinn hljóti afrekið og frægðina í sinn hlut. Eitt er verk Filippusar, ann- að Alexanders. II. Síðari hluti 18. aldar er býsna einkennilegt tímabil í bókmenntum Is- lendinga. Þegar hörmungar stofna sjálfri tilveru þjóðarinnar í hættu, á hún aðra eins merkismenn og Eggert Ölafsson, Jón Eiríksson, Hannes Finnsson, Jón Þorláksson, Magnús Stephensen. ... Jón á Bægisá færir á íslenzka tungu erlend bókmenntastórvirki, Eggert gefur þjóðinni skáldskap á vísu evróp- iskrar samtíðar (menntaðir menn finna, að íslenzkar bókmenntir eru ekki lengur utan við heimsmenninguna), og frá Hannesi og Magnúsi breiðist birta upplýsingarstefnunnar út um landið, bjartsýni hennar, frjálslyndi og mann- úð. En það er engu líkara en þessir menn séu hálf-mállausir. ,,Móðurmál“ upplýsingarinnar, franskan, hefur fyrir löngu öðlazt fullkomnun, fágun og yndisþokka yfir hvert annað Vesturlandamál; grannþjóðir lslendinga koma á eftir í málrækt sinni og fara geyst, en menntaður íslendingur er sem stam- andi. Það er ekki verst, að honum er oft orðs vant, slíkt má bæta, heldur hitt, að hann vantar sjálfa undirstöðu allrar sannrar orðlistar, stíl, sem er í samræmi við málið. Á þeim tíma, þegar menn dýrka smekkinn einna mest, er sjálfur stíll þeirra, hvort heldur er í bundnu máli eða óbundnu, smekklaus, óhönduglegur. { óbundna málinu drottnar dönskuskotinn laga- og klerkamálsblendingur, í bundnu máli er allt með dám rímhnoðaranna. Menn finna, að hér er umbóta þörf. Menn reyna að bæta málið með fornyrðum, menn reyna að hressa kveðskapinn við með skáldamálslærdómi og fornum háttum, menn glíma við útlendan kveðskap, menn hafa í háveg- um bókmenntir Grikkja og Rómverja, eins og þá var siður: Vos exemplaria Græca nocturna versate manu, versate diurna

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.