Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 51

Helgafell - 01.05.1942, Blaðsíða 51
E Ur fílabeinsturni í fylkingarbrjóst I nýlegu hefti af ameríska tímaritinu ,,Atlantic“ er stórmerk grein eftir þýzka skáldið Thomas Mann: HoW to Win the Peace — Hvernig á að vinna friðinn ? Meginmál þessarar greinar birtist væntanlega í Helgafelli síðar. — f inngangi að henni kemst Thomas Mann að orði á þessa leið um afstöðu listamanna til stjórnmála og félagsmála og hlutdeild þeirra í baráttu þeirri um ,,hin æðstu verðmæti“, er nú geisar um víða veröld: .... Mönnum veitist erfitt nú orðið að muna þá tíma, er listamanninum var það andlega fært að telja þessi við- fangsefni (þ. e. stjórnmál og félags- mál) ósamboðin virðingu sinni og sitja á friðstóli í fílabeinsturni án þess að gefa þeim gaum. Nú er varla nógu fast að orði kveðið, þó að sagt sé, að lista- maðurinn sé hlutgengur eða skyldur, — hann er hreint og beint neyddur til þátttöku í þeirri sannfæringabaráttu, sem háð er nú um heim allan, af því að lífið sjálft hefur kennt honum það, eins og oss öllum, að vandamál mann- kynsins er í rauninni eitt, en ekki mörg, og þótt það komi fram á ýmsum svið- um og í mörgum myndum, verður hvorki greint né skilið þar á milli. ÞaS var óheilladrjúg villa af hinni mennt- uðu þýzku yfirstétt, að greina skörpum dráttum á milli anda og lífs, að draga markalínu á milli heimspeki og listar annars vegar og staðreynd stjórnmál- anna hins vegar og horfa síðan með lítilsvirðingu af hæðum einangraSrar menningar niður á þau fyrirbrigði mannlífsins, sem rök áttu sér í stjórn- málum og samfélagsháttum. Það var þetta, sem orsakaði þá andlegu niður- lægingu, sem orðið hefur hlutskipti þýzku miðstéttanna. Sannleikurinn er sá, að þeir tímar eru löngu liðnir, þegar líta mátti á ver- öldina eins og dragkistu með mörgum hólfum, þar sem stjórnmálin voru í sér- stakri hirzlu, er oss kom ekki við. Langt er síðan, að spurningin um manninn, vandamálið um ódeilanlega mannkynsheild, komst á dagskrá, og stöðugt hefur hún krafizt niðurstöðu, afstöðu og ótvíræðs vitnisburðar af hverjum einstaklingi með andlegu lífs- marki. Urlausnarefni mannlegrar sam- vizku felur í sér spurninguna um af- stöðu í stjórnmálum, hún er einn hluti þess eða hliS. ÞaS má jafnvel svo að orði komast, að vandamál mannkyns- ins á vorum tímum hafi að langmestu leyti verið fyrir oss lögð í stjórnmála- formi, og líklega aldrei í ríkara mæli á nokkuru tímabili sögunnar en því, sem nú er að líða. Stjórnmálin eru ekki lengur það, sem þau voru einu sinni — viðfangsefni sér- fræðinga — leikur, þar sem fylgt var ákveðnum og almennt viðurkenndum reglum, er áttu sér rætur í alþjóða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.