Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 22

Helgafell - 01.12.1943, Blaðsíða 22
348 HELGAFELL mála. ,,Smíð“ táknaði hverskyns ,,fabricatio“ og mátti hafa um málverk einsog vér nú segjum tónsmíð. Af Húsdrápu verður ljóst hverjar þær sögur hafa verið nokkrar, sem markaðar voru á þil og ræfur í Hjarðarholti, en af litum greinir Ulfur aðeins hina björtu — ekki ólíkt því sem Guðmundur skólaskáld mundi hafa gert. Hann talar um ,,fránt“ og ,,fránleitt“, sem þýðir glitrandi, sömuleiðis ,,fag- urt“, sem þýðir bjart, og „golli byrstan börg“ Freys, það er göltur með gull- burstir. Það er ekki kunnugt að Islendíngar hafi á nokkru tímabili sögu sinnar lagt niður málaralist. En með því flestir verðmætir hlutir eyddust hér og týndust á lágmenníngaröldunum, sem nú eru ekki nema rétt nýliðnar, eru minjar okkar um forna myndlist helsti fágætar. Dálítið hefur geymst af gömlum trémálverkum í fórum einstöku kirkna, og eru þær leifar hvergi nærri fullrannsakaðar. Á þjóðminjasafni hér er til dálítið af gamalli mynd- list, þar á meðal Kvöldmáltíðarmynd frá 15. öld sem breska skáldið Auden taldi merkastan gripa á Islandi, en það eru allar líkur til að sú mynd sé dönsk að uppruna. Utsaumur forn, sem oft er í verkan sinni óaðgreinilegur frá málaralist, er enn varðveittur hér, en þó eru merkustu sýnishorn þessarar tegundar íslenskrar myndlistar ekki leingur hér á landi, heldur geymd í útlendum söfnum, þar á meðal í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Helstar minjar málaralistar frá miðöldum Islands eru þó geymdar í fornum handritum okkar, sem eru í vörslu Dana. Það er sú tegund fornrar málaralistar, sem kölluð er lýsíngar, illúmínasjón, og smámyndagerð, miniature. Ennfremur nokkuð af teikníng- um og bækur með dráttlist. Myndlist þessi er hinsvegar svo hástæð að hún bendir á lángar og fastar erfðir, auk órofa sambands við erlenda listmenn- íngu. Því miður hefur málaralist fornhandrita okkar ekki verið rannsökuð nægilega af fróðum mönnum; franskir málarar, sem hafa skoðað þessi gömlu verk okkar, telja myndirnar búa yfir ákveðinni fíngerðri hrynjandi í línu, sem sé íslensk séreign, auk sérstakrar einföldunar og samþjöppunar í tján- íngu; sama einkenni benda sérfræðíngar saumalistar á í fornum íslenskum útsaumi. Nokkrir fræðimenn benda á ákveðin form í fornlist okkar, einkum dýraform, sem séu óþekt í samtímalist rómanskri og gotneskri af þessu tagi, og telja ættuð úr innlendri, norrænni geymd. Að vísu standa handritamál- verk okkar sjaldnast jafnhátt enskri og franskri list af þessu tagi frá for- tímum Endurfæðíngarinnar (renaissance), en þau eru grein af sama alþjóð- legum stofni og öll hámenning þeirra tíma. Afturámóti hikar jafn varfærinn fræðimaður og Halldór Hermannsson ekki við að láta þá skoðun í ljós að íslensk málaralist hafi, samkvæmt þeim vitnisburði sem hún gefur um sig í lýsíngu og smámynd, staðið hærra á Islandi frá 13. öld til 15. aldar en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.