Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Page 197

Helgafell - 01.09.1944, Page 197
BÓKMENNTIR 355 verðu, sem fyrir kom. Þetta er góður kostur, en því fylgir líka mikill galli. Höfundarnir virðast hafa skrifað hver í sínu horni og án þess að bera sig nokkuð saman. Af þessu hefur svo leitt, að þeir skrifa allir um það sama að meira eða minna leyti. Það er lýs- ing á kennslunni og kennurum, frásögn um skemmtanir og mataræði o. s. frv. Ritstjórn er engin á verkinu og þess vegna er það þreyt- andi með köflum. Það hefði sjálfsagt verið betra, að einn maður eða fámenn nefnd hefði samið ritið, eftir skriflegum upplýsingum hinna gömlu lærisveina. Það er Líka ávallt varasamt fyrir roskna menn að fara að kveða upp dóm yfir kenn- urum, er þeir hafa haft á unga aldri. Margt litast á langri leið. Svo er það líka vafasamt, hversu vel dómbærir höfundar eru um kennsl- una. Til dæmis hafa þeir sumir mikið að at- huga við enskuframburð Hjaltalíns, en það er þó víst, að margir nemendur hans hafa getað fleytt sér vel í Englandi, þó að þeir hafi ekki hlotið aðra kennslu en þá, er þeir fengu hjá honum. Ritgerðirnar eru vitanlega misjafnar að gæð- um. Agætar eru t. d. greinar Þorleifs Jónsson- ar, Kr. H. Benjamínssonar og Ingimars Eydals, en sammerkt er með þeim öllum, að frá þeim andar hlýju og velvild til hins gamla skóla. Sumu hefði hins vegar gjarnan mátt sleppa, svo sem þjófnaðarsögunni á bls. 243. Það var óþarfi að fara að rifja það mál upp, sem fyrir löngu var fallið í gleymsku eins og rétt var. Þá er einnig eytt óþarflega miklu rúmi um mat- armálið gamla, það leiðindamál. I bókinni er falleg mynd af Möðruvöllum frá tímum skólans, ennfremur myndir af öllum kennurum skólans og tvö skólaspjöld, frá 1890 og 1901. Loks eru myndir af öllum, er skrifa í bókina. Utgáfan er sæmilega vönduð. Hallgr. Hallgrímsson. Jörundur hundadagakóngur Rhys Davies: JÖRUNDUR HUNDA- DAGAKÓNGUR. Ævintýri hans og ævi- raunir. Hersteinn Pálsson ísl. Bókfellsút- gáfan. Rvík 1943. 279 bls. Verð: kr. 88—; 96—. Enda þótt Jörundur, sem hér á landi hefur almennt verið kenndur við hundadagana, væri ekki eitt af mikilmennum sögunnar, þá hefur hið sérkennilega sálarlíf hans valdið því, að margir rithöfundar hafa kynnt sér æviferil hans og skrifað um hann bækur. Bók sú, er hér um ræðir, er að vísu skáldsaga, en styðst þó við ýmsar sannsögulegar heimildir, og er hún tal- in að vera merkileg lýsing á manninum, hvað sem stjórnmálunum líður. Jörundur var af góðu fólki kominn og fékk sæmilega menntun í æsku, en fór til sjós um fermingu. Hann gekk fljótt í þjónustu Eng- lendinga og sigldi um Suðurhöf. Er margt merkilegt frá þessum kafla ævi hans að segja, og þótti hann að mörgu leyti koma vel fram, enda skorti hann ekki greind og snarræði. — Hann þótti snemma ótrúlega slyngur að smjúga úr vandræðum, er að höndum báru, og þau urðu mörg og mikil. En kostum hans fylgdu líka miklir gallar. Hann var óorðheldinn og óáreiðanlegur, þreklít- ill, er til lengdar lét, þótt röskur væri í skyndi- áhlaupum. Sólginn í spil og allar nautnir og kunni ekki með fé að fara. Og síðast, en ekki sízt, fáránlega hégómagjarn. Hann vildi verða mikill maður og frægur, en á hvern hátt var honum ekki ljóst. Helzt virðist hann hafa hugs- að sér að verða mikið skáld, og nokkra skáld- gáfu hefur hann vafalaust haft. Þegar Jörundur hafði verið alllengi í þjón- ustu Englendinga, hvarf hann aftur heim til ættjarðarinnar, en þá vildi svo illa til, að Dan- mörk lenti í stríði við England. Jörundi var falin á hendur stjórn á dönsku víkingaskipi, sem herja skyldi á ensk skip, en hann rækti þann starfa svo, að hann seldi skipið í hendur Englendingum. Nú hófst hinn langi og ævintýralegi óham- ingjuferill Jörundar, sem vissulega er líkari skáldskap en veruleika. Hann var stundum vin- ur stórhöfðingja og notaður af þeim til ýmsra starfa, helzt þeirra, sem voru eitthvað gróm- tekin, svo sem njósnir, og stutta stund var hann þjóðhöfðingi, ,,verndari Islands“, — en traust hlaut hann hvergi til lengdar. Oftast var hann allslaus öreigi í skuggahverfum Lund- úna og annarra bæja, innan um afhrök mannfé- lagsins. Loksins var hann kominn rétt að gálg- anum, en slapp þó og var sendur í útlegð til Ástralíu. Þar lifði hann síðustu ár ævinnar og virðist hafa liðið þolanlega. Hann fékkst tals- vert við ritstörf, en rit hans munu að mestu vera óprentuð. Höfundur hefur talsverða samúð með Jör- undi, en reynir þó ekki til þess að breiða ýfir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.