Helgafell - 01.05.1942, Page 51

Helgafell - 01.05.1942, Page 51
E Ur fílabeinsturni í fylkingarbrjóst I nýlegu hefti af ameríska tímaritinu ,,Atlantic“ er stórmerk grein eftir þýzka skáldið Thomas Mann: HoW to Win the Peace — Hvernig á að vinna friðinn ? Meginmál þessarar greinar birtist væntanlega í Helgafelli síðar. — f inngangi að henni kemst Thomas Mann að orði á þessa leið um afstöðu listamanna til stjórnmála og félagsmála og hlutdeild þeirra í baráttu þeirri um ,,hin æðstu verðmæti“, er nú geisar um víða veröld: .... Mönnum veitist erfitt nú orðið að muna þá tíma, er listamanninum var það andlega fært að telja þessi við- fangsefni (þ. e. stjórnmál og félags- mál) ósamboðin virðingu sinni og sitja á friðstóli í fílabeinsturni án þess að gefa þeim gaum. Nú er varla nógu fast að orði kveðið, þó að sagt sé, að lista- maðurinn sé hlutgengur eða skyldur, — hann er hreint og beint neyddur til þátttöku í þeirri sannfæringabaráttu, sem háð er nú um heim allan, af því að lífið sjálft hefur kennt honum það, eins og oss öllum, að vandamál mann- kynsins er í rauninni eitt, en ekki mörg, og þótt það komi fram á ýmsum svið- um og í mörgum myndum, verður hvorki greint né skilið þar á milli. ÞaS var óheilladrjúg villa af hinni mennt- uðu þýzku yfirstétt, að greina skörpum dráttum á milli anda og lífs, að draga markalínu á milli heimspeki og listar annars vegar og staðreynd stjórnmál- anna hins vegar og horfa síðan með lítilsvirðingu af hæðum einangraSrar menningar niður á þau fyrirbrigði mannlífsins, sem rök áttu sér í stjórn- málum og samfélagsháttum. Það var þetta, sem orsakaði þá andlegu niður- lægingu, sem orðið hefur hlutskipti þýzku miðstéttanna. Sannleikurinn er sá, að þeir tímar eru löngu liðnir, þegar líta mátti á ver- öldina eins og dragkistu með mörgum hólfum, þar sem stjórnmálin voru í sér- stakri hirzlu, er oss kom ekki við. Langt er síðan, að spurningin um manninn, vandamálið um ódeilanlega mannkynsheild, komst á dagskrá, og stöðugt hefur hún krafizt niðurstöðu, afstöðu og ótvíræðs vitnisburðar af hverjum einstaklingi með andlegu lífs- marki. Urlausnarefni mannlegrar sam- vizku felur í sér spurninguna um af- stöðu í stjórnmálum, hún er einn hluti þess eða hliS. ÞaS má jafnvel svo að orði komast, að vandamál mannkyns- ins á vorum tímum hafi að langmestu leyti verið fyrir oss lögð í stjórnmála- formi, og líklega aldrei í ríkara mæli á nokkuru tímabili sögunnar en því, sem nú er að líða. Stjórnmálin eru ekki lengur það, sem þau voru einu sinni — viðfangsefni sér- fræðinga — leikur, þar sem fylgt var ákveðnum og almennt viðurkenndum reglum, er áttu sér rætur í alþjóða-

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.